Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1935, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1935, Blaðsíða 7
Sven Hedin og rannsóknir hans í Asíu. Rannsóknarför Sven Hedins í Asíu, frá 1. jan. 1927 til 31. des- ember 1934, hefir kostað 2.755,- 000 krónur. Þar af hefir sænska ríkið lagt fram 800.000 kr. Frá Þýskalandi og einstökum mönn- um hefir Sven Hedin fengið 1.755.000 kr., en 200.000 kr. hefir liann lagt fram frá sjálfum sjer. Auk þess 'skuldar hann 90.000 kr., en þær þykist hann munu geta unnið af sjer með ritum og fyrirlestrum. Fornsaga Kínverja. Meðal annars fann leiðangur Sven Hedins kínverskf, „handrit“, 10.000 áletraða trjestafi hjá El- singol. Er talið, að þeir sje 2000 ára gamlir og á þá sje skráð saga Kínverja frá þeim tíma. Verða nú kínverskir vísindamenn fengnir til þess að ráða rúnirnar á stöfunum, þýða þær á ensku, og rita með þeim skýringar. Síð- an kostar stjórnin í Kína útgáf- Sven Hedin. LESBÓK MORGTJNBLAÐSINS una og á að verja til þess sem svarar 50.000 króna. En þá er eftir að vinna úr rannsóknum Sven Hedins heima í Svíþjóð, og er búist við að það verði átta ára verk fyrir marga vísindamenn. Hefir Sven Hedin nú farið fram á það, að sænska stjórnin leggi fram 754.800 krón- ur til þessa verks. • • ---------•••• 100.000 kr. afmæl- isgjöf til Micls Bohr Nægir fyrir hálfu grammi af radíum. Hinn 7. október átti Níels Bohr prófessor fimtugsafmæli. Þann dag færðu honum nokkrir af fulltrúum sjóða, sem stofnaðir eru fyrir vísindi og menningu, 100.000 króna gjöf til þess að kaupa radíum fyrir. Fyrir þessa upphæð er hægt að fá hálft gramm af radíum. Það virðist nú ekki mikið, en fyrir vísindamenn hefir liálft gramm af radíum ómetanlegt gildi. Bohr þótti líka afarvænt um gjöfina, því að liann hefir aldrei haft radíum undir höndum, nema þeg- ar hann hefir getað fengið það lánað hjá landsf jelaginu, sem stofnað er til að útrýma krabba- meini. Qullfundur í Lapplandi. Gullmoli, sem er 3000 króna virði. Seint í september voru menn að grafa eitthvað skamt frá Laanila-gistihúsi í finska Lapp- landi. Rákust menn þá á stóran gullmola undir steini. Vóg hann 395 grömm, og er talið, að hann sje 3000 króna virði. Þarna fund- ust auk þess nokkrir smáir gull- molar. Skamt þaðan var leitað að gulli í fyrra, meðal annars gerði það sænskt fjelag, og fanst þá gull- moli, sem vóg 48 grömm. í sum- ar var einnig leitað þama að gulli, en þá fanst ekkert. 343 Bridge. S: 6, 5, 2. H: 2,3. T: enginn. L: D, 6. S: enginn. H: 8, 7. T:5, 4. L: G, 3, 2. Sjiaði er tromp. A slær lít. A og B eiga að fá alla slagina. ....— ^ ^ Fjaðrafok. Bóndi nokkur í Lemburg í Galizíu þóttist nýlega verða fyrir óhappi. Það kom einhver slagi í gólfið í húsi hans og svo bilaði gólfið og einliver uppæta var þar undir. En er betur var að gætt, var þetta steinolíuuppspretta — og bóndinn var orðinn stórauðug- ur áður en hann vissi af. Hæsta fjallið í Skotlandi heit- ir Ben Nevis. Á tindi þess hefir verið reistur steinn og á hann er letrað: „Ben Nevis. Hæð 4406 fet. Reist af skoskum fjall- gönguklúbb“. Hvort er það nú heldur fjallið eða steinninn, sem klúbburinn hefir reist? Af áletr- uninni verður ekkert ráðið um það. í Ungverjalandi var nýlega stolið tólf kanínum, sem höfðu verið sýktar með kólerugerlum. Var nú auglýst, og allir þeir, sem hefði etið kjöt af þessum kanín- um, beðnir að gefa sig fram und- ir eins. Hve margar þúsundir manna skyldi gefa sig fram? spyr eitt blaðið, því að kanínustuldir eru mjög algéngir í landinu. S: 4. H: 9. T: 6,2. L: 10, 5,4. B S: 3. 3 H: 6, 5, 4. T: enginn. H L: 9,8 7.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.