Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1936, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1936, Blaðsíða 3
Seinni vísan. 1. visuorð. Sef skulldar fel ek sialldan (M) Sef skulldur fel ek síalldan (K) 2. sorg eyvita borgar (M) sorg at uita borgar (W) sorg lés uita borgar ({)) sorg lœvita borgar (K) 3. i nid erfi narfa (M) i niðerni narfa (W) nit erft narfa (K) 4. nafn aurvívils drafnar (M) avrui vils drafnar (W) nafn aurmyils drafnar ({}) nazinn aurni ilis drafnar (K) 5. þvi at geirrota gautar (M) því at geir rota gerðar (W) þvi at geiRoto gautua ({)) þvi at geir rotn gatum (K) 6. gnyþins bragar fingrum (M) gnyþings bragar fingrum (U ',K$) 7. rogs at ræsis verkum (M) hroks þeir rœsis verkum (W) roys ad rœsis veigom (K) rogs at rœsis veigom ({)) 8. reifendr mvnu þreifa (M) reifhendr mvnu þreifa (W) reifendr sumir þreifa(K,{)) Eins og menn sjá eru vísurnar skráðar í mörgum handritum, en engum þeirra ber saman að öllu leyti. Stafar það sumpart af mis- lestri, mismunandi stafsetningu og ef til vill stafagerð, en einnig t. a. m. af því, að í öðru vísuorði seinni vísunnar hafa 3 samstöfur (vi- vilis) verið fluttar til 4. vísuorðs, en þaðan aftur 2 atkvæði (vita) til annars ■ vísuorðs. Við þennan flutning hefir metrum orðið rangt og kemur þessi flutningur þannig í ljós. Jeg hefi gildar ástæður til þess að ætla, að upphaflega hafi vís- urnar hljóðað eins og þær verða ritaðar hjer, en rúmið leyfir ekki að jeg telji rök mín fram í þessari stuttu grein. Fyrri vísan: Ókynni vensk ennis ungr þorðák vell forðum haukaklifs at hnykla Hlín þvergnípur mínar LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 203 verðk í feld þat’s foldaT falds kemr í hug skaldi Bergönundar Brúna brátt miðstilli hváta. Orðskýringar: ókynni = það, sem kynnir mann illa; ruddaleg framkoma. Vensk (er frásagnar nútíð) = jeg vandist á. eða hafði í frammi. Hnykla ennis þvergníp- ur == að hykla augabrýnnar, eða ygla sig. Hauka klif = handlegg- ur eða hönd. Vell = gull. Hlín = ásynja. Handargull = hringur, en hring Hlín er kvenkenning. Berg- önundar fold = jörð B.; hún hjet Askur, en það er einnig viðarheiti. Jarðarnafnið er hjer notað sem einn liðurinn til að fela nafn As- gerðar, því að viður heitir einnig ás (sbr. mænis ás). Faldr = bún- ingur, eða gerð (eign.fall gerðar).B. foldar falds = Ásgerðar. Skáld Ásg. = sá, sem um hana yrkir, eða Egill sjálfur. Miðstillir = sá, sem raðar miðunum, eða kemur þeim í línu. Nú myndi Egill e. t. v . nefna það kíki hefði hann sjeð landmæl- ingamenn. Brúni er Óðins nafn. Kík ir Óðins = auga. (Óbundið mál): Forðum vensk ungr ókynni. Ek þorða hnykla ennis þvergnípur mfnar at haukaklifsvell — Hlín; es þat kömr í hug skaldi Bergön- undarfoldarfalds verðk brátt hváta Brúnamiðstilli í feld. = I gamla daga, er jeg var strákur, hafði jeg óknytti í frammi — jeg dirfðist að vera vondur við stúlkuna — þegar skáldi Ásgerðar kemur það í hug verð jeg að líta fljótt undan. Seinni vísan. Sef Skuldar felk sjaldan sorglævi Vílis Borgar í niðjerfi Narfa nafn armvita drafnar þvít geir Rótugötva gnýþings bragar fingrum rógs at ræsis veigum reifendr sumir þreifa. = í niðjerfi Narfa, sorglævi Borg- ar Vílis, fel ek sjaldan nafn sef (eða sif) Skuldar arm drafnar- vita, því at geirgnýþingsreif- endr, sumir, þreifa Rótugötva fingrum, >at veigum bragarrógs- ræsis. Orðsk.: Erfi Narfaniðja = Drykkur jötna = skáldskapur. Sorglæ.= það, sem spillir sorginni = gleði, skemtun. Arm drafnarviti = handleggs gull = hringur. Sef (stofninn í orðinu sefi = ást). Sef (sif) Skuld arm drafnarvita=unn- usta, eða sifkona = mágkona. Geir- gnýþings = vopnabraskfundar reif- endr = hermenn. Rótugötvar = her- klæði, brynjur. Þreifæ brynjufingr- um á e-u = taka á e-u með fingrum í brynju = taka e-ð vetlingatökum. Bragarróg = kvæðaorrusta, kveð- skapur; ræsir = konungur. Kon- ungur kveðskapar = Óðinn. Veigar Óðins = vísur. Að taka vísur vetl- ingatökum = að skilja ekki, eða misskilja vísur. Nútímamál: ,,I skáldskap, skemtun Egils (Vílis frá Borg), fel jeg sjaldan nafn unnustunnar (eða mágkonu) því að sumir menn misskilja kvæði“. Þetta tel jeg eigi að standa í handritinu. Skjölin hef jeg lagt fram. Nú geta aðrir athug- að þetta líka, en mjer hefði þótt betra að vísurnar hefði f'ylgt Egilss. útgáf., eins og þær eru í handrit- unum, það hefði sparað mjer ferð á Landsbókasafnið, og þeir munu flem en jeg, sem telja, að „holt sje heima hvað“. 25 ára íþróttagarparnir. Myndin, sem birtist í seinustu Lesbók, hefir vakið mikla athygli. Maður, sem er áhugasamur um íþróttir og heilsufræði, skrifaði ritstjóra Lesbókarinnar og sagði m. a.: „Þarna geta menn sjeð það hve stórkostlega þýðingu líkams- íþróttir hafa fyrir heilbrigði manna. Þessir 16 menn, sem á myndinni eru, sýnast allir ungir, en nú eru þó 25 ár liðin síðan að þeir voru svo þroskaðir, að þeir gátu tekið verðlaun á allsherjar- móti íslands. Og annað er líka •merkilegt: Aðeins tveir verðlauna- menn á fyrsta allsherjarmótinu eru látnir; annar þeirra druknaði, en hinn dó úr taugaveiki vestur í Ameríku. Hinir eru allir ungir enn, og hvað er gleggra dæmi um mátt líkamsæfinga til þess að við- halda hreysti og heilbrigði manna? Hafið þjer þökk fyrir birtingu þessarar myndar“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.