Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1936, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1936, Blaðsíða 4
300 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS „Svarti drekinn6í kemur til skjalanna. Herinn og fasistar ráða lögum og lofum í Japan. „Vjer verdum ætíð aö hafa það markmið fyrir augum að tryggja oss alheimsyfirráð, yiirráð yfir öllum þjóðum. Það er himinsins vilji að þetta verði". (Hotta, japanskur stjórn- málamaður, 1858). EFTIR sigurinn á Riissum 1904 varð Japan stórveldi; og síðan hafa Japanar stöðugt verið að færa út kvíarnar. Árið 1910 lögðu þeir Korea undir sig Eftir heimsstyrjöldina fengu þeír nokkrar af nýlendum Þjóðverja í Kvrrahafi. Fyrir tveimur árum tóku þeir Mansjúríu og stofnuðu Manchukuo, og nú eru þeir á góðum vegi með að leggja Norð- ur-Kína undir sig, land þar sem húa um 100 miljónir manna. Á öllum sviðum keppa Japan- ar að því að komast fram úr öðr- um. Herinn hefir sjerstöðu í rík- inu, því að hershöfðingjar og flotaforingjar neita því að vera undir nokkurn gefinn nema keis- arann, og skeyta engu um það, hvað stjórnin segir. Og í hvert skifti sem einhver ráðherranna hikar við að ráðast í stórræði, þá kemur „Svarti drekinn“ til skjal- anna. Nafnið er upp runnið í Man- sjúríu. Á kínversku heitir Amur- fljótið Svarti drekinn. Það er á landamærum Mansjúríu og Síh- eríu. Fjelagsskapurinn með þessu nafni varð fyrst kunnur af því að hafa komið á stað stríðinu við Kína 1894. Toyama, leiðtogi flokksins, krafðist þess, að Japan segði Kína stríð á hendur. Það var líka Toyama, sem krafðist þess að Japan legði Korea undir sig og jafnvel Mansjúríu, áður en Rússar næði of öruggri fótfestu í Asíu. Og til þess að undirstryka þessa kröfu sína, nefndi hann fjelagsskap sinn „Svarta drekann“. Þetta er elsti fasistiski fjelagsskapurinn. Og hann hefir farið sívaxandi síðan Og er nú í mörgum deildum. Toy- ama er enn foringi hans, þótt aldurhniginn sje. Og hann hefir ótrúlega mikil völd á hak við tjöldin. Fyrstu mentun sína fekk Toy- ama í hinum svonefnda „hetju- skóla“. Skólastjórinn var kona, sem gekk í karlmannsfötum, og varð alvarlega reið, ef hún var kvenkend. Síðan komu foreldrar hans honum í verslun, en það dugði ekki. Toyama fór að ferðast um landið, og nú stofnaði hann leyni- fjelagsskap þann, sem hefir myrt eða limlest marga stjórnmála- menn, sem ekki hafa viljað hlýða boðum Toyama. Sá fyrsti, sem varð fyrir þessu, var hinn mikli stjórnvitr- ingur, Okuma greifi, sem hafði verið hvað eftir annað fjármála- ráðherra, utanríkisráðherra og forsætisráðherra. Árið 1871 fekk hann lán í Englandi til þess að gera fyrstu járnbrautina í Japan. Toyama kallaði hann föðurlands- svikara. Það er mælt, að Okuma hafi þá hoðið honum 14 miljón yen, ef hann vidi fara alfarinn af landi hurt. Þá á Toyama að hafa svarað: „Jeg skal taka við peningunum, en jeg fer ekki fet“. Nú liðu mörg ár án þess að neitt alvarlegt skeði. En 1892 gaus upp kvittur um það, að stjórnin væri að gera samninga við önnur lönd. Þá sendi Toy- Hirota. ama einn af lærisveinum sínum á stað með sprengju. Sprengj- unni var varpað á vagn Okuma. Hún reif af honum annan fótinn, og það lá við, að Okuma blæddi til ólífis. Árásarmaðurinn drýgði samstundis sjálfsmorð, og það voru engar sannanir fyrir því, að Toyama hefði gert hann út af örkinni. Að vísu var Toyama tek- inn fastur, en hann hló aðeins upp í opið geðið á lögreglunni. Og yfirvöldin fengu svo mörg hótunarbrjef, að það þótti ráðleg- ast að sleppa Toyama. Síðan hafa engin lög náð yfir hann. Seinna heimsótti hann Okuma í sjúkrahúsinu. Okuma spurði hvort hann væri kominn til þess að skila sjer fætinum! Toyama brosti ó- sköp ástúðlega og sagði, að æðstu valdsmenn landsins ætti altaf að vera reiðubúnir að fórna einum fæti fvrir keisara sinn og þjóð. * INU sinni vaknaði Toyama við það um nótt, að einn af lærisveinum hans var að'laumast út. Hann sá það á svip hins unga manns að hann hugði á stórræði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.