Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1936, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1936, Blaðsíða 2
18 LBSBÓK MORQ-UNBLAÖSINS Hann kvað já við því, þ. e. s. 9. á karlmannastofurnar. •Tef; fylgdist með læknunum inn í hælið og inn á stofu nr. 1, setn er á neðstu hæð vinstra megin við aðaldvmar. Þar var fvrir annar aðstoðarlæknir hælisins. frk. María Hallgrímsdóttir, yfirhjúkrunar- kona, frk. Guðmundína Guttorms- dóttir og tvær aðrar hjúkrunar- konur. Mjer var fenginn hvítur kvrtill að fara í. og síðan hófst stofugangan. Stofugangan. •Teg kunni illa við mig í hvíta sloppnum. og var vandræðalegur eins og fermingardrengur. sem ekki veit hvað hann á að gera við hendurnar á sjet. Dvrnar á nr. 2 lukust upp. Þar lágu 8 karlmenn, sem í fljótu bragði virtist ekki veikindale'gir. Augu þessara manna tóku kyn- legum brevtingum við komu lækn- anna — því á hverjum morgni hafa þeir einhver ný tíðindi að flytja sjúklingum sínum. Einn hefir von um að mega fara á fætur í dag — eú það get- ur líka verið, að hann verði lát- inn liggja nokkra daga enn. Ann- ar vonast eftir að fá lengda fóta- vist sína — skyldi það verða í dag? Þriðji, sem hafði fulla fóta- ferð var ekki laus við smávegis kvef — ætli honum verði ekki sagt að liggja? Og hvenær kemst hann þá aftur á fætur. Einhverjar þessu líkar spurn- ingar fanst mjer mega lesa úr svip margra. En örvggið og viss- an lýsti úr andlitum annara. Þeir vissu fyrir víst, að þeir áttu að liggja og hinir að þeir ættu að fara á fætur — ef ekki strax, þá eftir klukkutíma eða lengur — því fótaferð sjúklinganna er í fjórum stigum eftir hfilsu þeirra og þoli. En eitt er víst, að sje enginn hafragrautur, engin brauðsúpa nje skyrhræringur á borði sjúklings- ins. áður en kl. er hálf níu. þá á hann að sjást í borðstofunni inn- an skamms. Við höfðalag hvers sjúklings hangir hitatafla, sem með svartri brotlínu sýnir blóðhita hans und- anfarna daga. Fyrir stofugöngu tekur hver sína töflu og leggur á mitt rúmið til hægðarauka fyrir læknirinn þe'gar lxann kemur — og kveður upp dóminn, um legu eða lengri fótavist. Við þutnm stofu úr stofu, því þessi eftirlitsferð læknanna verð- ur að ganga fljótt. Annað bíður ásjár þeirra og liðstvrks. Hver sjúklingur hefir hevrnar- tól við koddahomið og getur hlustað á útvarp hvenær sem hann vill. Sá jeg þrjá nnga menn. sem hlustuðu með athvgli á mála- kenslu útvarpsins og heldu á náms bókum framan við sig upp undan teppinu. f lok stofugöngunnar var farið um barnadeildina. og lágu þar 15 böm og 8 unglingar á fjórum stofum. — Þar var mjög líflegt að koma — því börnin eru vfirleitt með fullu fjöri. Lítill dreúghnokki, á að sriska þriggja ára. sat uppi og ljek sjer að tindátum. Hvort mundir þú heldur vilja lána ftöl- um eða Abyssiniumönnum her- mennina þína? spurði læknirinn hann. Abvssiniumönnum -— bara Abvssiniumönnum. var svarið. Morguuverður. Þegar stofugangan er eiti hefst morgtmverður kl. 8,30. Getur fólk þar ráðið því hvort heldur það vill brauðsilpu, hafragraut eða skvrhræru með mjólk, rúgbrauði og franskbrauði. Eftir morgunverð er sjúkling- um ekki sett neitt sjerstakt fvr- ir til kl. 10.30. nema hvað 8 þeirra eru skoðaðir inni á nr. 1. Skoðunin. Hver sjviklingur hefir tölusett- an „journal". sem mánaðarlega er yfirfarinn, aukið við og breytt eft- ir brevtingum sjúkdómsins. Þetta ,,jonmala“-eftirlit fe*r fram dag- lega á lækningastofnnni kl. 0. Þegar sjúklingurinn kemur inn framvísar hann-hitatöflu sinni og svarar nokkrum stuttum spurning- um, sem fyrir hann eru lagðar — t. d. uppgangur? uppgangur og hósti? meltingin góð? o. s. frv. Þessum spurningum svarar sjúk- lingurinn skýrt og skorinort, eins og hann væri búinn að æfa sig á þeim í heilan mánuð, eða síðan að hann var skoðaður síðast. Næst færir sjúklingurinn sig úr skyrtunni, sest í háan stól á miðju gólfi og hefir skemil við fæturnar. f upplýstan kassa á ve'ggnum er látin röntgen-mynd sama sjúklings, sem læknarnir virða fvrir sjer áður en hlustunin hefst — en þegar henni er lokið. er fært inn í „journalinn“ ]>að, sem hún leiddi í ljós. Sjúklingur- inn færir sig í skvrtuna, tekur hitatöflu sína og gengur út. Ann- ar kemur inn — sagan endurtek- ur sig. Á nr. 1, eftir skoðun. Þegar skoðuninni er lokið, hefj- ast aðgerðir ýmsar á læknastof- unni. Hinar algengustu eru: loft- dælingin, sem er í því fólgin að ákveðnu rúmtaki af lofti er þrýst inn í lungu sjúklingsins, og „gull“- gjöfin (Sanoerysin) sem allmikið er farið að nota á síðustu árum — og að sögn vfirlæknisins virðist „gullið" í æðimörgum tilfellum vera til bóta — þó árangurinn sje enganveginn einhlítur. Fyrsti „pokatími" dagsins. Frá 3.30—10,30 eru sjúklingar ,.á göngu". þ. 'e.' a. s. þeir ganga titi — en að' hrevfa sig í góðu lofti, 'án þess að mæðast eða verða kalt, er ein fyrsta og höfuð-ke'nn- ing berklalækninganna. En klukk- an hálf éllefu hefst fvrsti skála- fíminn, af' þremur. Allir, sem í skálann eiga að fara, 'búa 'sig fyrsf sjerléga vel — belst í eitthvað gamalt — því föf fara illa í 'pokunum og verða óhæf til hvérsdagslegra nota. Þegár öllúm nauðsynlegasta undirbúningi ér lokið, levsir poka- búinn af sjer skóná. smokrar sjer ofan í pokann. breiðir yfir sig teppin, hag'ræðir undir höfðinn á sjer og léggur sig svo útaf. Við ' hve'rf skálarúm er útbúnaður til þess að sjúklingarnir geti haft með sier út hevrnartól sín. er þeir hafa á herbergjum, og hlýtt á út,- varp ef þeir óska. f borðstofunni. Klukkan 11,30 er legutímanum lokið. Þá fe.r ,,pokafólkið“ inn, skiftir um föt og býr sig undir að borða — alla langar í matinn! Kl. 12 e'r hringt — og á svip- stundu fyllist borðstofan af bros-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.