Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1935, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
381
, Þegar kappakstur á bílum er lialdinn erlendis, er það nú orðin venja að hafa markið brenn-
andi trjágirðingu, sem bílarnir eiga að brjóta. Sá bíll, sem fyrstur ræðst á eldinn, befir sigrað.
voru fæðingar 2580 e'n dauðsföll
14011.)
Sóknarpresturinn í Trojstad
nafngreinir 80 manns, sem dóu
það ár úr bjargarskorti. Hjer
verða aðeins fá dæmi tilgreind:
„Andreas Svensen á Timmer-
holm, dó úr hungri, hann hafði
árangurslaust reynt að fá vinnu
og mat. Sania dag dó barn hans af
sömu orsök. og daginn eftir dó
bróðir hans, Knut Svensen, einn-
ig úr hungri“.
„Á Kasserud dóu 2 börn, 8 ára
gamall drengur og 7 ára göniul
telpa. 1 7 vikur samfleytt höfðu
þau ekki fengið aðra næringu en
mjöl úr trjáberki".
„Haakon Myraas, lifði um nokk-
urt skeið á trjáberki, ásamt konu
sinni og börnum, svo dó hann og
börnin, en konan lifði".
Sóknarpresturinn í Askim til-
færir einnig allmörg dæmi:
„Hans Holterhytte, hermaðiir 34
ára að aldri, sagði við mig þegar
jeg þjónustaði hann, tveim dög-
um áður en hann dó: „Nií hefi jeg
svo lengi borðað trjábörkinn, að
jeg get ekki melt liann lengur“.
Fógetinn á Aremark skrifar:
„Thor Iversen, húsmaður, fanst
dauður úti í skógi, við hlið hans
var lítill poki, sem hann var búinn
að tína í þó nokkuð af fölnuðum
skógarlaufum“.
Þannig væri hægt að lialda á-
fram, en af þeim dæmum sem þeg-
ar hafa verið tilfærð. er auðsætt,
að það er ekki af gamansemi eða
hótfyndni, að stríðs undirbúning-
urinn árið 1742, var kallaður
„rauðberjastríðið“.
Á safni Árna Magnússonar í
Kaupmannahöfn, er lítill trjekassi,
svipaður og bók í laginu. Titillinn
er: „Bibliotheca realis necessitatis
ultimæ Norveg no. 1742“.
f kassa þessum eru 10 smápakk-
ar, með sýnishornum af hinum
ýmsu tegundum af barkarmjöli og
þessháttar, sem fólk varð að leggja
sjer til munns. á þessum hungur
árum.
Þar er barkarmjöl úr furuberki,
hálmmjöl úr riighálmi, mjöl vir
þurkuðum rótum og þurkuðum
niosa o. s. frv. .
Á blaði sem er límt á lok kass-
ans, er vísa á dönsku, er innihald
hennar á íslensku þannig:
„Þii, sem þetta sjerð, ættir að
forðast óhóf og misnotkun. Neyttu
þess með þakklæti og í hófi sem
guð gefur þjer, þá mun hann sjá
um að það blessist“.
Á þessum hungurárum í Nor-
egi, var allmikið af kornvöru sent
þangað frá Danmörku, en eins og
þegar hefir verið sýnt, hrökk það
þó ekki til. Og árið 1742, voru al-
menn samskot í Danmörku, til
þess, ef unt væri, að draga vir
hörmungunum í Noregi. Konung-
urinn gaf 3 þúsund ríkisdali, en
drotningin 1500. Alls söfnuðust í
Danmörku um 20 þúsund ríkis-
dalir, og var þeim peningum út-
hlutað meðal þeirra sem bágast
áttu. Voru 20 þúsund ríkisdalir
gífurlega mikil fjárupphæð í þá
daga, og ber gjörla vott um rausn
og bróðurhug Dana. gagnvart
bágstöddum frændum.
Hann: Það er skrítið, en menn
fullyrða að heimskustu mennirn-
ir fái altaf fallegustu konumar.
Hún: Nei — nú slærðu mjef
gullhamra,