Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1937, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1937, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 63 FRAMH. AF BLS. 59. óheppinn til aflafanga, að hann fekk aldrei „bein úr sjó“, sem kallað er. í byrjun einnar vetrarvertíðar í Vogunum, kom Friðrik þessi að máli við Jón Daníelsson og bað hann að gera það nú fyrir sig að hjálpa sjer um einn happastein í skipið, því hann vissi að hann gæti það ef hann vildi, en sjer þætti afar leiðinlegt, að geta aldrei fengið fisk úr sjó. Jón tók þesu mjög vel, en sagði þó að það væri ekki auðhlaupið að því, að ná í þessa happasteina, því þeir væru mjög vandfundnir, og lítið til af þeim, en hann gæti reynt að fara með slorskrínuna sína suður að Vogastapa, þar væri smámalarkampur, sem hann skildi fylla skrínuna af, og koma svo með skrínuna beina leið til sín, en hann yrði helst að gera þetta í tunglsljósi að kvöldi til, svo enginn sæi til ferða hans. Leið svo nokkur tími þar til Friðrik lagði á stað með slorskrínuna sína ea. tveggja kílómetra leið, og kom svo síðla kvölds með skrín- una fulla af smámöl til Jóns. Helti Friðrik svo allri mölinni úr skrín- unni, en Jón fór svo og leitaði, en fann engan af þessum happa- steinum í hrúgunni. Sendi hann Friðrik með skrínuna í annað sinn, en það fór á sömu leið, að ekki fann Jón stein þann hinn sigursæla, sem hann leitaði að. Loks í þriðja sinni, sem Friðrik kom með skrínuna, og Jón góða stund hafði rótað í hrúgunni, sagði hann: „Það var mikið að hann kom“. Tók hann svo steininn úr hrúgunni og gerði við hann ýmsar hundakúnstir, að Friðrik ásjáandi. En í æsku heyrði jeg sagt að Jón hefði skrifað á miða: „Trúin flytur fjöll“, og vafið svo miðanum utan um steininn, ásamt fleiru, en er jeg mintist á þetta við Sigurjón frænda minn, þá hafði hann aldrei heyrt það, en hitt sagði Sigurjón mjer, að Frið- rik hefði ekki brugðist fiskur eft- ir að hann fekk steininn, eins og jeg líka sjálfur áður hafði heyrt. En svo um páskana, en hvort það nú var þessa sömu vertíð, eða seinna, veit jeg ekki, þá varð Friðrik fullur og fór þá að stæra Sagnir af Jóni sterka. sig af því, að hann hefði fengið þennan happastein hjá Jóni, sem seiddi fiskinn að sjer, svo að hon- um brygðist nú aldrei fiskur, eins og þeir vissu sjálfir, en steininn hefði hann fólginn undir þiljum aftast í skipinu, eins og Jón hefði sagt sjer að hann ætti að gera. Hásetar Friðriks urðu nú meira en minna forvitnir, og fóru að skoða þennan undra stein, sem seiddi fiskinn að þéim, en þeim fell allur ketill í eld, er þeir sáu steininn, og að þetta var eins og aðrir hnöttóttir fjörusteinar, sem Jón hafði látið Friðrik fara þrjár ferðir eftir suður að Vogastapa, til þess að styrkja hann í trúnni á seiðmagn steinsins. En svo brá við, að eftir þetta sótti í gamla horfið hjá Friðrik, að hann fekk ekki „bein úr sjó“ upp frá því. Reikningsgáfan. En það sem ef til vill einkendi Jón Daníelsson einna mest frá samtíðarmönnum hans, var hin undiaverða reikningsgáfa sem hann var gæddur, sem ekki þótti einleikin, en ganga göldrum næst, eða galdrar vera. En einkum er þó viðbrugðið hugareikningsgáfu hans, sem öllum öðrum var ofraun að botna hið minsta í, enda líka brúkaði hann aldrei pappír eða ritblý hversu erfið stærðfræðisleg viðfangsefni, sem hann fekkst við, heldur reiknaði hann alt í hugan- um, og var öðrum fljótari fyrir það. Hásetar Jóns, sem trúaðri voru á galdrakunnáttu Jóns, en reikn- ingslist, höfðu þrásinnis þá sögu að segja af Jóni, að þegar að hann átti þorskanetatrossur vest- ur í Garðsjó, og leiði var úr Vog- unum og vestur, og segl voru kom- in upp, og skipið komið til skriðs, að þá hefði Jón horft augnabliks stund út fyrir borðstokkinn, feng- ið svo einum hásetanna stýrið, en lagst sjálfur fram í barka, breitt skinnstakkinn yfir höfuð, og bann að þeim (hásetum) að nefna með einu orði þegar þeir kæmu að duflinu, hann mundi sjálfur gera það. En aldrei sögðu hásetar Jóns að það hefði brugðist, að þegar þeir komu að duflinu, stóð Jón upp í barkanum, og skipaði að lægja segl. Og hið sama sögðu hásetarnir, að þegar siglingaleiði var að vest- an og heim í Voga, þá ljek Jón nákvæmlega sömu listina, lagðist fram í barka, þegar segl voru kom in upp, með skinnstakkinn breidd- an yfir höfuð, og hreyfðist ekki fyr en skipið var komið inn undir lendingu, þá stóð hann fyrst upp og sagði að lægja segl. Þetta að sjá í gegnum tvöfaldan skinn- stakkinn og byrðing skipsins, sögðu hásetar Jóns að hefðu verið römmustu galdrar, en engin reikn- ingslist það hefði verið ómögulegt. En Sigurjón frændi minn sagði mjer þegar jeg heimsótti hann síðast, að eftir að Jón Daníelsson langafi okkar var orðinn blindur, þá hefðu daglega allir veggir í herbergi hans verið útkrítaðir með reikningsdæmum, sem hann var að búa til, og skemta sjer við í einverustundum ömurlegrar blindr ar ellinnar. Ennfremur sagði Sigurjón mjer að þegar Jörundur hundadagakon- ungur fór suður í Keflavík 1809, hefði Jón á meðan að Jörundur var í Keflavík, safnað að sjer fjöl- mennu liði af Vatnsleysuströnd- inni, vel vopnum búið af ýmis- konar morðtólum, járnkörlum, ljá- uin hákarlasveðjum o. s. frv., en sjálfur var gamli maðurinn bú- inn að safna að sjer all-myndar- legri hrúgu af vel völdum stein- völum, sem hann ætlaði að fara í boltaleik við Jörund með. En Jörundur ljet ekki sjá sig, fór þar fyrir utan garð, en ekki inn- an, svo ekkert varð úr bardagan- um. Að endingu vil jeg geta þess, að ritgerð þessa las jeg fyrir Sig- urjóni frænda mínum, óðalsbónda í Stóru-Vogum, áður en að jeg sendi hana, og telur hann það, sem hjer er skráð af langafa okk- ar, Jóni Daníelssyni, í fullu sam- ræmi við það, sem hann hafi áður heyrt, bæði hjá föður sínum, Jóni M. Waage og fleirum. Þakka jeg svo Sigurjóni fyrir þær upplýsingar, sem jeg fekk hjá honum, og hefi stuðst við í ritgerð þessari.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.