Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1935, Side 5
LESBÓK MORGUNBLABSINS
373
„Bukarest er eina borgin þar
sem menn hlæja enn af öllu
lijarta“, segir Poul Morand.
Hann hefir rjett að mæla.
Bukarest er fremst, skrautleg-
ust og þar er fjörugast líf í öll-
um höfuðborgum Balkanríkjanna,
enda þótt hún sje austust. Belgrad
kappkostar að verða evropeisk
stórborg, Sofia hefir ekki gert
neina tilraun til þess — Bukar-
est er orðin það fyrir löngu.
Er Bukarest þá gömul og fögur
borg? Hún hefir eyðilagst í jarð-
skjálftum, eldi og af ránum, svo
að það er ekki mikið eftir af því
gamla. Carol I. af Hohenzollern
hefir sett sinn svip á borgina. Nú
er alt bygt í funkisstíl, eins og í
öllum nýtísku borgum. Og mikið
er bygt. Alla þá peúinga, Isem
Rúmenar geta ekki flutt úr landi
nota þeir til þess að byggja fyrir.
Og nóg er landrýmið. Borgin er
að flatarmáli jafnstór París. Þar
eru 700.000 íbúar, og þeim fjölgar
stöðugt. En Búkarest er líka
höfuðborg Stór-Rúmeníu, þar sem
nú eru 20 miljónir íbxia.
Hjá Athenée' Palaee getur að
líta svip borgarinnar, alveg eins
og hjá Palace í Madrid. Stjórn-
málamenn stinga saman nefjum,
blaðamenn 'sitja um menn til þess
að ná tali af þeim, þar eru haldn-
ar ráðstefnur og ste'fnumót, þar
fær maður besta viðkynningu af
þessari þjóð, sem bæði er bjart-
sýn og svartsýn, eú aldrei smá-
smugleg. Þar finnur maður, að
maður er í latnesku ríki.
Og svo held jeg út í Calea
Victoriei, í brennandi sólskini,
sem blindar mig nærri því eins
og alt litaskrautið, sem geisl-
arnir falla á.
f þessari þröngu götu, sem nær
frá konungshöllinni til þjóðleik-
hússins, iðar ótölulegur manngrúi
fram og aftur. Og hvar sjest
annað eins litasafn?
Fólkstraumurinn fer ekki að
Konungshöllin í Bukarest.
eins eftir gangstjettunum, heldur
einnig eftir götunni sjálfri. Það
er rjett sVo að bílarnir komast
áfram, og láta þeir þó til sín
heyra. Það eru „lúxusbílar",
Hispano Suisa og Rolls Royce, dýr
ustu bílar í Evrópu, en á milli
þeirra koma hestvagnar, sem
minna á, að þrátt fyrir alt e'r
maður á Balkan, og ekki langt frá
Rússlandi. Hestamir eru með
rauða slaufu í enninu, til verndar
gegn „illum augum“. Á ökusætun-
um sitja „ökuþórarnir" í drag-
síðum flauelskápum og með
breitt belti um sig miðja. Þetta
eru hinir nafnkendu „museals“.
Þeir era allir úr einkennile'gu
trúarfjelagi og geldingar, sam-
kvæmt lögum þess fjelags. En
þeir eru þó heimilisfeður og eru
ekki geltir fyr en þeir hafa átt
eitt bam.
Bukare'st er nafntoguð fyrir það
hvar þar sje fagrar konur. Þær,
sem maður mætir á Calea Victoriei,
eru af öllum sauðahúsum, og
margar af þeim eru því of mikið
málaðar, en flestar eru með svört
augu, svart hár, fallegt hörund,
fallega fætur og bera sig eins
og drotningar. Hattar þeirra
svara vel til hinna óteljandi ein-
kennisbúninga, sem sjá má í göt-
unni. Daglegir einkennisbúningar
rúmenskra liðsforingja eru mjög
skrautlegir, þó tekur yfir þegar
þeir fara í sparibúningana —
eins og á afmæli konungsins
um daginn. Og þeir kunna að
bera einkenningsbúninga, ekki
síður en hinir ítölsku frændur
þeirra!
Yfirleitt má sjá mynd auðlegð-
ar og óhófs í Calea Victoriei,
þegar mest er þar um fólkið, en
þó skýtur þar víða í tvö horn:
Þar eru berfættir blaðasalar í
ógurlegum görmum og með háar
skinnhúfur á höfði. óþriflegar
Sigaunakonur með sígarettu upp
í sjer ög blóm í höndum.
Búkarest er, miklu fremur en
Búdapest, borg Sigaunanna. Þang
að komu þeir á 13. öld, hamingj-
an má vita hvaðan, ef til vill frá
Egyptalandi, frá Ural, eða frá
Indlandi. Lengi voru þeir þrælar,
en fyrir hundrað árum var þeim.
veitt frelsi að nafninu. Enn eru
þeir þó hin fyrirlitna mannfjelags
stjett, ekki vegna þess að þeir
klæðast í litsterka larfa eða í
pokadruslur, ekki vegna þess að
þeir voru út af fyrir sig og unnu
þau verk, sem engir aðrir vildu
líta við, heldur vegna þess að þeir
voru af öðrum kynþætti.
Sigaunar skiftast í ýmsar
stjettir: hljóðfæraleikendur eða
„lautari" (menn, setn syngja
heillásöngva, eins og hinir suð-
frönsku troubadorar), „oursaris"
eða bjamatemjarar, og „lingur-
ari“ eða málmsmiðir, sem gera
við potta og pönnur og smíða
pjáturmuni.
Yfir Sigaunum er konungur,
Mikael II., sem kosinn var fyrir
tveimur árum á ráðstefnu skamt
frá Varsjá. Þar greiddu fulltrú-
arnir atkvæði með fingraförum.
Konungurinn er á sífeldum flæk-
ingi, en he'fir fulltrúa í hverju
landi. Hann hefir nú í huga að
safna öllum Sigaunum saman og
fá leyfi Breta til þess að þeir
megi stofna sitt eigið ríki á bökk-
um Ganges í Indlandi.