Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1937, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1937, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5S á handlegg Jóns og gætti þess jafnfrarat hvert handleggurinn bognaði ekki, eða sigi niður. Loks kom að því að Jón sagði, eitthvað á þá leið, að nú færi handleggur- inn að síga, og hjó þá skipstjóri samstundis á kaðalinn og ljet leggja á metaskálarnar það, sem liann hafði hringað á hándlegg Jóns. Jeg hafði aldrei áður heyrt hvað kaðallinn var þungur, sem hringaður var á handlegg Jóns, en Sigurjón frændi minn sagði mjer, þegar jeg heimsótti hann síðast, að faðir siun hefði sagt sjer, eftir sjónarvottum að þyngd- in hefði verið 320 pund. Jeg verð að játa að þó þetta sje haft eftir sjónarvottum, þá er þetta næsta ótrúlegt, en alveg yfirnáttúrlegt manns afl, ef satt væri. En sennilega hefir samt skipstjóranum þótt nóg um þyngd- ina, þegar hann var búinn að vigta kaðalinn, því hann sagði um leið og hann labbaði niður í káetuna sína: „Hvaða djöfuls mannsbein eru þetta“. Allir vita það, sem reynt hafa, að það er mjög þreytandi að halda til lengdar beinum handlegg út frá sjer, þó ekkert sje á hann lagt, hvað þá heldur, þegar lögð eru á handlegginn fleiri hundruð pund í lengri tíma. Enda er líka þessi aflraun Jóns Daníelssonar talLi af mörgum sú mesta sem hann hafi sýnt í lífinu. „Ligðu nú þarna skuss- inn þinn“. Þegar faðir minn var 27 ára gamall, fór hann einn dag að heimsækja afa sinn, sem þá var búinn að vera blindur í 11 ár, og kominn í kör. Þegar þeir höfðu skifst á kveðjum segir Jón gamli við föður minn: „Komdu nú hjerna fast að rúminu til mín frændi, og lofaðu mjer að þreifa þig og þukla, jeg ætla að finna hvað þú ert orðiun stór og' stát- inn“. Gekk faðir minn svo fast að rúminu, en karl fór að þreifa hann og þukla hátt sem lágt, án þess þó að setjast upp, eða hreyfa höfuð frá kodda. En svo veit faðir minn ekki fyr til, en að hann er kominn í loft upp, og karl kastar honum upp fyrir sig í rúmið, um leið og hann segir hlægjandi: „Ligðu nú þarna skussinn þinn“. En faðir minn var með hæstu mönnum, fullar 3 álnir, og að því skapi þrekvaxinn, og þá sennilega ekki verið minna að þyngd en 90—100 kg. Þetta var eftir af kröftunum í köglum gamla manns- ins, þó hann væri þá 97^ árs karlægur karl. Jeg hefi skýrt hjer frá nokkr- um aflraunum Jóns Daníelssonar, sein ljóslega sýna hvílíkt ofur- Það vita allir, að hundar geta ótrúlega vel rakið spor bæði manna og dýra og eru þeir þó misjafnlega slyngir í þessari list. Menn hafa fyrir löngu gengið úr skugga um, að þetta er enginn hugarburður og lögreglulið er- lendis notar oft og einatt sjer- staklega æfða og slynga hunda til þess að rekja spor flótta- og glæpamamia. Kemur þetta mjög oft að besta gagni. Hitt hefir verið lengi ráðgáta hvernig hund- arnir fara að þessu og hafa menn gert margskonar rannsóknir tii þess að komast að því. Einfaldast er að hugsa sjer, að hundarnir hagi sjer eins og smal- arnir, sem oft eru furðu glöggir á að rekja spor eftir skepnur með sjóninni einni, þar sem sporin eru á annað borð sýnileg. í götum og flögum sjá þeir t. d. hófspor eftir hesta, geta sjeð hve margir þeir hafi verið, hvernig járnaðir og hve görnul sporin muni vera. iájálfsagt hafa hundarnir líka nokkurn stuðning af sjóninni, en þó mun flestum, sem hafa horft á hund rekja spor, sýnast að hundurinn noti miklu meira lykt- ina en sjónina. Maður sjer þetta oft í kaupstöðum, þar sem sveita- menn versla. Innan um ótal spor á torgúm eða götunni hleypur hundurinn með trýnið niður við menni hann hefir verið að afli og frækleik, og eru þó ýmsar sagnir, sem áreiðanlegar heimilidir em fyrir af aflraunum hans enn ósagð ar, eins og t. d. þegar að hann bar tvær fullar brennivínstunnur, sitt í hvorri hönd, með því að láta laggir hvíla á mjaðmarhöfðum, og halda svo með höndum í hinar laggirnar. Tunnur þessar bar hann alla leið úr, að mig minnir Levi- sensbúð í Hafnarfirði, og fram á bryggju, án þess að hvíla sig, og eins Ijettileg, sem tómar hefðu verið, að sögn sjónarvotta. jörð, stundum heldur hann rak- leitt áfram, stundum kernur á hann hik eða liann nemur staðar og snuðrar um alt umhverfis sig, þefar bersýnilega af jörðinni. Alt í einu sýnist hann aftur átta sig og hleypur nú næsta spölinn rak- leiðis sísnuðrandi af jörðinrii. Lítt eða ekki verður þess vart að hann horfi eftir sporum eða virði þau fyrir sjer. Hann sýnist hugstola meðan á leitinni stendur, lítur við engum, en þefar og hleypur og fer eftir sinni „nasasjón". Ymsar tilraunir sýna það og, að það er lyktin, sem hundar fara einkum eftir. Þannig þekti hundur óðara spýtukubb, sem eigandi hans hafði snert á, úr 12 kubbum, sem allir voru eins. SHk dæmi benda til þess, að hver maður hafi sína lykt, engu síður en ytra útlit. Og rannsóknir benda til þess, að lykt þessi gangi jafnvel gegnum skó- sóla. Sennilega stafar hún þá i'rá svitanum í iljunum, því mikið er þar af svitakirtlum. Ef vjer nú liugsum um sporin og lyktina í þeim, þá er það fleira en mannsþefurinn, sem kemur til greina. Sje gengið eftir grasi, merst eitthvað af jurtum undir fætinum og eitthvað af jurtasafa pressast út úr þeim. Þetta veldur því, að ætíð verður annar og meiri þefur úr sporinu en ósnortna Guðmundur Hannesson: Um hina dularfullu þefvísu hunda.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.