Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1936, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1936, Blaðsíða 4
20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Fólk er hrætt við okkur — en guði sje lof, oftast að ástæ'ðu lausu! Við þolum ekki alla vinnu og þá er ekkert með okkur að gera! Það er um framtíðina — ekki samtíðina — sem döprustu hugsanir sjúklingsins snúast um. Annars er hjer mikið gert til að draga hugann frá því dapra til hins bjarta og gleðiríka — það er líka eina leiðin til að verða heilbrigður! Við höfum okkar bókasáfn, sem telur um 3 þús. bækur. Bækur þessar eru mikið lesnar, {>ví lijer er margt af bókgefnu og fróðleiksfúsu fólki. Taílfjelag er hjer og starf- andi og mikið teflt, bæði innan heimilis og eins senda stundum skákfjelög úr nágrenninu hingað flokka manna til að tefla við okkur. — Við höfum hjer líka „Kroeket“-fjelag á sumrin — en ein besta suinarskemtun sjúkling- anna eT að sigla á Vífilsstaða- tjörninni og höfum við til umráða 2 báta, sem hvor rúmar 10 manns. Þetta er ljett og skemtileg íþrótt og hættulaus, því vatnsdýpi ei' svo lítið. — En langar sjúklingana, sem hafa fulla fótaferð, ekki til að hafa eitthvað fyrir stafni? — Jú, stúlkurnar vinna mikið, þær sauma út, hekla og prjóna — og margar sýna á því sviði frábæran dugnað. Margir eru hjer og hagleiksmenn og langar til að smíða, og hefir plássleysi lengi háð hjer þeirri iðn — en nú hafa piltar fengið gömlu línstroku- stofuna, uppi á háalofti fyrir smíðastofu. Það er að vísu ekki stórt, og áhaldalaust og á óhent- ugum stað í húsinu, en það hefir þó orðið mörgum áhugasömum piltum til gagns og ánægju. * Eftir fyrri heimsóknartíinann hefst aftur „útiganga“ sjúkling- anna — en kl. eiga allir að vera skriðnir ofan í poka sína aftur út í skála, og nefnist það þagnartími — því þá má enginn segja orð við fjelaga sína. Tíu mínútur fyrir hálf fjögur er risið úr pokum, og hálffjögur þyrpast allir inn í borðstofuna til kaffi- drykkju. Ný stofuganga og annar heimsóknartími. Þegar komið er úr kaffi er venju fremur margt á göngum Vífilsstaða. Foreldrar, systkini, eiginkonur, eiginmenn, frændfólk og vinir eru komnir með blóm- vendi, konfektöskjur, eplapoka, hárvatnsglös, bók — eða eitthvað annað, sem þegið er með þökkum. Samtöl á göngum og inn á her- bergjum, frjettir að heiman og svo hlý handtök, kveðjur og árn- aðaróskir — og að lokum: Hve- nær kemurðu næst? Þannig lýkur heimsóknartíman- um — gestirnir hverfa, og sjúkl- ingarnir líka. Þeir eru farnir á þriðja og síðasta göngutíma dags- ins, en eftir það kemur síðast „pokatími“, er lýkur kl. 6 Á sjötta tímanum fara læknarn- ir aftur stofugang til þeirra er ekki hafa fótaferð og er henni lokið um líkt leyti og síðasta legu tíma fótafeTðar sjúklinganna. Þá er dagsverki læknanna lokið, nema eitthvað sjerstaklega standi á. Eldhúsið. Sjúklingunum er lagt það ríkt á hjarta að borða vel — en til þess verður að elda mikinn mat og góðan. Allán hita og þunga dagsins, hvað mat og matargerð snertir, hefir ráðskonan, frk. Jór- unn Jónsdóttir, með höndum — og mun það hvorki ljett verk nje' umfangslítið, því einn verður að nærast á þessu og annar á hinu. Allur matur er gufusoðinn í eld- liúsinu og fluttur í luktum, raf- knúðum lyftum upp í býtibúrin, sem er eitt á hverri hæð, til að bera þeim mat er liggja — en stærst er búrið framan við borð- stofuna. Vestan við eldhúsið eru brauðgerðarstofur hælisins og kökugerð, en inn af því er borð- stofa starfsfólksins — rauðmáluð og húsgögn öll í sænskum sveita- stíl. Kvöldverður — hátta- tími. Kl. 7 er sest til kvöldverðar og nú eru færri í borðstofunni, en voru við kaffið — því fótavistar- tíma sumra er lokið. Ekki er sjúklingum sett neitt sjerstakt fyrir, eftir kvöldverð — en fimtán mínútum fyrir níu skulu allir vera komnir inn á her- bergi sín og er þá gengið til hvílu. Aftur nótt! Rangar hugmyndir. Stundum heyrir maður því fleygt, að sjúklingar á Vífilsstaða hæli sjeu óreglusamir og svíkist um og brjóti settar reglur, hve- nær sem þeir sjá sjer færi. Jeg spurði yfirlækni og yfir- hjúkrunarkonu um álit þeirra á þessu. Töldu bæði að hjer væri um rangan orðróm að ræða, er ætti rót sína að rekja til einstakra brottskráðra sjúklinga, sem eftir á hældu sjer af því að hafa brotið allar siðferðislegar og heilsufræðis legar reglur hælisins — neytt á- fengis, farið í bíltúra og stolist til Reykjavíkur — ]>rátt fyrir það, að þeim hefði aldrei komið slíkt í hug meðan þeir voru hjeT. Það er mannlegur breyskléiki að Sjúklingar að leggja á stað í siglingm

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.