Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1935, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1935, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS I 365 þess.um þrönga fjalladal. En við komumst ekki hjá því þennan dag, að verða vör við ýmsa þá meinbugi, sem nú eru á sambúð þjóðanna sitt hvoru megin við þe'ssi landamæri. í Melleck, • Þýskalandsmegin, sitja samferðamenn okkar, Þjóð- verjarnir og horfa með söknuði yfir til fjallahringsins Loferer Steinberge, sem lokar fyrir suð- urátt með jökultindum sínum. Stjómarvöldin í landi þeirra banna þeim og öðrum þýskum þegnum — nema með sjerstakri undanþágu — að stíga fæti inn á austurríska landareign. Tildrög þess banns voru þau, að þýskum þjóðernisjafnaðarmönnum var borið á brýn, að þeir rækju und- irróðursstarfsemi í Austurríki. Þýska stjórnin vill forðast alt, sem gefið getur tilefni til slíkra ásakana. Sameining Þýskalands og Austurríkis var þó æskuhug- sjón Hitlers og eitt af stefnumál- um flokks hans. En Austurríkismegin við girð- ingarnar, kvað það kosta ekki minna en hálfsmánaðar fangelsi að segja Heil Hitler! En þó er aústurrískum þegn- um frjálst að bregða sjer til Þýskalands, og þardáta marg- ir þeirra hispurslaust í ljós fvlgi sitt við sameininguna. f fvrravetur ge'kk í Vínarborg sú fyndni manna á milli — í lægri nótum. — að líkja Scbussnigg, hinum raunverulega einvalda Aústurríkis, við Pontiús Pílatus, því með þeim væri það sameigin- legt að fara með skattlandsstjórn fyrír Rómverja í „gyðinglegu" skattlandi. Vildu þeir, sem fyndninni fleygðu á milli sín, lýsa þeim staðrevndum á kald- hæðinn hátt, — að valdhafar Austurríkis væru umboðsmenn Rómverja (þ. e'. ítala og Prakka), en Gyðingarnir í Vínarborg væru þeir einu, er stæðu upp úr fjárbagslega í ríkinu. „Heil Hitler!“ Niðri í dalnum Þýskalandsmeg- in mætum við hverri fjölmenn- isbifreiðinni eftir aðra. í bifreið- inum er fólk á skemtiferðalagi, — gáskafullur æskulýður, sem leikur við hvern sinn fingur. Merkin á .bifreiðunum og mál- lireimur fólksins segir til sín: Það eru ungir Vínarbúar í Alpa- för. En hvar sem þeir .mæta ein- hverjum á veginum, heilsa þeir með ritrjettri hendi að hætti Þjóð- e'rnisjafnaðarmanna og hrópa „Heil Hitler!“ Er þetta aðeins gamla sagan, að mest þykir gaman það, sem meinað er. Veita þessir tilburðir, sem Vínarbúunum eru stranglega bannaðir heima fyrir, en leyfileg- ir — og meira leú það — þarna megin við merkin, samskonar skemtun og þá er ýmsir hafa af að brjóta leirtau í Tivoli? — Eða brjótast þama upp blossar af falinni eimyrju undirokaðra á- hugamála — hugsjónum austur- ríska þjóðernisflokksins, sem flekkaði illu heilli hendur sínar í blóði Dolfuss á síðastliðnu ári? Annaðhvort — ef til vill hvorugt. En Vínarbúarnir hrópa Heil! Bifreiðarnar bruna eftir pall- sljettum brautum. Sólgylt fjöllin standa á höfði í rjómalygnum vötnum, og árnar glitra eins og bráðið gull. Við förum framhjá hlíðum Reiter Alpanna. Þar var það herlið æft fyrir heimsstyrjöldina miklu, sem barðist á fjallavíg- stöðvunum. Og þar mvndu enn verða æfðar þær liðsveitir, sem sendar yrðu út í orrahríð, ef ó- friður brytist xit milli Þjóðverja og ítala. Og hægt og hægt læðist inn í huga manns — þrátt fvrir hrifninguna af allri Alpadýrð- inni — sársaukablandin meðvit- und um að þarna — á þessum undurfögm stöðvum — er einn viðkvæmasti blettur Evrópu. landamæragirðingar, sem orsakað geta nýja skálmöld (Og hrakið hvítar þjóðir á heljarþröm, — ef sömu stefnu verður haldið í við- skiftum þjóða framvegis eins o<r hingað til. Og í ferðalok verður mjer litið til baka af hásljettunni suður til fjallanna, þar sem landamæra- fjallið Untersberg rís eins og tröllaukið skrjn, Og mjer finst Hans Spemann, hinn þýski prófessor, sem nýlega hlaut Nobelsverðlaunin í lækn- isfræði. aow *. .irnm——■»—j——Wp—i það nú enn merkilegra að þau munnmæli, sem förunautar okk- ar sögðu okkur um morguninn, slryldu myndast um þetta fjall, löngu áður en það ástand skapað- ist, sem nú ríkir sitt hvoru megin við þýsk-austurrísku landamærin. Ujefr|ettír eru enn hafðar í heiðri í Abyssiniu, Aðalspámaður Abyssiniu leitaði vjefrjetta um það í október, hvernig fara mundi ef keisarinn færi til vígstöðvanna, eins og hann ætlaði sjer. Varð vjefrjett- in á þá leið, að ef keisarinn færi til Dessie (borgar skamt frá norðurvígstöðvunum) áður en krýningarafmæli - hans, 2. nóvem- ber, yrði haldið hátíðlegt, þá mundi fara illa fyrir þjóðinni. En ef hann færi ekki frá Addis Abeba fyr en eftir krýningaraf- mælið, þá myndi Abyssiniumenn áreiðanlega vinna sigur á ítölum. Vegna þessa hætti keisarinn við það að fara á þeim tíma, sem hann hafði ætlað sjer, og beið cftir hátíðahöldunum í Addis Abeba á krýningardaginn. ♦ —

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.