Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1935, Blaðsíða 4
372
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Á veiðum í Norður-Sjálandi. Á hverju hausti efnir Kristján X. konungur til veiðiferða og býð
ur þar til ýmsu stórmenni. Að þessu sinni var Gustav Svíakonungi boðið að taka þátt í veiðunum.
Hjer á myndinni sjest veiðimannahópur í Grönholt Hegn á Norður-Sjálandi. Fremstir eru þeir
konungarnir Gustav og Kristján.
„en ef þig langar meður mjer
í mínum himni að eiga vistir,
hann æ skal standa opinn þjer
svo oft þig þangað vitja lystir.“
(Þýðing Svb. Egilsson).
Skáldin eru skáld. en engir
gróðamenn eða búhöldar og mega
ekki vera að því að sinna neinni
búskaparsýslu.
Þau eru svo oft —
„að leikum með liðnum
og ljósálfum muna“.
Þess vegna líka eins og úti á
þekju í jarðneskum efnum.
„Altjend ertu skáld“! segir mál-
tækið — og mig minnir jeg heyrði
móður mína segja það stundum
við pabba.
Stuttu eftir andlát hans fekk
hún mörg hluttekningarskeyti
og brjef frá vinum víðsve'gar að.
En þar á meðal var eitt brjef, sem
henni þótti vænst um og við
börnin geymum það enn. —
Það var frá síra Magnúsi Helga-
syni, þáverandi kennaraskóla-
stjóra, gömlum virktarvini frá
Odda-árunum. Hann segir þar
eftir nokkur ástúðleg minningar-
orð um föður minn: — „En nti
langar mig, að þakka yður frú
Guðrún, alt, sem þjer hafið verið
honum, skáldinu og prestinum,
um samvistardagana. Þar hafið
þjer sí og æ verið að greiða hon-
um þakkarskuld allra okkar ís-
lendinga, og fyrir það stöndum við
allir í skuld við yður. — Hjart-
ans þökk fyrir hvað þjer gjörðuð
það vel!“
— Ef þið góðir áheyrendur vilj-
ið hugsa líkt og síra Magnús í
þessu máli vil jeg biðja ykkur
gjöra svo vel, að heiðra minningu
móður minnar með því að standa
upp.
Svo langar mig enn að segja
þetta:
Um leið og við minnumst móður
minnar — vil jeg biðja ykkur, að
minnast sameiginlegrar móður
okkar allra, fósturjarðarinnar.
Mjer finst faðir minn hvísla að
mjer, að gera það fyrir sína hönd
með þessum orðum Breiðafjarðar-
skáldsins, fyrirrennara hans, —
Eggerts Ólafssoar, sem sagði:
ísland ögrum skorið
jeg vil nefna þig,
sem á brjóstum borifð
og blessað hefir mig,
fyrir skikkan skaparans
blessað vertu
blessað sje
blessað nafnið hans“.
Lifi fósturjörðin.
Góður reki.
Fyrir nokkru geisuðu óhemju
stormar hjá New Foundlandi og
skolaði þá sjórinn þar víðsvegar
á land, fjölda mörgum tunnum og
kössum af whisky. Bændur kept-
ust við að ganga rekana og ná í
þennan dýrmæta feng.
Þetta whisky er frá banndög-
unum, þegar smyglarar kusu held-
ur að fleygja áfenginu fyrir borð
heldur en láta varðskip stjórnar-
innar taka það af sjer, og sæta
sektum að auki.
Yfiiwöldin hafa boðið bænduin
og fiskimönnum stórfje fyrir að
afhenda drykkinn, en þeir hafa
verið tregir til þess.