Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1936, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1936, Blaðsíða 7
LESBÓK morgunblaðsins 207 samræmi við náttúruna, máttu ekki klæðast fötum nema brýn nauðsyn krefði, og þeir máttu hvorki skerða liár sitt nje skegg. Siðferðislega áttu fjelags- menn að lifa eins og Jesú Krist- ur, að bjarga syndurum og bóf- um frá eilífri útskúfun og að um- bæta mannkynið í heild. Þorpið komst alt í uppnám. Hvaðanæfa úr heiminum streymdu siðabóta- og heimsumbótamenn til Ascona, settust þar að og helguðu sig nýju líferni. Að nokkrum tíma liðnum, gekk helmingur íbú- anna í Ascona í sundskýlum (naktari þorðu þeir eklci að vera, því að syndsamlegar hugsanir gátu ennþá leynst einhvers staðar niðri í djúpi sálarinnar), þeir voru með sítt, flaksandi hár og karlmennirn- ir einnig með skegg niður á bringu. Fjelagið bygði sjer stór- hýsi, er það nefndi Monte Veritá, eða „fjall sannleikans“, og í því tóku sjer bólfestu ýmsir menn er síðar urðu heimsfrægir, svo sem Klalund, Emil Ludvig, Lenin og Rewentlow greifynja, Seinna fylt- ist „fjall sannleikans“ af andatrú- armönnum, guðspekingom, stjórn- leysingjum, svindlurum, vitfirring- um og landflótta mikilmennum, sem allir ætluðu sjer að verða öt- Kvöldkyrd I Ascona. ulir forvígismenn mannkynsum- bótanna. Eftir tuttugu ára starfsemi varð fjelagið gjaldþrota. Það var leyst upp og Oedenkoven hvarf á brott. En Ascona var orðinn frægur staður, og það er langt frá því, að sögu þess sje lokið, þótt „fjall sannleikans“ hafi Jhrunið um koll og reynst hin mesta lýgi. Á seinni árum er Ascona orðin að dvalarstað rithöfunda og lista- manna allra þjóða og allra landa. Einkum er þar aðsetur róttækra listamanna og djarfhuga rithöf- unda, sem urðu útlagar ættjarðar sinnar, vegna þess að þeir gátu ekki selt hinum lögboðnu stefnum heimalands síns, sálir sínar nje sannfæringar. í Ascona eru árlega haldin „blót listamanna“. Það eru listræn há- tíðahöld, sem listamennirnir sjálfir stofna til, undirbúa og framkvæma. Þau bera annan og sjerkennilegri svip en flest hátíðahöld gera, og maður gæti í raun rjettri kallað þau „fjall sannleikans“ í nýrri og bættri mynd, því að á þessum listamannafagnaði birtist alt það stærsta, fegursta og djarfasta, sem í listamanninum býr. Og ennþá veit jeg ekkert sem stendur nær sannleikanum, en eðli listamanns, sem nær að birtast frjálst og djarft — og ólitað af blekkingum trúarbragða og stjómmála. * Ascona liggur á undurfögrum stað undir sólríkum hlíðum Gridonefjallsins. Þar er einkenni- lega fagur skemtigarður, sem að mestu er gerður af náttúrunnar hendi. Hann er með einstökum klettum, blómskrýddum hólum, trjárunnum, grasgrundum, en fögrum, smekklegum sumarbú- stöðum inn á milli. Þaðan sjest vel yfir vatnið, til fjallahringsins: alt í kring, og inn í hrikalega fjalldalina. Þegar kvöldar, leiðast elskend- ur á vatnsbakkanum og horfa á Tamarofjallið dökkna og blána í suðri. Oldurnar skella gegn vatns- bökkunum, hægar og sígandi eins og ljett andvörp sem stíga mót friðsælu kvöldsins. En þrátt fyrir þetta, leitar auga manns með ó- ljósri þrá mót norðri, mót hel- köldum og hrikalegum átthögun- um, sem bíða manns norður und- ir íshafi. * Það er nótt í Ascona. Máninn sendir föla birtu yfir þorpið og hann speglar sig í gáruðum vatns- fletinum. Stjörnurnar blika niður á auðar göturnar; og ljósin í hús- unum slokna. En uppi á svölum húsanna er einhver hreyfing. Þar eru íbúar húsanna á náttklæðum; þeir aka rúmunum sínum á und- an hjer þangað út og leggjast þar til hvíldar. Þeir horfa á mán- ann og stjörnurnar og reyna að gera sjer í hugarlund óendanleika rúmsins með öllum þess billjónum stóru og undraverðu stjarna. Hversu undarlegt og undur- samlegt, hlýtur ekki lífið á öðrum stjörnum að vera? Asconabúinn lokar augunum — og sofnar. Skrifari; Heyrið þjer forstjóri, ættum við ekki að fleygja öllum brjefum, sem eru eldri en þriggja ára. Forstjóri: Jú, sjálfsagt, en bless- aðir sjáið þjer um að tekin sje afrit a£ þeim öllum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.