Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1935, Side 7
LESBÓK MORGUNBLABG:::" 383
Laugardaginn 19. og snnnudaginn 20. október, geisaði ofveSur í Norðursjónum. Fórust mðrg
skip og sum með allri áhöfn. Óveður þetta er eitt það mesta, sem komið hefir í mörg ár.
Á myndi-nni sjest gufuskip sem strandaði á strönd Suður-Englands.
Ferstjörðin í eldi?
í bók eftir enskan stjörnufræð-
ing, dr. Spencer Jones („Worlds
Without End“) er talað um hin-
ar nýju stjörnur, sem blossa
skyndilega upp og springa. Er
nokkur hætta á því að þannig
fari um sólina ? Það er ekki loku
fyrir það skotið, segir dr. Spence'r
Jones, og þá mun jörðin farast í
eldi, og máske gleypir sólin hana.
Það getur vel verið að nokkrar
miljónir ára verði þangað til, en
það er ekki nema stuttur tími í
sögu stjarnanna.
Líf á öðrum stjörnum.
Á öðrum stað í bókinni segir
hann að allar líkur sje til þess að
bygð sje1 á öðrum stjörnum en
jörðunni. Þó hyggur hann að
engin bygð sje á Mars, og hinir
merkilegu „skurðir“ þar geti ekki
verið handaverk lifandi vera. Á
Mars er 50 stiga frost á Fahren-
heit á kvöldin og 130 stiga frost
á nóttunni og við þau skilyrði
muni lifandi verum erfitt að búa.
Trygpgaríje frarabjnöenda.
Árið 1918 var það lögtekið í
Englandi, að enginn mætti bjóða
sig fram til þings, nema hann
setti 150 Sterlingspunda (rúm-
lega 3300 kr.) tryggingarfje í
bankaseðlum, eða ávísun, ef hún
er tekin gild. Þetta var gert til
þess, að hinir og aðrir „skarfar“
væri ekki að bjóða sig fram. Auk
þess verður hver frambjóðandi að
hafa 8 þingmenn, sem meðmælend-
ur. Sá frambjóðandi, sem ekki fær
áttunda hluta greiddra atkvæða í
kjördæminu, missir tryggingarfje
sitt. Þeir, sem hafa meira fylgi, en
ná þó ekki kosningu, fá trygging-
arfjeð endurgre'itt þegar að kosn-
ingu lokinni, en kosnir þingmenn
fá það ekki endurgreitt fyr en
þeir hafa unnið eið að stjórnar-
skránni. Við næst seinustu kosn-
ingar töpuðust 12,600 Sterlings-
pund af tryggingarfje, eða um
300 þús. kr.
Við seinustu kosningar voru
frambjóðendur um 1300, og alt
tryggingarfjeð um 200 þús. Ster-
lingspunda.
Ófriðarminningar
um jafnaðarmenn.
í kosningabaráttunni í Eng-
landi um daginn, var Mr. Winston
Churchill að halda ræðu í Ching-
ford í Essex. Var hann að tala um
það, að hinum megin við Norð-
ursjó væri 65 miljóna þjóð, sem
vígbyggist í óða önn.
Þá greip einhver fram í:
— Verðið þjer nú ekki hrædd-
ur aftur, Mr. Churchill.
Hann svaraði:
— Það er betra að óttast nú,
heldur en þegar hættan er skollin
á. Nú koma socialistar og segja:
„Verið ekki að hræða okkur“.
Vinur minn hefir sagt mjer frá
því, að þegar Þjóðverjar gerðu
loftárásir á England í stríðinu, þá
var ekki hægt að komast í skjól
fyrir socialistum, sem þyrptust
þangað eins og rottur. Og er þeir
komu út næsta morgun, þá spurðu
þeir: „Hvar er nú flugher Breta?“