Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1935, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1935, Page 1
47. tölublaað. Sunnudaginn 24. nóvember. 1935. X. árgangur. fi>afol4arpr«atamlðj» \ t Sigarður Sigurðsson frd Arnarholti; Matthías Jochumsson Kvæði þetta var lesið í minn- ingarveislunni í Hótel Borg á aldarafmæli skáldsins. Hjer koma þeir, sem geta gledi og sorg af guðsmanninum þegið, hinum ríka, hvaðanæfa á Allraáttatorg, ölmusufólk, að hlýða á messu slíka, hjer koma fleiri en kallaðir í borg, hjer koma heimafólk og gestir — skáldin líka. Til hvers, af hverju koma þessir menn og konur enn? Til þess að gagnast af þjer, til þess að gefa og þakka þjer nú enn, þúsund ára slcáld og fagnast af þjer með „Guðvors lands“ og „Grettisljóð": í senn að gráta, hlæja, sýngja og magnast af þjer. Jötunskáld! Mjer hleypur kapp í kinn og kyngi, er jeg minnist þeirra daga er sat jeg inni, sessunautur þinn og sál mín hungruð mettaðist af Braga. I Þitt hunang draup á ungan muna minn, mikla skáld, vor óðalstunga og saga. Mitt fyrsta hrós var Friðþjófs söguljóð, jeg fjekk þá vildisrós og barnið fann það af hjarta sínu hvað þau voru góð, þótt höfuðið skildi hvorki það, nje annað og þögult söng — þá átti’ jeg engin hljóð. — Um eyrað hvorki þá nje síðar bannað. Þú áttir þetta drottins tungutak og tónasviðið stærra, en allir hinir, þann arnarsúg og engilvængjablak, sem engir hlutu nema Braga synir. Vor harmur snýst, er horfum þjer á bak — en hljóðnum samt og roðnum, þínir vinir. Þú stendur eins og tákn á Tindastól’, þú túlkar vorar bænir, æðstiprestur! þjóðskáldið. Matthias^mióaldra. Þitt veganesti var þín trúarsól. Þú varst og ert í dag vor hæsti gestur, í hverri messu um landsins bygð og ból þitt besta er best og sungið við hvem lestur. Biðjum svo allir guð í himnahæð að hugga þá, sem drúpa fjarri slnum og græða þá, í vorri smán og smæð, með smyrslum, bænaháu sálmum þínum. Þín glaða trú og trausta von ei brást, tigna skáld af guðs og manna ást,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.