Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1937, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1937, Blaðsíða 4
52 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS að eru ta>p liundrað ár síðau, að Frakkinn Daf?uérre, með aðstoð samlanda síns Niepee, upp- jrötvaði í aðalatriðum ])á aðferð ojr þau efni ojr áhölcl, sem þurfa þvkja ogr notuð eru til að taka myndir. En hugmyndin s.jálf er miklu eldri og: margir fræðimenn liöfðu lagt liönd á plóginn á und- an honum. Þannig varð það hlut- skifti Daguerre og Niepee að sameina og ná endanlegum ár- angri af athugunum fjölda manna og með því að gera margra alda hugsjón að veruleika. Mætti í því sambandi nefna nöfn eins og Heinrich Schults, þýsks læknis, er 1727 framleiddi og skýrði fyrstur manna eðli hins svonefnda Baldiumfosfórs, sænska vísindamanninn Bergmann, er hálfri öld síðar skýrði áhrif sólar- ljóssins á eiginleika oxal sýrunnar (H2 C2 04 + 2H, 0) og Eng- lendinginn Tliomas Wedgewood, sem 1802 fann aðferðina til að taka mvndir með því að láta skugga falla á ljósnæman klór- silfurpappír. En þegar þær mynd- ir komu fram í dagsljósið snerust hlutföllin við, þannig, að skugg- arnir urðu hvítir, en það, sem ljóst skvldi vera svart. Þessar myndir voru teknar í myrku her- bergi með litlu gati á veggnum fvrir sólarljósið. Sólargeislinn var látinn falla á klórsilfurpappírinn, en sá, sem átti að taka af myndina var látinn sitja í miðjum geislanum. Hveiti var stökt yfir höfuð hans, svo það skyldi vera sem ljósast og varpa af sjer sem allra skörp- ustum skugga. Og þá var ]>að ekk- ert sældarbrauð að sitja fyrir, því ,,fórnardýrið“ varð að sitja hreyf- ingarlaust alt að hálfri klukku- stund í einu! Það þætti langt núna, en þá vildu menn alt til vinna að fá mynd af sjer. Þessi myrkrakompu-myndataka er frumhugmyndin að myndavjel- inni eins og liún nú er, og gatið á veggnum fyrir sólarljósið er í raun rjettri alveg sama og ljósopið (óbjektivið) á myndavjelinni. Þess vegna eru stórar mvndavjelar nefndar Camera obscura, sem þýðir myrkraherbergi. En hug- myndin er æfa-gömul, því Leon- ardo da Vinci talar um hana, og inenn vita, að þýskur maður, Reinhold að nafni, bjó til eina slíka vjel um 1540, þó hnnn kvnni ekki að fara með hana. Níunda janúar 1839 lýsti franski stjórnmálamaðurinn Arago því yfir í Franska vísinda- fjelaginu, að nú kynni Daguérre að taka myndir og skýrði um leið frá því, að hvaða niðurstöðum hann hefði komist um þessi efni. Ekki eru víst dæmi til að annari uppfinningu hafi verið tekið með öðrum eins fögnuði, því áður en Arago hafði lokið máli sínu voru fundarmenn flestir komnir á bak og burt til að revna sjálfir aö taka myndir. Og eftir nokkrai vikur var aðferðin kunn meðal allra siðaðra þjóða. Og hver var svo fyrsti Ijós- myndasmiður hjer á landi? — Mjer er ekki kunnugt um, liver fvrstur fór hjer með ljós- myndavjel, en hitt er athyglis- vert, að frá því um 1870 og fram undir aldamótin voru það aðal- lega menn er numið höfðu trje- smíði í Kaupmannahöfn, sem fengust meðfram við að taka myndir. Má þar til nefna menn eins og Trygva Gunnarsson banka stjóra, Gísla Jónsson trjesmið á Seyðisfirði, bróður síra Bergs í Vallanesi, Jón Chr. Stefánsson trjesmið á Akureyri og Arna Stefánsson bónda í Litla-Dal í Evjafirði. Þegar allir þessir menn hófu að taka myndir, voru notaðar hin- ar svonefndu blautplötur — en þær voru þannig, að myndasmið- irnir sjálfir báru klórsilfrið (Ag. Cl.) á myndatökugler sín, en þær plötur voru mjög seinvirkar og mjmdirnar þá teknar á margra mínútna „tíma“. Jón Dahlmann ljósmyndari. Laust eftir 1890 fóru þurplöt- urnar að flytjast, og var að þeim mikil bót og prýði! — Og þá hafið þjer rokið til og farið að læra myndasmíði ? — Já, skömmu seinna. Jeg lærði lijá Evjólfi Jónssyni á Seyð- isfirði. Það eru í vor liðin 40 ár síðan jeg útskrifaðist þaðan. Revndar ætlaði jeg aldrei að verða ljósmyndari. Mig langaði í skóla til að verða prófessor, dokt- or — eða eitthvað annað mikið og f ínt! En úr því gat nú ekki orðið. Við Guðmundur Finnbogason landsbókavörður, sem þá áttum heima sinn í hvorum landshluta, og vissum ekkert hvor um annars tilveru, skrifuðum samtímis sama klerkinum og báðum hann, hvor um sig, að kenna okkur undir skóla. Hvorugum okkar svaraði klerkur. Þá tók Guðmundur poka sinn og tók hús á klerki — en jeg fór hvergi. Það var gæfu- munurinn! \ Hvaða aðalbreytingar hafa orðið á sviði ljósmynda- smíðanna, hjer á landi, á starfs- æfi yðar? — í fyrsta lagi er orðin sú breyting á, að nú er það alinenn- ingur sem tekur sínar eigin mynd- ir — en ekki Ijósmyndasmiðirnir, og á jeg þar við „amatör“-mynd- irnar, er hafa orðið þess valdandi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.