Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1935, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
379
Hungursneyð f Noregi á 18. öld.
Eftir S. K. Steindórs.
18. öldiri var viðburðaríkur o"
erfiður tími víðar en lijer í Is-
landi. Nokkru fyrir miðbik aldar-
innar var mikil hungursneyð og
mannfellir í Noregi. Noreprur var
á þeim tíma eitt af löndum Dana-
konunfrs, o<r varð að sumu leyti
að sætta si" við svipuð örlög og
í.sland.
I kornlögunum norsku, sem
gengu í gildi 1735 og giltu alt
til 1771, má greina nokkurn
skvldleika, með einokunarlöggjöf-
inni íslandi til handa, enda voru
báðar þessar tilskipanir frá sömu
rótum runnar. í kornlögunum var
Norðmönnum bannað, að viðlögð-
um refsingum, að kaupa kornmat
frá öðrum löndum en Danmörku.
án tillits til verðs eða vörugæða,
enda ur&u kornlögin Norðmönn-
um til mikils tjóns og ógæfu.
Árið 1741 sögðu Svíar Rússum
stríð á hendur. Höfðu Frakkar
róið undir bak við tjöldin, af ótta
við aukin völd Rússa í Evrópu.
Samkvæmt gömlum vináttusamn-
ingi, bar Kristjáui VII. konungi
Danmerkur og Noregs, skylda til
að veita Rússum liðsinni. Svíar
báðu Danakonung einnig hjálpar
en ^úldu þó ekki heita neinum
skuldbindingum um fríðindi fyrir
aðstoðina, og ákvað Kristján kon-
ungur VII. þá að verða hlutlaus
í þessari deilu.
I desember 1741 komst Elísa-
bet, dóttir Pjeturs mikla og
Katrínar I. til valda í Rússlandi.
Hún var í móðurætt af húsi og
kynþætti „Gottorpanna" og því
líklegt að hún myndi styðja þá.
Varð Dönum því Ijóst að aflríð-
ingin af því, myndi verða sú, að
vinátta milli Dana og Rússa,
væri vart hugsanleg eftir það.
Friðrik I. konungur Svíþjóðar
var barnlaus. Nokkru áður en
stríðið milli Rússa og Svía braust
út hafði komið til tals, að kjósa
ríkiserfingja fyrir Svíþjóð. —
Kristján konungur VII. lagði
mikla áherslu á að Friðrik krón-
prins, sonur lians, yrði kosinn.
Margir Svíar voru hlyntir því, og
álitu að skandinavisk sameining
á þeim grundvelli, myndi styrkja
aðstöðu þeirra gagnvart Rússum.
En aðallinn í Svíþjóð var mótfall-
inn slíku bandalagi, og var sú
stefna óspart studd af sendi-
mönnum Frakka, óttuðust þeir að
slíkt samband mvndi veikja að-
stöðu þeirra til íhlutunar um
sænsk málefni.
En Kristján konungur VII.
vænti þess fastlega, að Frakkar
myndu stuðla að kosningu Frið-
riks sonar síns, til ríkise'rfða í
Svíþjóð, og endurnýjaði gömul
vináttusambönd við Frakka í
þeim tilgangi. Samtímis voru
gerðir verslunarsamningar milli
landanna, og áttu Danir að njóta
sömu verslunarhlunninda í Frakk-
landi og Niðurlendingar höfðu
liaft.
Brátt kom þó að því, að Danir
sáu að þéim hafði skjátlast. Sendi-
menn frönsku stjóruarinnar í
Svíþjóð, heldu áfram að vinna á
móti kosningu danska krónprins-
ins. Samt tókst sendimönnum
Danakonungs að vinna þessu máli
mikið fylgi, einkum meðal bænda
í Suður-Svíþjóð og meðfram
norsku landamærunum. En kosn-
ingaundirbúningur þessi varð
Dönum samt nokkuð dýr, að
sögn.
Stríðið við Rússa hafði orðið
Svíum óhagstætt. Rússar ruddust
lengra og lengra inn í Finnland.
Tóku Svíar þá upp á því, til að
vinna hylli Elísabetar Rússadrotn-
ingar, að þeir kusu Karl Peter
Ulrik. sem var af ætt „Gottorp-
anna“ fyrir ríkiserfingja Svíþjóð-
ar, til þefes að takast mætti að
komasf að viðunandi friðarsamn-
ingum, svo að þeir fengi að halda
sem mestu af Finnlandi. En um
svipað leyti og sænska þingið
hafði kosið Karl Peter Ulrik, til
ríkiserfða í Svíþjóð, hafði hann
verið útnefndur rílriserfingi Rúss-
lands, og urðu Svíar því að kjósa
upp á ný. Lögðu Danir nú enn
meira -kapp en áður á, að Friðrik
krónprins vrði kosinn. Bændurn-
ir fylgdu honum að málum, en af
ótta við Rússa beitti aðallinn sjer
fyrir því, að Adolf Friðrik, af
„Holstein Gottorp“ ættinni, var
kosinn.
Þessi málalok vöktu mestu
gremju í Kaupmannahöfn. Enda
var varla við öðru að búast. Alt
virtist benda til þess, að áður
langt um liði. myndi ættingi
,,Gottorpanna“ setjast í liásæti
Rússlands, og myiuli liann senni-
lega gera tilkall og kröfu til
danskra landa, og í básæti Sví-
þjóðar myndi annar ,,Gottorpari“
setjast, og koma með slíkar kröfur.
Kristjón VII. vildi fara með
stríð á hendur Svíum, og ógilda
þessa kosningu til : iKÍserfðanna.
. 1 Noregi voru erfiðir tíinar, eink-
um voru árin 1740—1743 tilfinnan-
leg. Kornið á ökrunum náði e'kki
fullum þroska, vegna óhagstæðr-
ar veðráttu, og varð því almenri
neyð og bjargarskortur.
Haustið 1742 var ástandið hið
ískyggilegasta. Þá ljet Kristján
konungur VII. boð út ganga, og
Ijet kalla saman norska herinn, og
búast til innrásar í Svíþjóð, til að
hefna vonbrigðanna í sambandi
við ríkiserfingjakjörið í Svíþjóð.
Herinn var um 10 þús. manna,
og voru herdeildirnar á Austfold
um veturinn. Ekkerf varð þó úr
hinum fyrirhugaða ófriði við
Svía, sökum þess að Danir treystu
sjér ekki, þegar á átti að herða.
Þó ekki yrði úr ófriði í þetta
skifti, hefir stríðsundirbúningur
þessi þó hlotið nafn í munnmælum
og annálum, og kallast „Rauð-
berjastríðið" sökum þess, að talið
er að hérmennirnir hafi naumast
haft annað sjer til matar en rauð-
ber og viðarbörk, sem þeir tíndu í
fjöllunum.
I gömlum plöggum, seto eru
geymd í norskum skjalasöfnum,
er gjörla greint frá því, hversu
neyðin og skorturinn hefir verið
átakanlegur, bæði hjá hermönnun-
um og bygðafólki á Austfold.
De Seve, majór, skrifar 24.
apríl 1742, eða nokkrum mánuð-