Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1935, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
363
ásamt tveimur svæðum öðrum
(Karwendel-fjöllum o g Ammer-
gau-ölpum). Mönnum er bannað að
slíta þarna upp blóm eða brjóta
kvisti af trjám, og mjer þætti
ekki ólíklegt, að því boði væri yf-
irleitt hlýtt. Hreinleikur þessara
smágerðu fjallablóma og kj'rðin,
sem ríkir í þessum óbygða fjalla-
dal, vekur hjá manni þá tilfinn-
i'
ingu, að þarna sje heilög jörð,
sem aðeins megi horfa á og dást
að. en ekki óhreinka nje spilla.
Á leiðinni til baka með skipinu,
hefir annar samferðamaður okk-
ar, sem ferðast hafði Tim Noreg,
orð á því, að Konungsvatn minni
sig á suma af norsku fjörðun-
um. En mjdr verður ósjálfrátt að
gera samanburð á fjöllunum þarna
og fjöllum á fslandi. Sæbröttu
fjcilin á Vestfjörðum eða Aust-
fjörðum koma þar helst til sam-
anburðar. Fossandi lækir, fann-
ir og klettaveggir, eru báðum
sameiginleg. En annað flest er
ólíkt. Strandfjöllin okkar. þar
sem hvert blágrýtislagið liggur
yfir öðru, eru dimm og drunga-
leg í samanburði við þessi björtp
kalksteinsfjöll með skógarspild-
unum. Þau et-u alvarleg — næst-
um þunglvndisleg á svip í sam-
anburði við þessar hlæjandi, sól-
böðuðu hlíðar, — en þó fögur —-
á sinn eiginn hátt. — Og meðan
jeg leitast við að gefa förunaut-
um okkar hugmynd um blágrýtis-
hallir landvættanna á ættjörð
minni, hægir skipið á sjer, og
ferðinni um Konungsvatn er lok-
ið. —
Berchtesgaden.
Við höfðum ekið viðstöðulaust,
gegnum bæinn Berchtesgaden á
suðurleið um morguninn. Nú höfð-
um við þar all-langa, viðdvöl. Þessi
bær hefir hátt á 4. þús. íbúa.
Flest húsin standa á hjalla í
fjallshlíð, er veit að djúpum dal.
Fljótt.á litið sjást þess lítil merki,
að íbúar bæjarins sjeu dalabænd-
ur, skógarhöggsmenn, trjeskerar
og saltnemar, því það er ferða-
fólkið og sumargestirnir, sem
setja svip sinn á bæjarlífið. Hvert
sem litið er, verða veitinga- og
gistihús á vegi manns. En í veit-
ingasölum þeirra sjest naumast
nokkur maðvtr. f annari eins veð-
urblí&u og ríkir þennan dag, setj-
ast menn heldur að snæðingi í
skugga kastaníutrjánna í görð-
unum utan við veitingahúsin.
„Undirheimaför“.
Rjett hjá bænum er opið á salt-
námu, sem grafin hefir verið
langar leiðir inn í fjallið. Svo
leúgi, sem menn liafa sögur af,
hefir verið grafið þarna eftir
salti, og nú er heilt net af neðan-
jarðargöngum undir fjallinu í
allar áttir. Vissan hluta nám-
unnar fá ferðamenn að sjá, en þó
ekki þann hluta, sem nú er verið
að vinna í, og fylgdarlaust er
engum slept þar inn, enda lítil
eftirsókn í því að villast um þetta
völundarhús, liver veit hve' langt
inn í fjallið og verða þar ef til
vill hungurmorða.
Framan við námuopið eru öllum
fengin hlífðarföt og húfuskupla
til þess að verjast saltvatnsdrop-
um, sem altaf má búast við að
Jeki ofan á menn, þegar inn í
námuna kemur. Síðan er heilli
ylft. af þannig „gölluðu" fólki
raðað á vagn einn lágan og
spaugilegan í laginu. Gengur
hann eftir spori, og setjast menn
klofvega á hann og halda sjer
hver í annan. Brunar vagninn síð-
an af stað inn í göngin. Brátt
verður kolniðamyrkur, og er hald-
ið þannig áfram í nokkrar mín-
útur. Loks sjest dauf Ijósglæta
framundan og er þá numið stað-
ar, og eru menn fegnir að stíga
af vagninum. Menn eru staddir
í víðri hvelfingu, hálfan kílómet-
er neðan við yfirborð jarðar.
Ljósker meðfram veggjunum lýsa
upp þennan tröllasal, þó ekki bet-
ur en svo, að bleik andlit fólks-
ins, virðast svífa í lausu lofti.
Síðan er lialdið fótgangandi
gegnum ný og ný göng úr einu
hólfinu í annað. Veggir þessara
jarðhúsa eru dökkgráir á lit,
Saltið er blandað ýmsum öðrum
e'fnum. Þar sem nýlega hafa ver-
ið höggnar flísar úr berginu,
stirnir þó í saltkrystalla. En ið
áhrif saggans í loftinu hverfa
þeir þegar frá líður. Svo dökt er
alt á litinn, að maður gæti eins
vel haldið, að þarna væru kola-
eða járnnámur en ekki salt. Það
er ekkert sem minnir á hinar al-
kunnu lýsingar af saltnámunum
í Wieliczka í Galiziu.
Fylgdarmaður heldur langar og
fróðlegar ræður um saltnám fyr
og nú á þessum stöðvum, en vegna
Málaravogur við Konungsvatn,