Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1935, Blaðsíða 7
Lesbók MORGUNBLAÐSIKS
36?
livalseyjarfjörður friðaður.
Kirkjurústirnar í Hvalseyjarfirði.
helt jeg áfram að lesa íslensku,
og voru íslendingar í skólanum
mjer hjálplegir, og eins gamli
dr. Feilberg. Hann heimsótti mig
daglega þar sem jeg lá úti í garði.
Þegar jeg fór að hressast, varð
jeg að verja öllum starfskröft-
um mínum í þágu heimilisins, svo
að íslenskunámið varð að sitja
á hakanum. En það get jeg full-
yrt, að íslensk tunga hefir auðg-
að líf mitt, gefið mjer víðari
sjóndeildarhring, gefið mjer inn-
sýn í hin dásamlegu menningar-
auðæfi Islands og verið mjer upp-
spretta sannrar gleði.
Frú Jörgensen hefir þýtt ýms-
ar íslenskar bækur á dönsku. Hún
byrjaði á skáldsögunni „Upp við
fossa“ eftir Þorgils gjallanda, en
sú þýðing hefir ekki verið prent-
uð. Síðan þýddi hún fjórar af
smásögum síra Jónasar Jónasson-
ar, tvær sögur Jóns Trausta (önn-
ur var Heiðarbýlið) og eitt bindi
af íslenskum þjóðsögum. Þessar
bækur komu út. Auk þessa hefir
hón þýtt og ritað 68 greinir um
íslandsmál í dönsk blöð og tíma-
rit.
Auk þessa hefir hún þýtt
margt eftir íslensk skáld, svo sem
Jónas Jónasson, Einar H. Kvaran,
Jón Trausta, Jónas Hallgríms-
son, Sigurbjörn Sveinsson, Jón
Thoroddsen.
Ritlaun þau, sem hún hefir
fengið fyrir þýðingar sínar og
greinir, hefir hún gefið K. F. U.
K. á íslandi. Tvisvar hefir hún
komið hingað, 1918 og 1930. Hún
heíir verið sæmd riddarakrossi
Fálkaorðunnar í viðurkenningar-
skyni fyrir íslandsást sína.
— Segið mjer nú hreint og
beint hvort þjer hafið nokkuð út
á nýju bókina mína að setja.
— Satt að segja finst mjer að
það mætti vera miklu minna bil
milli spjaldanna á henni. i
— Hver er munurinn á við*
skiftum og braski?
— Ef þú tapar, þá er það
brask, en ef þú græðir, þá eru
það viðskifti.
Með Grænlandsfarinu
„Gertrud Rask“ kom nýlega
til Kaupmannahafnar Rous-
sell verkfræðingur, sem hefir
verið að rannsaka fornminj-
ar í Eystribygð á Grænlandi.
Hefir hann sjerstaklega rann-
sakað rústir húsa í Hvalseyjar-
firði. Fann hann þar, skamt frá
kirkjunni, merkilegar húsatætt-
ur. Er þar fyrst veisluskáli einn
mikill, líklega frá aldamótunum
1400, bygður af íslensku íbúun-
um í Grænlandi. Fundust þar
leifar bjálka þeirra, sem hafa
verið máttarviðir í húsinu og
borið þakið uppi.
Umhverfis rústir þessa veislu-
skála fundust 21 þúfa, sem eru
leifar af fjárhúsum, er benda til
þess, að þarna hafi verið stórbýli.
Um einn kílómeter þar frá eru
rústir af seli, átta húsatættur.
„Landraadet“ grænlenska hefir
ákveðið í samráði við stjórn
Grænlands að friðhelga þe'nnan
stað.
Landnám í Hvals-
eyjarfirði.
Hvalseyjarfjörður skerst inn á
milli Eiríksf jarðar og Einars-
fjarðar. Dregur hann nafn
af ey, sem í firðinum er, og
Hvalsey heitir. Um landnám í
þessum firði segir svo í Land-
námu:
„Maðr hjet Þorkell farserkr,
systrungr Eiríks rauða; hann fór
til Grænlands með Eiríki, ok nam
Hvalseyjarfjörð ok víðast milli
Eiríksfjarðar ok Einarsfjarðar, ok
bjó í Hvalseyjarfirði, frá honum
eru Hvalseyjarfirðingar komnir.
Hann var mjök rammaukinn;
hann lagðist eftir geldingi göml-
um út í Hvalsey ok flutti utan
á baki sjer, þá er hann vildi
fagna Eiríki frænda sínum, en
ekki var sæfært skip heima; þat
er löng hálf vika. Þorkell var
dyajaour í túni í Hvalseyjarfirði,
ok heíir jafnan gengit þar um
hýbýli".
Kirkjurústin mikla
í Hvalseyjarfirði.
í Hvalseyjarfirði eru merki-
legustu leifar hinnar fornu ís-
lensku menningar í Grænlandi,
hin mikla og fagra steinkirkja,
sem hvergi á sinn líka. Og við
hana eru tengdar síðustu .minn-
ingar um samband íslendinga í
Grænlandi og á íslandi. Er frá-
sögnin um það á þessa leið:
Hinn 16. september 1408 fór
fram hjónavígsla í þessari kirkju*