Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1936, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1936, Blaðsíða 1
 26. tölublað. Sunnudaginn 28. júní 1936. XI. árgangur. TUNGUÐ fellur til jarðar springur sundur I smáagnir og myndar þá Ijósbelti umhverfis jörðina, í likingu við hringa Satúrnusar, I þessari grein birtist spádómur um þaS, hvernig fara mun, þegar tunglið er komiíi of nœrri jörðinni. Frásögnin um þetta er eftir ameríska stjörnufræÖinginn G. F. Morrell og byggir hann þar á útreikningum og spádómum hins fræga stjcirnufræÖings Sir James Jeans. CIR JAMES JEANS segir í bók sinni um alheiminn: — Tunglið veldur nær eingöngu flóði og fjöru í öllum höfum á jörðunni. Það hefir einnig áhrif á hinn fasta kjarna jarðarinnar með þeim árangri að snúnings- hraði jarðar minkar, og sólarhring- arnir eru smám saman að lengj- ast.----- Nú sem stendur hækkar yfirborð úthafanna ekki nema um 90 cm. um flóð, enda þótt mismunur flóðs og fjöru geti sums staðar orðið 21 meter, eins og t. d. í Bay of Fundy, vegna þrengsla þeirra, er landið veldur. En flóðbylgjan, sem tunglið veldur, nægir til þess að hefta sminingshraða jarðar. Sir James Jeans segir ennfrem- ur: — Þessu mun lialda áfram þangað til jörðin og tunglið snm ast með sama hraða. Og þegar svo er komið, mun jörðin altaf snúa eins við tunglinu, þannig að íbú- ar á öðru hveli jarðar sjá tungl- ið aldrei, en íbúamir á hinu hvel- inu munu hafa tunglsljós á hverri nóttu. Og þá er mánuðurinn orð- inn jafnlangur 47 sólarhringum nú. Jeffreys hefir reiknað það út, að þannig muni komið eftir 50.000 miljónir ára, svo að þeir, sem nú lifa, þurfa ekki að kvíða því. En sameinað aðdráttarafl sólar og tungls hefir þá hamlað snúnings- hraða jarðar svo, að jafnframt fær- ist tunglið nær jörðu. Að lokum er svo komið, að vegarlengdin milli jarðar og tungls er ekki nema 20.000 km. í stað þess, að nvi er hún um 384.000 km. Flóð og fjara er þá aðeins á öðru hveli jarðar, nema þau litlu sjávarföll, sem stafa af aðdráttarafli sólar. Tungl- ið verður þá altaf á sama stað og er orðið ískyggilega stórt- að sjá og geigvænlegt. Enda er þá skamt að bíða stærri tíðinda. Þegar tunglið er komið svo nærri jörðu mun aðdráttarafl henn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.