Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1936, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1936, Blaðsíða 2
298 þeir sœi stjörnur hrapa. Þaðan stafar nafnið stjörnuhrap. Þessi skoðun helst fram eftir ölduin og jafnvel fram á vora daga, enda þótt vjer vitum nú, að flestar stjörnurnar eru mörgum sinnum stærri heldur en jörðin, og að jörðin mundi því farast ef stjarna rækist á hana. f fornöld voru í hofum í Grikklandi gejmidar og dýrkaðar „stjörnur, fallnar af himni“, oft og tíðum stórir stein- ar. Plinius nefnir einn af þessum heilögu steinum, og segir að hann sje eins stór og stór vagn. Þessi steinn fell til jarðar hjá Aegas- patomol árið 476 fyrir Kristsburð. Slíkir steinar eru nú nefndir loftsteinar (Meteor). Auðvitað var það hjátrú ein að halda að þeir hefði áður verið stjörnur á fest- ingu himins. Seinna mistu menn alveg trúna á það að steinar gæti komið til jarðarinnar utan úr ó- mælisvídd himingeimsins. „Hvað- an ætti þeir að geta komið?“ spurðu menn. Árið 1790 barst vís- indafjelaginu í París frásögn, staðfest af 300 sjónarvottum, um það, að hinn 24. júlí þá um sum- arið hefði fallið steinar úr lofti frá Juillae í Gascognehjeraði. Vís- indafjelagið hafði þá ekki annað til þess máls að leggja en að það væri hastarlegt „á þessari menn- ingaröld“, að menn skyldi geta látið sjer til hugar koma, að stein- ar kæmi úr loftinu. Það hefir lengi loðað við vísindamenn að þeir hafa átt bágt með að trúa því, að hið ólíklegasta gæti skeð. En þegar ekki varð hjá því kom- ist að viðurkenna, að steinar felli úr loftinu, þá komu þeir fram með þá skýringu, að þetta væri steinar, sem eitthvert eldfjall, lík- lega Hekla, hefði gosið, þeytt upp í háaloft og þeir síðan borist þar með veðri og vindum. Sumir heldu því fram að steinar þessir væri frá tunglinu; þar hefði ný- lega orðið eldgos og grjótið spýst alla íeið til jarðar! * MÁM saman komust menn þó að raun um það, að steinar komu til jarðar utan úr himin- geimnum, að grjót væri þar á flugi, og ef það kæmi of nálægt jörðunni, drægi aðdráttarafl henn- Lesbók MORGÚNBLAÐSINS ar það til sín. Menn komust líka að þeirri niðurstöðu, að ekki væri mikill munur á vígahnöttum og stjörnuhröpum, eða aðeins stærð- armunur. Vígahnettirnir eru að- eins korn,# fáein grömm á þyngd, en loftsteinaruir geta verið stórir og þungir, máske þúsundir smá- lesta, eins og t. d. loftsteinninn, sem fell niður í Síberíu hjerna um árið og evðilagði þar skóg á svo stóru svæði að neina mun flatarmáli Lundúnaborgar. Hefði þessi steinn því t. d. fallið niður á miðja Lundúnaborg, mundi öll borgin hafa fallið í rústir á sama augnabliki, og er það nokkuð stór- kostlegra skot heldur en stærstu sprengikúlur, sem menn hafa fundið upp. * EGAR steinar þessir eru úti í himingeimnum, eru þeir kaldir og dimmir og því ósýni- legir. En þegar þeir koma inn í gufuhvel jarðar, verða þeir hvít- glóandi af fallhraðannm og við- námi loftsins. Stundum verður fallhraðinn svo mikill og þensla steinanna við hitanu, að þeir springa og verður þá dásamlega fagurt gneistaregn á lofti, eins og óteljandi stjörnur sje að hrapa, eða óteljandi eldingar þjóti hver um aðra. Menn verða að gæta þess, að steinar þessir eru á flugferð um himingeyminn, fara með alt að því 40 kílómetra hraða á sekúndu að meðaltali. En þegar aðdráttar- afl jarðarinnar kippir í þá og stöðvar þá á þessari fleygiferð, verður hnykkurinu svo mikill að J»eir verða hvítglóandi ■ einu vet- fangi, og þá fvrst getum vjer sjeð þá. Þessi orkubreyting í ljós er í sjálfu sjer alveg hið sama eins og þegar skeifur undir hesti slá gneista úr grjóti. Loftsteinar þessir hafa máske verið á ferð og flugi um himin- hvelið um miljónir ára. Nii kippir jörðin alt í einu í þá, stöðvar þá á flugrás sinni og dregur þá til sín með ómótstæðilegu afli. Og í 100—120 km. hæð „kviknar" á þeim og þeir falla til jarðar sem glóandi eldhnettir og springa venjulegast í smáagnir. En þó eru sum brotin nokkuð stór. Taktu eitt slíkt brot í hönd þjer og virtu það fyrir þjer. Mundi þig þá ekki grípa einkennileg kend er þú hugsar um }>að, að þessi steinn er ekki „af þessum heimi“, heldur hefir hann borist til vor einhvers staðar utan lir ómælisvíðáttunni og hefir ef til vill verið þar á flugi um miljónir ára. Og ef til vill er hann upprunalega kominn frá anuari stjörnu. Hvaða stjarna er það? Hvaða sögu hefir þessi boðberi þaðan að bera? Er líf þar eins og hjer? Oteljandi fleiri spurningar, al- vaktar og hálfvaktar, inunu sækja á þig á meðan þú horfir á stein- inn og veltir honum í lófa þjer. En svör færðu ekki, því að steinn- inn er þögull. Hann á það sam- merkt við steinana á vorri jörð. Og hann á fleira sammerkt við þá, því að hann er yfirleitt af saina efni ger og þeir. * VAÐAN koma nú þessir loft- steinar? Það vitum vjer enn eigi með vissu. Lengi heldu menn að þeir væri úr stjörnum, sem hefði farist, sprungið og tvístrast í smáagnir. En nú ætla menn að líklegra sje, að þetta sje nokkurs- konar „hefilspænir“, sem máðst hafi utan af hinum stóru hnött- um, þegar þeir voru að myndast, eða þá að þeir geti stafað frá hin- um ógurlegu sprengingum, sem verða í sólunuin, að þeir þeytist þaðan upphaflega sem ljóskvoða út í geiminn, og storkni. * HALASTJÖRNUR kannast allir við, og vita flestir, að þegar þær eru á ferð nálægt jörðinni, þá er von á fögrum st j ör nuhr öpum. í upphafi greinar þessarar er getið um hina fögru sjón, sem fyrir Alexander Humboldt bar í Cumana, og íbúarnir bar sögðu að endurtæki sig altaf á 33 ára fresti. Þetta er rjett, því að sama halastjarnan, sem olli þeirri guð- dómlegu ljósadýrð, sker jarð- brautina umhverfis sólina á 33 ára fresti. En margar aðrar hala- stjörnur eru til, þær er koma í námunda við jörðina, og sýna oss jarðarbúum, um leið og þær fara fram hjá, miklu stærri og fegurri

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.