Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1935, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1935, Blaðsíða 4
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Hjúkrunarkvennaþing fyrir Norðurlönd var fyrir nokkru haldið í Kaupmannahöfn. Ingiríður krónprinsessa var forseti þings- ins og er þessi mynd tekin er hún setti það. Bins og kunnugt er, er prinsessan útlærð hjúkrunarkona. 340 ur þar, að safnið sje mjög merki- legt. og margt spánnýtt fyrir Is- land. og eitthvað spánnýtt fyrjr vísindin, og það er nú meira“. ólafur naut sín aldrei til fulls sem náttúrufræðingur. Hann skorti bæði tíma og fje til að geta unnið að þeirri fræðigrein, svo um munaði, og mun það hafa ver- ið ein af þyngstu áhyggjum hans. Þegar hann gat gefið sig við náttúrufræðilegum athugunum, jurtasöfnun og öðrum rann'sókn um, var hann ánægður og glaður eins og barn. Þá fór hann ein- förum upp um fjöll og út á ystu annes. með grasatöskuna sína. Hann handljek jurtirnar með ná- kvæmni vísindamannsins og mildi elskhugans. Úti í náttúrunni eða inni í bóka safninu — þar undi Ólafur Da- víðsson sjer best. Þetta voru þau tvd starfssvið, sem heilluðu hann mest, enda var hann uppalinn við þetta tvent — bækurnar og blómin. IV. Fvrstu árin, sem ólafur var í Höfn. lögðu foreldrar hans hon- um alt það fje, sem þau gátu, en síðari árin mun hann hafa orðið að bjarga sjer sjálfur, og átti þá oft erfitt, þótt hann aldrei kvart- aði. Hann var nægjusamur og ger- sneyddur öllu yfirlæti. Þó að hann væri hneigður til drykkjar, neytti hann ekki áfengis svo tim- unum skifti, og vann þá baki brotnu. Oft var hann þó fljótur að brunninum, ef svo bar undir, en það sakaði ekki, því bæði var hann gætinn og stálhraustur; og svo var hann aftur jafnfljótur að skrifborðinu, og þá þaulsætinn. Heimskingjar einir, sem ekkert skildu, sögðu hann drekka sjer til dómsáfellis, en vinir hans, þroskaðir menn og saklaus börn, ásökuðu hann aldrei. heldur elskuðu hann og fögnuðu komu hans, hvernig sem á stóð. Hann vann sitt verk, krafðist einkis af öðrum, og tók ékki neitt frá neinum. Hann lifði sínu eig- in lífi, og hafði til þess fullan rjett. Og nú er svo komið, að hon- um heyrist aldrei hallmælt, en allir, sem best þektu hann, minn- ast hans með aðdáun og söknuði. Ljúfari mann gat ekki í um- gengni. Venjulega var hann sam- ur og jafn, hógvær og yfirlætis- laus. Sjaldan var hann fjörugur, en þó skemtilegur og skrafhreyf- inn við þá, sem hann gaf sig á tal við, og þá sífræðandi. án þess þó að revna að sýna yfirburði sína. Komið gat þó fvrir, að hann talaði fátt eða ekkert dögum sam- an. Eins gat hanil verið stuttorð- ur og skjótorður, og eru mörg til- svör hans landfleyg. Hagmæltur var hann vel, en lagði litla rækt við þá gáfu. Best undi Ólafur sjer í fámenni. Foreldrum sínum og systkinum unni hann hugástum, annars átti hann fáa aldavini, en var mein- laust til flestra. Og þó voru til menn, sem hann vildi hvorki heyra nje sjá, — helst ekki vera undir sama þaki og þeir. Voru það einkum uppskafningar og stertimenn, því ekkert var hon- um fjær en drembilæti og hje- gómadýrð. Þegar Ólafur neydd- ist til að vera samvistum við slíka menn, var hann þur og þyrkingslegur, og undi sjer illa. Aldrei mat hann menn eftir stöðu þeirra og lærdómi, heldur leit- aði að manngildi þeirra, og mat þá eftir því. Sjálfur var hann fjarri því, að leitast eftir mannvirðingum, og skrifaði aldrei með það fyrir augum, að uppskera þakkir eða fjármuni, heldur af því, að hon- um var það eiginlegt að vinna, hann hafði ást á starfinu, á þjóð sinni og fræðum hennar. Tveir vinir ólafs kváðu eftir hann látinn, sjera Matthías og dr. Jón Þorkelsson. Kvæði þeirra beggja eru ekki aðeins listaverk, heldur einnig aðdáanlega góðar og sannar lýsingar á Ólafi. Sá maðui', sem jafnvitrir menn kveða um jafn innilega og fag- urt, hlýtur að hafa verið gædd- ur óvanalegum gáfum og mann- kostum. Islenskum þjóðfræðum er vegs- auki að verkum og nafni Ólafs Davíðssonar. Og sögur um ýms atvik úr lífi hans berast ennþá mann frá manni, og eru að breyt- ast í þjóðsagnir og æfintýr.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.