Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1935, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1935, Side 7
LÉSBÓK MOBGtlXBLAÐStNS 235 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii iiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimii < Tvö söngljóð. íiaust. e Drýpur sorg af dagsins rósum, dimmum fölva á laufið slær, himinn breytir lit og ljósum, lífið nýja strengi fær. Blíðu sólarbrosin fækka, blikar stjarna nætur hljóð. Fossins öldnu hljómar hækka, haustið kveður vetrarljóð. E Undir hjarni sóley sefur, sumarrós við. draumamál. Vorsins barni geisla gefur guð, sem býr í þinni sál. Litli vinur. Litli vinur, fugl sem flýgur frjáls á braut með söngvaklið, þegar blóm á hausti hnígur, hverfur þú í rökkurfrið. Suðrið hlýja lundum ljómar, lofar yndi, sól og vörn. „Litli vin, þín harpa hljómar, hlusta vorsins glöðu börn“. Þegar aftur vonir vaka, vorið svífur yfir grund. Komdu fugl, sem fyrst til baka, finn eg þig í skógarlund. Þar sem glaðast geislar skína, greinar láttu vagga þjer. „Syngdu vinur söngva þína, söngva’ er aldrei gleymast mjer“. Kjartan ólafsson. (§2iiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii(§ rjaðrafok. í Greifswald var nýlega haldin trúlofunarveisla. Þegar veislan stóð sem hæst, urðu hjónaefnin missátt og lauk því stríði þannig, að konuefnið Ijek kærasta sinn svo, að það varð að flytja hann í sjúkrahús. í Tokio hefir verið stofnaður skóli, þar sem nemendunum er kent að segja skrítlur og kýmni- sögur, svo að þeir sje velkomnir í öll samkvæmi. I Neidenburg, skamt frá Masu- rísku-vötnunum, varð maður nokk- ur 110 ára gamall um daginn. Á afmælinu var honum boðið í Fritz Kortner, | hinn frægi þýski kvikmyndaleik- | ari, sem austurlenskur ræn- | ingjaforingi í kvikmyndinni „Cu | Chin Chow“, sem tekin var af | bresku kvikmyndafjelagi. | skemtiferð á skipi á vötnunum. | Karl var hinn hressasti og ljek | við hvern sinn fingur. Bn hann | ljet þess getið, að þetta væri í | fyrsta skifti, sem hann stigi fæti | sínum um borð í skip og í fyrsta | skifti, sem hann sæi Masurisku | vötnin . E ■ -.-... ■ Póstflugvjel með þremur mönn- i um varð að nauðlenda á eyði- | mörk í Ástralíu. Það varð nokk- | ur bið á því, að þeim yrði bjarg- að, og urðu þeir skjótt matar- lausir ,en engan mat var a& fá þar nærri. Þeir tóku það því til bragðs að slátra ungum krókódíl, sem flugvjelin átti að flytja til einhvers dýragarðs, og lifðu á honum þangað til hjálp kom. Lítill drengur var í fylgd með föður sínum á götu. Alt í einu kemur að þeim hundur með gelti miklu. Dengsi varð hræddur og faldi sig á bak við pabha sinn. — Þú þarft ekki að verá hræddur, sagði pabbi hans, hund- ar, sem gelta, bíta ekki. — En þegar hann hættir að gelta?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.