Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1935, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1935, Síða 6
234 ríku. Fyrst er þar mynd af Zeppe- lin-verksmiðjunum í Friedrichs- hafen, síðan flugmynd af hinni gömlu Bodensee-borg, svo kemur yfirlitsmynd frá Spáni, kerruasni í Kataloníu, fiskibátur, sem er að lenda, albatrosar, eyjan Ilíza, flugfiskur, eyjan Madeira. Mynd- ir frá strönd Afríku eru margar. Þar sjest grenjandi ljón á eyði- mörku, Svertingjakonur, bambus- kofar og sjerkennilegur seglbát- ur frá Palmaströnd. Fluginu yfir Atlantshaf er lýst með ýmsum skemtilegum myndum: hákarl, sem klýfur sjávarflötinn, hinir sjald- gæfu freigátufuglar og eyjan Fernand da Noronha. Svo sjest Brasilíuströnd og ýmsar myndir þaðan: Jangada-floti, frumskógur með marglitura páfagaukum og fögrum fljettijurtum. Seinast koma flugmyndir af Pernambuco og Rio de Janeiro. Með því að horfa á vegginu, geta farþegar jafnan vitað hvað þeir geta vænst að sjá, ef þeir ganga út á skemti- þilfarið. f samkvæmissalnum eru sögu- legar myndir frá ferðum yfir At- lantshaf. Þar sjest fyrst hið lít- ilfjörlega skip Maghellans (um 1521) og skip Cooks (1777) og LESBÓK MORGUNBLAÐSINS myndirnar enda á hinum stóru Atlantshafsskipum, sem nú keppa um „bláa bandið“. En það er eigi aðeins þetta, sem á að skemta farþegum. f borð- salnum er dýrindis flygill og bestu útvarpstæki, sem. unt er að fá. Og í borðsalnum verða haldnir fyrir- lestrar og hljómleikar þegar loft- farið er á ferðalagi. m 8 * •••• Jörðin á eftir að „lifa“ í 2 biljónir ára. Hjá Cammermeyers bókafor- laginu norska er nýlega komin út bók eftir P. Rolseth verkfræðing um alheiminn og stærð hans. Rek- ur hann þar allar kenningar, sem komið hafa fram um það, kenn- ingu Einsteins og margar aðrar kenningar, sem skotið hefir upp alt fram á þennan dag. Seinast talar hann um það, hve lengi jörðin muni verða við líði, og mun margur fagna því, að hann kemst að þeirri niðurstöðu, samkvæmt nýustu útreikningum vísinda- manna, að það verði 2 biljónir ára þangað til alt líf á jörðunni er út kulnað. En þá eigi þó sólin eft- ir að skína í 15—20 biljónir ára. Hraustur maður. Á einu af norsku síldveiðaskip- unum, sem voru hjer við land í sumar, vildi til það slys, að einn af skipverjum lenti í vindunni og stórslasaðist. Hann handleggs- brotnaði, þrír fingur slitnuðu af honum og höfuðkúpan brotnaði, en heilinn skemdist ekki. Maðurinn var þegar fluttur um borð í eftirlitsskipið „Michael Sars“ og fenginn þar lækni í hend ur. Læknirinn helt að maðurinn væri meðvitundarlaus og notaði því ekki deyfingarmeðul áður en hann tók að rannsaka beinbrotin, en til vonar og vara hafði hann hjá sjer tvo menn til að halda sjúklingnum. Maðurinn lá fyrst alveg ró- legur, en alt í einu fór hann að tala — og þá brá lækninum. Sjúklingurinn var hinn rólegasti ag bað læknirinn að hugsa fyrst um handlegginn og fingurna, hvort ekki væri hægt að bjarga því. „Það liggur ekkert á að hugsa um höfuðið“, sagði hann, >,jeg finn að það er í lagi“. Dóttir Japanskeisara. Mynd þessi er af elstu dóttur Japanskeisara. Hún heitir Teru- No-Miya Shigeka og verður bráð- um 10 ára gömul. Á að halda upp á afmæli hennar með mikilli viðhöfn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.