Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1935, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1935, Blaðsíða 1
Hösknldsey. Eftir Lúðvík Kristjánsson. Frá Höskuldsey. Niðurl. Höskuldseyjarbátar voru allir bygðir að breiðfirsku sniði, og mun það bátalag bafa reynst mjög vel, enda var það notað víða um land. Eftir árið 1771, brá nokkuð til í þessu efni, því þá fluttist hingað til lands nýtt lag á bátum frá Sunnmæri í Noregi. Flestir róðrabátar á Breiðafirði í þann tíma höfðu segl, en fæst- ir stjóra. Næsta örgrant var um nokkuð það í bátum þessum, er vermenn gætu notað sjer til ör- yggis, þegar þeir væru á sjó. Þess má þó geta, að í flestum skipum var trjedrumbur 1^2—2 álna langur, og var hann sver nokkuð. Þegar sjór var mikill Var trjedrumbnum kastað í öldu- toppana, með það fyrir augum, að öldurnar brotnuðu á honum, áður en þær lentu á bátnum. Trje- drumbur þessi nefndist báru- fleygur, og var sterku bandi hnýtt í annan enda hans, til þess að samstundis mætti draga hann að bátnum aftur og kasta hon- um á ný, ef þurfa þótti. Jafnan reru fimm eða sjö menn á Höskuldseýjarbátum, og voru sumt af því hálfdrættingar, eins og þá var venja til í flestum ver- stöðum. Stundum bar það við, að vermenn komu eftir að vertíð var byrjuð, og höfðu sumir þeirra enga von um fast skiprúm, en reru hjá formönnum eftir því, sem þeir þurftu með. Menn þessir voru nefndir skipaskækj- ur og mun nafnið dregið af því, að þeir flæktust á milli báta, eftir því sem hásetar fötl- uðust frá vegna lasleika, eða ann- ra hluta. Skipaskækjur voru fekki bundnar að róa hjá for- manni, nema einn róður í senn, ef þeim leist svo, enda lutu þær ekki sömu ákvæðum og aðrir há- setar. Formaður var t- d. ekki skyldugur að kalla skipaskækju til róðurs, eins og aðra háseta sína, og urðu þær því að vakta sig sjálfar, og mæta það snemma í naust, að þær gætu hjálpað til við setning til sjávar. Bæði formenn og hásetar í Höskuldsey urðu að lúta sjer- stökum lögum, sem og einnig giltu í öðrum verstöðum lands- ins, og voru. þau á þessa leið: Formenn og hásetar, sem ráðn- ir eru til róðra, skulu án dvalar vera komnir til skips í tækan tíma, bæti formaður annars tvö ríkismörk, þ. e. 32 skildinga fyr- ir hyerja viku, sem dvelst, en hver háseti hálfu minna, eða 16 skildinga. Háseti, sem neitar að róa eftir að formaður hefir kall- að hann og skipatölu ver- stöðvarinnar rær, bæti fimm fisk- um í hvert sinn. Háseti, sem læt- ur snópa eftir sjer í eina klukku- stund, eftir að hafa verið kall- aður, bæti þrem fiskum í hvert skifti, nema lögleg forföll sann- ist. Hver, sem finnur að löngum sjóvarsetum formanna, og nöldr- ar um að halda til lands, bæti í hvert skifti tveim fiskum. Sá há-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.