Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1935, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1935, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 323 ull, og gátu þeir er stærstir voru riimað 5—6 pund. Svipað tíðk- aðist um selsmaga, að þeir voru blásnir og þurkaðir, og síðan geymt í þeim lýsi. Hverfa í smá- lúðum var eigi skilin frá magan- um, heldur var hvorttveggja vendilega þvegið og síðan sett í sýru. Loks var það etið sem hátíðamatur, þegar það var nægi- lega súrt, og nefndist þá odd- ildar. Smálúða var jafnan kölluð flóki eða lok, og var eigi gert að því, sem stærri flyðrum, heldur skift í tvennt, eftir endilöngu, og nefndist hvor hluti stofn. Alfiski- flyðrur nefndust þær flyðrur, er voru alin fyrir sporð. Landlegudaga notuðu vermenn til margra hluta, sem eigi mátti við koma, þegar róið var. Einnig dvöldu vermenn þá nokkuð við leiki og kveðskap. Mun oft hafa verið ærið kátt í eyjunni, þegar þar var framt að hundrað full- orðnra manna. Sjaldnast var róið á helg’dögum í Höskuldsey; ann- að hvort hvíldu vermenn sig. og dvttuðu að því, sem þurfa þótti, ella þeir hjeldu heim til sín með nýjan fisk og lausung, en svo nefndu þeir hausa og slóg allt. Venjulega fóru skipsmenn í Hösk- uldsey einu sinni til kirkju á vertíð hverri og stundum oftar. Kirkju sóttu Höskuldsevingar í Bmrnarhöfn. eða að Helgafelli. og gat borið við að þeir yrðii veður- teptir i þeim ferðum, um lengri eða skemmri tíma. Formenn í Hösknldsev lásu jafnan húslestra á sunnudögum, er þeir voru þar um kyrrt. Söfnuðust þá oftast tvær eða fleiri skipshafnir í sömu búð, og komu þær sjer fyrir í skálanum. Tnni við fletið stóð sá, er lesa átti, en þeir sátu sem hlýddu. Kvaðir hvíldu engar á ver- mönnum í Höskuldsey, nema spítalafiskur; en hann greiddu aðeins þeir, sem reru um vorver- tíð, því spítalahlutur var tekinn þar næsta dag, sem róið var eftir Ilrbansmessu, en hún er 25. maí. Árni Magmásson segir í jarðabók sinni, að Höskuldsev- ingum beri eigi að gjalda mann- talsfisk, og veit jeg ekki hvað þar liggur til grunna, því samkvæmt lögum átti hver utan- hjeraðs útróðrarmaður í Snæfells- nessýslu, sem 30 fiska fekk í hlut, að g.jalda konungi tvo fiska, og nefndust þeir manntalsfiskar. Undanþegnir þessu gjaldi voru þó vermenn embættismanna, presta, ekkna og lögrjettumanna. Formannskaup fyrir haustver- tíð í Höskuldsey voru XV til XX álnir, eða sem svarar 30—40 pund af hertum fiski. Fyrir uppsátur greiddust X álnir fyrir hvern bát, ef ekki var um gagnkvæm ítök að ræða milli Höskuldseyjar og landjarða. Þannig átti Höskulds- ey t. d. selstöðu í Staðarbakka- landi, torfskurð að Berserkja- hrauni, XII ásauðagöngu í Grunnasundsnesi, hústorfsristu í Ogri o. sv. frv., gegn því að hver þessara jarða hafði aftur á móti búðarstöðu og uppsátur í eyunni. Eftir að vertíð lauk hjelt hver bátur heim til sín. og flutti þá með sjer fiskiföng öll, sem hann hafði aflað og enn voru eftir í eyjunni Vermenn dvöldu nú á heimilum sínum nokkuð fram í janúar, en heldu síðan undir Jökul og stund- uðu þar vetrarvertíð til sumar- mála. Snjeru þeir þá aftur til Höskuldeyjar og reru þar til f.jór- ar vikur voru af sumri. Senn eru Höskuldseyjar mið týnd og glevmd, og það sem enn lifir um vermensku eyjarinnar, hverfur að mestu með þeirri kvnslóð, sem nú er orðin mjög hnígin að aldri. fÁsamt munnlegum heimildum hefi jeg og nokkuð stuðst við eftirfarandi rit: Jarðabók Árna MagnússonarJEftir- mæli 18. aldar. Gaman'og alvöru, Lovs. for fsl og-f. B. 20 Tol.þ [U fjj* ry — Jeg hefi sáð radísum hjerna. Hafið þjer nokkuð á móti því að þær vaxi upp með girðingunni yðar? Bridge. S: enginn. H: 5. T: 4,3,2. L:5, 4. S: 10, 8, 7. H: 10,8, 7. T: enginn. L: ekkert. S: D, 3. H: D, 3. T: enginn. L: D, 3. Tígull er tromp. A slær út, A og B eiga að fá alla slagina. & Ás, 2. B H:G,9. T:enginn. “ L: G, 9. „ Baráttan gegn barnaþjófum. Þegar það kemur nú fyrir í Bandaríkjunum, að barni er stol- ið, þá eru þegar sendir á stað bílar með gjallarhornum, eins og sjest hjer á myndinni. Þeysa þeir um fram og aftur og er skorað á fólk háum tónum að hjálpa til að finna hið stolna barn. Á þenn- an hátt tekst á stuttri stund að safna saman fjölda leitarmanna. Meyer lá á skurðarborðinu og horfði með skelfingu á hnífinn: — Þetta er vonandi ekki hættu- legur uppskurður. Læknir: Hvernig getur yður dottið í hug að þjer fáið hættu- legan uppskurð fyrir 50 krónur?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.