Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1937, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1937, Blaðsíða 6
62 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS botnvarpan. Pyrir hennar tilverkn að hafa framfaramöguleikar þjóð- arinnar skapast beint og óbeint hina síðustu áratugi. Hún hefir veitt miljónum króna inn í land- ið og veitt þúsundum manna lífs- framfæri. Botnvarpan, eða „trollið", eins og þetta veiðarfæri er venjulega nefnt í daglegu tali, fundu Eng- lendingar upp. Notuðu þeir það fyrst á seglskútum í Norðursjón- um laust eftir 1850 (bómutrollið). Næstu áratugi var það mikið end- urbætt, t. d. voru settar á það botnsköfur eða járnbryddir trje- hlerar, sem strjúkast eftir botn- inum og halda netinu opnu. Fyrir nokkrum árum kom franska „patentið“ til sögunnar, en það er í því fólgið, að 15—30 faðma strengir eru hafðir úr hlerunum og í netið. Áður voru hlerarnir fastir við netið. Aðalhlutur trollsins, þessa gull- háfs fiskiþjóðanna, er toppnetið, en það er efri vængur netsins, sem skagar lengst fram i sjóinn, þeg- ar það er dregið eftir botninum, og varnar fiskinum að synda upp fvrir það, þegar það nálgast. Aft- an við toppnetið tekur svo við belgurinn og aftastur liggur pok- inn eða belgtotan, sem að neðan er gerður úr uxahúðum. Þangað safnast fiskurinn meðan á toginu stendur. Pokinn er einnig notaður til að innbyrða fiskinn, og af því er tal- að um að þetta og þetta margir pokar hafi fengist í hverju hali, eða „holi“, eins og sjómenn kalla það. Neðan á netið eru fastar járnkúlur, eða sívalir trjehnallar, sem bobbingar nefnast. Þetta er gert til þess að netið rifni síður, þar sem botn er ósljettur. Efri armur (höfuðlína) netsins er aft- ur á móti alsettur litlum alumini- um kúlum til að halda því uppi. Annars mundi netið leggjast sam an og dragast eins og gólfmotta eftir hafsbotninum. Dráttarstrengirnir, eða trollvír- arnir eru tveir, sinn í hvorn hlera, og eru festir í kefli gufu- spilsins, sem er á þilfari framan- vert við mitt skipið. Þessir vírar, sem venjulega eru um 500 faðma langir, leika í hinum svonefndu gálgum, en þeir eru tveir á hvorri hlið skipsins — annar framundir stefni, en hinn afturundir skut. Frá gufuspilinu liggja vírarnir báðir fram dekkið og gegnum masturspallana. Þar skiftast þeir og sá, sem liggur í afturhlerann, leikur um trissu á borðstokknum, sem nefnd er síðupolli, og þaðan aftur með lunningunni að innan og í fótrúllu, eða polla, afturgalg- ans og þaðan upp í topprúlluna, en þar taka við keðjurnar, sem tengja vírinn í sjálfan hlerann. Vírinn í fremri gálganum fer beint úr masturspollanum í fót- rúllu fremri gálgans og upp í topprúlluna, uns keðjunni er náð. Þegar kastað er og trollið kom- ið í botn, eru báðar dráttartaug- arnar hespaðar inn í dálítið járn- auga aftast á skipinu, sem nefnt er togblökk. Þetta er gert til þess að minna slingur komi á vírana og dráttarorka skipsins nái sem beinustu taki á trollinu. Hve mik- ill vír er „gefinn út“ fer eftir dýp- inu, sem togað er á, í það og það skifti. En venjuleg lengd dráttar- tauganna, meðan á togun stendur, er þrisvar sinnum dýpið. • Meðan trollið er innbyrt og los- að, og því aftur varpað fyrir borð, er skipið stöðvað. En þegar búið er að velta vörpunni fyrir borð, er slakað á taugunum, uns komnir eru út 15—20 faðmar. Þá er skip- ið komið til gangs og því stýrt í stóra hringi og vörpunni slakað til botns, þegar skipið er komið á beina stefnu. Venjulega er togað í eina klukkustund, en skemur ef vel fiskast, en lengur ef treglega gengur. Þannig endurtaka sig stöðugt sömu handtökin í sömu röð með stuttu millibili, og hvert smáatvik krefst alls af þeim, sem það fram- kvæmir. Engar vífilengjur, enga íhugun, og þeim er voðinn vís, sem fipast. Fyrsta og eina heilræðið, sem rækilega var brýnt fyrir mjer, var á þesas leið: Varaðu þig á vírunum! Ekkert er jafn hættulegt um borð í togara og að lenda í drátt- artaugunum, þegar verið er að gefa þær út eða draga inn. Því áður en nokkru tauti verður við komið er höndin, fóturinn, höfuð- ið eða hvað sem fyrjr verður sund urskorið og tætt — en það þýðir örkumla alla æfi, eða nár að lít- illi stundu. Varaðu þig á vírunum! Glaðvær matsveinn. Ef nokkuð má álykta af skaplyndi og hversdagslegri fram- komu manna, þá veit jeg, að mat- sveinninn er ljettlyndasta og róm- antískasta sál, sem nú er í förum með togaranum Gulltoppi. Og þó væri óbilgjarnt að segja, að hann lifði áhyggjuminna og makráðara lífi en aðrir skipverjar — því það er ekkert smáræði, sem borðað er á degi hverjum. Eins og menn sofa og vinna all- an sólarhringinn, eins drekka menn og borða og borða og drekka á þriggja tíma fresti til jafnaðar. En matsveinninn sefur að hætti siðaðra manna á nótt- unni og vakir á daginn. Hann rís úr rekkju kl. 6 á morgnana og byrjar þá að sjóða mat og þvo upp matarílát, bera á borð og af — og er svikalaust við vinnu þangað til kl. 10 á kvöldin. — Það er líka hægt að matreiða í 16 tíma á sólarhring! Kl. 7 á morgnana borða skip- verjar dögurð, hafragraut, niður- soðna mjólk og brauð. Kl. 9 er drukkið kaffi, kl. 12 hádegisverð- ur, heitur kjötrjettur og einhver súpa eða grautur. Kl. 3 er svo aftur drukkið kaffi og kl. 6 kvöld verður, og gæða menn sjer þá á nýja fiskinum eftir því sem mat- arlystin leyfir. Svo kemur te kl. 9, og kl. 12 kaffi, og te klukkan 3 eftir miðnætti. Einhver háset- anna á dekkvaktinni hitar kaffið og teið kl. 12 og 3, og áður en mat sveinninn gengur til hvílu smyr hann kúfuð trog af brauði til næt- urinnar. En hvernig sem veltur, og þó pottarnir taki loftköst á eldavjel- inni og sjóðandi maturinn og vatn ið skvettist í allar áttir, syngur Axel serenade eftir Bach, Brahms og Beethoven, Svörtu augun, Dalakofann og Ich hatte einen FRAMH. Á BLS. 64.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.