Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1936, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1936, Blaðsíða 8
304 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Undirbúningur krýningarhátíðarinrar í Englandi er þegar byrjaður, þótt langur tími sje enn til stefnu. Hjer á myndinni sjást nokkrir atvinnuleysingjar vera að búa til alls konar gripi, sem eiga að skreyta hina stóru almenningsbústaði. Einn af mönnunum er að mála stóra mynd af Játvarði konungi. Smczlki. Ung frú hafði keypt gæs í sunnudagsmatinn. Hún lagði hana á eldhúsborðið við hliðina á matreiðslubók. Það var dýr og vönduð matreiðslubók með mynd- um og þar var mynd, sem sýndi hvernig ætti að skera gæs í sund- ur. Konan velti gæsinni lengi fyrir sjer og kallaði svo í mann sinn: — Heyrðu, jeg get hvergi fundið punktalínuna á gæsinni! * Kennari átti í vandræðum með krakkana. Þau voru svo skiln- ingssljó. Hann var með jarðlík- an, bendir á það og segir: — Eiríkur, hjer styð jeg á hnöttinn. Hvaða land er hinum megin á honum? Eiríkur þegir. — Þetta er ósköp auðskilið, segir kennarinn. Hugsaðu þjer að jeg boraði hjer gat í gegn um hnöttinn og þú skriðir inn í það. Hvar myndirðu þá koma út? — Út um gatið. — Ertu hamingjusamur í hjónabandinu? — Já, konan er gull; hún hjálp ar mjer bæði við matreiðsluna og uppþvottinn. — Hvers vegna ætlarðu að gift- ast henni? — Jeg elska hana. — Það er engin ástæða, í liæsta lagi afsökun. Hann: Sástu ungu stúlkuna, sem gekk fram hjá okkur? Hún: Þessa máluðu, með litaða hárið, fölsku tennurnar og í gamla kjólnum — nei, hana sá jeg ekki. — Hefirðu beðið hennar Siggu? — Nei. Fyrst og fremst er hún ári eldri en jeg, og svo er hún trúlofuð Kalla Jóns, og hann get jeg ekki þolað. * Skoti lá fárveikur. Læknir sagði við konu hans: — Jeg held að jeg geti bjarg- að honum með uppskurði. Það er eina vonin. — Hvað kostar það ? spurði hún. — Tuttugu pund. — Þá hefi jeg betra tilboð frá greftrunarfjelaginu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.