Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1936, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1936, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 205 hann að vinna, það sem hann kunni, en jeg ætla að það væri ekki margt. Hans besta verk var að hlaða úr grjóti, gat hann gert það bæði fljótt og vel. Hlóð hann í ýmsum stöðum fjárborgir, kringlótt byrgi vir grjóti lianda fje. 1 brunna hlóð hann víða, kjallara og grunna undir timbur- hús í kaupstöðum o. m. fl. Eitt hið fyrsta, sem jeg vissi til um verknað Ólafs kunningja, var, að hann lá við vegabætur á Fjarðarheiði, mikinn hluta sum- ars. Ætla jeg helst að hann lægi þar við tjald og væri einn síns liðs, eða verkstjóri. Það mun hafa verið á árunum 1855—’60 að Ólafur komst í kynni við stúlku sem Katrín hjet Sig- urðlardóttir. Hún var af gó'ðu bændafólki komin og atgjörvis kvenmaður að vexti og vænleik. Fór svo að þau áttu barn saman. Var það sveinn og nefndur Bene- dikt. Sá annmarki var á hag Katrínar, að hún hafði eignast tvö börn áður, sitt með hvorum, og nú er hið þriðja bættist við, var hún komin í „sekt“, sem varð að afplánast með flengingu eða fje- gjaldi. Peninga átti hún enga til, en hjá flengingunni mátti kom- ast, ef hún giftist Ólafi, og varð það úr. Sýndist flestum, sem Katrínu þektu, að það væri neyð- arúrræði fyrir hennar hönd. Á Hjartarstöðum í Eiðaþinghá bjuggu þá valinkunn sæmdarhjón, Vilhjálmur Árnason og Guðný Gunnarsdóttir. Nú er Ólafur kunn- ingi hafði fyrir konu og barni að sjá, leggur hann að Vilhjálmi að lofa sjer að byggja íbúðarhús í hans landi. Varð það úr að hann fekk leyfi til þess að byggja sjer bæ í brekkunum upp frá Hjartar- stöðum, rjett í búfjárhögum. JEG ÆTLA það væri sumarið 1856 að Ólafur bvrjaði að byggja. Voru nýbýlinif þegar gef- in ýmis nöfn, svo sem Lyngvellir, Sólheimar, Ljósheimar, og hús- bóndinn þá kallaður „Ólafur í ljós- inu“. Seinna bættist við Þjófaból. Vel má vera að nöfnin hafi verið fleiri. Ólafur vann um sumarið að húsagerð, en Katrín var niðri í Borgarfirði hjá fólki sínu með son þeirra. Um haustið kom hún til Ólafs. Var húsið þá svo vel á veg komið, að nú var farið að hugsa fyrir kjöti og slátri til vetrarforða, auk annara matvæla. Ógjörla man jeg hvernig það at- vikaðist að sá kvittur kom upp að „Ólafur í ljósinu“ mundi fá sjer í soðið af geldfje, sem væri í kring um hýbýli hans. Leið nú ekki langt um þar til einn góðan veð- urdag að Ólafur fekk heimsókn af hreppstjóranum í Eiðaþinghá, Jóni Einarssyni í Snjóholti, ásamt 2—3 bændum. Leituðu þeir í hús- inu og fundu nokkra eyrnalausa hausa, þar á meðal tvo mislita, sem einn þeirra bauðst til að sverja sína eign. 1 kofanum fundu ]>eir einnig töluvert af beinum, sem útlit var fyrir að væri frá því um sumarið, og var það þegjandi vottur um, að hann hefði af og til stolið kindum allan tímann, sem hann hafði dvalið þarna. 'C'INS og nærri má geta kom þetta yfir Katrínu eins og þruma iir heiðriku lofti, því að þessar kindur, sem liann liafði slátrað, eftir ,að hún kom heim, þóttist hann hafa keypt af ein- hverjum, sem hann tilnefndi, og datt henni ekki í hug að vjefengja það. Hún vissi heldur ekki af því að hann hafði tekið eyrun af haus- unum. Sagt var, sem ekki var und- arlegt, að hún liefði farið að gráta er hún sá þessar aðfarir, en ÓLafur segði þá við hana: .,Hí, hí, hí, harðara áttu eftir, harðara áttu eftir“. Litlu seinna flutti hreppstjórinn í Eiðaþinghá ÓLaf ofan á Eski- fjörð. Yar sagt að hann hefði verið látinn reiða undir sjer haus- ana eyrnalausu. Þá var Jónas Thorsteinssen sýslu- rniaður í Suður-Múlasýslu og bú- settur á Eskifirði. Tók liann á móti Ólafi og var hann settur í varðhald. En morguninn eftir var hann kominn út, er á fætur var komið. Svo var hann lokaður inni í öðrum stað, en ekki hepniaðist það betur, því næsta morgun, er upp var lokið búð C. D. Tulinius kaupmanns, þá var Ólafur þar. Þeir spurðu hvernig á því stæði að hann kæmist þetta út og inn um ramlæst hús. Óliifur sagði: „Hí, hí, hí, það var einu sinni að jeg þekti læs- ingarnar fyrir búðunum hjerna í Eskifirði“. Eftir það var hann settur í klefa úr heilum borðum, og það- an komst hann ekki. Jónas sýslum.aður var góðmenni og vildi fara vel með hann, og jafnvel vægja honum í hegning- unni. Áður hafði Ólafur orðið tví- vegis sekur um þjófnað, svo að þetta var þriðja brot og hefði hiann því átt að dæmast á Brimarhólm. En með því að fyrri brotin komu undir einn dóm, vildi Jónas láta

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.