Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1936, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1936, Síða 4
252 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Súpa jeg vil mjer einn sjampaní- di'amin janim, jainm, dramm, dramm, svo vil jeg fá mjer einn sjerrí- dramm og síðan einn portvínsdramm Svo kneifa jeg af einn koníaksdramni og kannske einn viskýdramm, svo bUðka jeg mig á bankódramm og brennivíns tek jeg mjer dramm, Viltu’ ekki rauðvín? Nei, af rauðvíni tek jeg ei dramm! Dramm, dramm, dramm, dramm, ærlegan sterkan drainm. Burt með alt sætt og svikið því sje úr landi vikið. Einn beiskramman, einn rammbeiskan af rommspritti fæ jeg mjer dramm. Vísunni var tekið með fögnuði, en ekki veit jeg hvort heldur var, að fólkið var tornæmt, eða vísan tornumin, en svo fór, að allir rugl- uðust í „drömmunum“ og gekk söngurinn lengi vel á inisvíxl, þangað til ekki var um annað að gera en hætta, og hafði þá hver sína hendingu. Þessa vísu orkti Halldór læknir Gunnlaugsson í skóla, og söng hana þá nafnkunnur Islendingur í „Fjalakettinum“ fyrir fullu húsi og hlaut mikið lof fyrir. E G A R gljúfrunum sleppir á Fagradalsbraut upp frá Reyðarfirði og komið er inn í dal- inn, sýnist hann ekki bera nafn með rentu, því á kafla er hann sviplaus, um það bil er vötn deilir til Reyðarf jarðar og Fljótsdals- hjeraðs. Nú verða fjöllin svip- minni, en ofan grænna hjalla, sem eru hver upp af öðrum, sjást snjó- hvítar rákir með stuttu millibili — tiplandi fossar, sem glampa mót sólu og í hlíðunum milli þeirra hvítar skjaldfannir. Alt í einu er komið í Egilsstaða- skóg. Þá finnur maður það að Fagridalur ber nafn með rentu, eða hefir borið áður meðan hann var allur skógi klæddur. Angian af f jólum, reyr og lyngi berst að vitum manns. I skjóli skógarins er alt umvafið glitrandi skarti — en skógurinn sjálfur er sjúklingur. Þarna mætti oss fyrst sú hrygðar- mynd, sem nú er að sjá í flestum eða öllum skógum austanlands og norðan, og máske víðar. Skógar- maðkur hefir farið herför um þau lönd, þar sem mannshöndin hefir ekki náð að eyðileggja skógana, og þar sem hún er nú að reyna að bæta fyrir brot sín með því að hlynna að skógunum. Það er sorg- legt að sjá hvernig mannvit og þekking verður að lúta í lægra hald, og standa máttvana gegn þessum örsmáu yrmlingum, sein kallast skógamaðkar. Sjá þá leggja undir sig hvert einasta lauf á stórum svæðum birkiskóga, vefja þau utan um sig og láta þau trjena, einmitt um það leyti er hríslurnar hafa mesta þörf fyrir það að blöðin safni sjer dögg og sólbaði. FLJÓTSDALUR lætur lítið yfir sjer við fyrstu kynningu. Þegar Egilsstaðaskóg slepti ókum vjer út að Eiðum, um heldur svip- lítið land í nærsýn. Mörgum þykir þó fallegt á Eiðum — fljótið, hólminn þar, sem einu sinni gaf ekki Slútnesi eftir, fjallasýnin á allar liendur. Reisuleg bygging er nú á Eiðum, hátimbruð hús hvert við annað, hvítmáluð með rauðum þökum. Staðarlegt er lieim að líta, eins og víða hvar, þar sem ný kynslóð er að byggja landið. En vjer ferða- menn söknum samræmissvipsins railli húsabygginga og landslags. Gömlu torfbæirnir með mörgum stafnþilum að hlaði, fai'a langbest við íslenska fjallanáttúru. Þetta varð manni átakanlega Ijóst þarna á Eiðum. Mitt á milli stórbygg- inganna, sem mótaðar eru af er- lendum stíl, eru enn leifar af gamla bænum, brot úr eldhúsi með hlóðum, dyrum gegn um stafn, og keppist áreptið yfir þeim dyrum við stórhýsin um kring, að láta sólina gera sig jafn hvítt. Tvær aldamenningar horfast þarna í augu. Og varla hefi jeg fundið jafn átakanlega fyr hvernig ís- lenska menningin fer halloka, því að gamall heimamaður benti með fætinum á rústir gamla bæjarins, og sagði á þessa leið: „Því miður er nú þetta enn eftir af gamla bænum“. KIRKJA er á Eiðum, lítið hús, snoturt, en ekki kirkjulegt ásýndum. En þegar inn er komið grípur mann helgi, því að maður finnur ósjálfrátt að hjer er guðs- hús. Umliverfis kirkjuna er fagur trjágarður. Hann lætur ekki mikið yfir sjer, fremur en kirkjan. Þar er ekki tildur nje prjál — aðeins einn legsteinn og einn járnkross, sem ástvinir hafa reist til minningar um framliðna. Þeim fegurri eru lág og fjöllit blóm, sem horfa döggvotum augum upp úr grænu grasi á lauftrje og barrtrje, vagg- andi greinum sínum sem blævængj-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.