Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1936, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1936, Blaðsíða 6
22 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ug, eu það mátti sú eldri ekki vita. Þannig leið veturinn eins og í ljúfum sœludraumi fyrir Guð- mundi, og fram á sumarið. En svo vissi hann ekki fyr til en sú upp- götvun dundi yfir hann eins og þruma úr alheiðu lofti, að maður konunnar kom heim. Hann var skipstjóri á stóru barkskipi, og hafði verið í Vesturindíaferð svo missirum skifti. Guðmundur þorði þá ekki að vera þar lengur. Skildi hann í snatri við þær mæðgur og fór til sjós. Hafði hann oft verið í Englandi. Ljet hann drjúgt vfir því við mig, að hann væri þar trúlofaður ríkri stúlku, og mundi helst fara þang- að frá Danmörku við allra fyrsta tækifæri. í sjávarháska. . Vorið, eða seint um veturinn næsta áður en Guðmundur kom til íslands, var hann háseti á sænsku skipi með timburfarm. Fengu þeir aftaka slæmt veður svo dægrum skifti. En eT veðrinu var heldur farið að slota, en sjó- rót allmikið, lentu þeir í nátt- myrkri npp á blindsker. Laskaðist skipið mikið og sat fast á skerinu. Þegar birti af degi sáu þeir til lands. Það var í Svíaríki. Sagði skipstjórinn að hann ætlaði að reyna að komast tii lands á skips- bátnum, því að það væri skylda sín að láta hlutaðeigandi yfirvald vita um strandið, og helst ef unt væri að fá það til að koma með sjer út á skipið. Var það lögskip- uð regla til þess að geta með full- um rjetti krafið um ábyrgðargjald fyrir skipið og farminn. „En ekki má skipið vera mann- laust, meðan jeg er í iandi“, sagði hann, „því að þá er það alveg úr minni umsjá, og gæti hver sem vildi lvst það sína eign. En nú er það svo lagað, að jeg hefi ekki vald til að skipa neinum sjerstök- um að vera eftir. En jeg borga þeim 16 spesíur (64 krónur), sem tekur það að sjer. Jeg kem til baka eins iljótt og mögulegt er, máske í kvöld, en sjálfsagt snemma á morgun“. Allir þögðu og leit út seta enginn vildi sinna þessu tilboði og fría svo skipstjórann vand- ræðum. Sagði Guðmundur að sjer hefði sýnst það löðurmannlegt, og ólíkt gömlum Islendingmn, sem fúsir voru að leysa vaudræði ann- ara, og öfluðu sjer þannig fjár og frægðar meðal framandi þjóða, svo hann sagði við skipstjórann, að sjer væri sama þótt hann yrði eftir. Þá glaðnaði yfir skipstjóra og kvað liann það vera' drengilega mælt. Síðan fór skipstjóri og menn hans til lands, en Guðmundur var einn eftir. Þegar kom lengra fram á daginn batnaði veðrið og lægði sjórótið. Jafnframt minkaði ruggið á skipinu, svo Guðmundur var vongóður og hughraustur. — Nóg var þar af mat og drvkk, og með því að hann liafði engu öðru að sinna en að láta sjer iíða eins vel og hægt var, þá tók liann sjer ríflegan skamt af hvorutveggja, einkum af víninu, kvað og söng og var hinn kátasti, uns hann sofnaði út af seint um kvöldið. Milli heims og heljar. Snemma morguninn eftir vakn- aði Guðmundur. Var hann tölu- vert rykaður, en tók þó fljótlega eftir því, að skipið ruggaði miklu meira en daginn fyrir. Hvarf iir honum víman og reis hann á fæt- ur sem skjótast og leit til veðurs. Var vindur allmikill og sjógangur, og þess engin von að bátur kæmi úr landi í því líku, eða jafn vel verra sjólagi. Sagði hann að sjer hefði nú ekki farið að lítast á blik una, og það því frekar sem sjó- rótið versnaði er á daginn leið, ekki að hann væri hræddur, en áleit að þetta væri sjálfskaparvíti. Hann sá að skipsbotninn lestist, meir og meir svo sumt af trjá- viðnum flaut út, en brimskaflarn- ir köstuðu skipskrokknum til og frá. Litla lyst hafði hann á mat um daginn, en enga á víni. Sagð- ist hafa hugsað sjer að taka hverju sem að höndum bæri með óskertum sönsum og karlmanns- liugrekki. ITm nóttina var veðrið hjer um bil hið sama, en eftir því sem skipskrokkurinn ljettist og brotn- aði meira, varð ruggið enn stór- kostlegra, svo hann tók það til bragðs seinnihluta nætur, að hann batt sig við stórsigluna, svo livort hann yrði dauður eða lif- andi, að þeir er fyrst kæmu þar gæti sjeð, að hann hefði drengi- lega og svikalaust leyst af hendi sitt hlutverk. Um morguninn snemma fór að lygna og brotsjóana heldur að lægja. Var Guðmundur þá mjög þjakaður og illa til reika, en varð þó heldur vonbetri eftir því sem lengra kom fram á morguninn. Fyrri hluta dags kom skipstjóri úr landi á stórum báti, vel liðuð- um. Varð hann glaður er hann fann Guðmund lifandi, og ljet hjúkra honum eftir bestu föng- um. Hvernig fór um skipsflakið veit jeg ekki, en Guðmundur var með skipstjóranum á landi um hrið. Fekk hann það er honum var lofað og vel það. Skildu þeir sem vinir. En það sagði Guðmund- ur að þess háttar hlutverk skyldi hann ekki taka að sjer annað sinni, hvað sem í boði væri. Flagð undir fögru skinni. Eitt sinn lá skip, sem Guðmund- ur var háseti á, inni í höfn. Ætla jeg það væri í Hollandi. Þar var stór bær; nafn á honum man jeg ekki, óvíst að Guðmundur hafi nefnt það. Hann fekk leyfi um daginn að vera í landi. Varð hon- um víðförult. Hitti hann á leið sinni unga stúlku, mjög gjörvu- lega og ljómandi fallega. Áttu þau tal saman, og samdist svo með þeim, að ef hann kæmi um kvöldið til hennar, mundi hann geta feng- ið að vera um nóttina. Er nú ekki að orðlengja það, um kvöldið fer Guðmundur í bestu fötin sín og í land, á fund stúlku sinnar. Tók hún honum tveim höndum. Hún helt tii í góðu her- bergi. Virtist honum hún gáfuð og í allri framkomu hin skemti- legasta. Veitti hún honum vel og leið svo kvöldið í góðum fagnaði fram að háttatíma. Þá afklæddist Guðmundur og fer upp í rúmið. Stúlkan fer einnig að afklæða sig. Spyr hún Guðmund hvort hann vilji ekki að hún gefi honum glas af víni áður en hún fari upp í rúmið. Guðmundur játar því. Svo hellir hiin á glas og rjettir lionum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.