Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1937, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1937, Blaðsíða 2
82 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Snemma næsta morgun, 17. des- ember, vorum við allir komnir á stað. Bjaaland, sem nú hafði yfir- gefið ökumannastjettina, og hljóp nú fyrir glaður og ánægður, var falið hið veglegasta starf, að vera í farabroddi leiðangursins að sjálfu heimskautinu. Yið litum all- ir á þetta sem sannnefnt heiðurs- starf, en ástæðan til þess að jeg fekk honum það í hendur var sú, að jeg vildi sýna hinum ágætu Þelmerkingum þakklæti mitt fyrir hið ómetanlega starf þeirra í þágu skíðaíþróttarinnar. Þennan dag var undir því komið að haldið væri beina stefnu og ef unt væri að fara eins og okkur hafði talist hádegisbaugurinn liggja. Nokkru á eftir Bjalaand kom Hanssen, svo Wisting og kippkorn þar á eftir kom jeg svo. Á þennan hátt gat jeg haft mjög nákvæmt eftirlit með stefnunni á ferðalaginu og sjeð um að ekki yrði stórlega frá henni vikið. Það kom nú í Ijós að Bjaaland var alveg einstæður forgöngumað- ur. Hann fór þráðbeint alla leið- ina. Það kom ekki fvrir eitt ein- asta skifti að hann viki til hliða, og þegar við loksins komum á á- kvörðunarstaðinn eftir 10 kíló- metra göngu, gátum við ennþá greinilega sjeð sleðann, sem við höfðum skilið eftir og tekið miðun af honum. Hann var í nákvæm- lega rjettri stefnu eftir miðun okkar að dæma. Klukkan var 11 árdegis þegar við komum. Sumir fóru að reisa tjaldið en aðrir und- irbjuggu samtímis athuganirnar, sem fyrir lágu. Við reistum traust- an snjóstöpul og á honum átti hinn „hugsaði sjóndeildarhringur“ að hvíla. Því næst reistum við minni stöpul, sem hægt var að leggja sextantinn á þegar hann var ekki í notkun. Kl. ll^ ár- degis var fyrsta athugunin gerð. Nú skiftum við okkur í tvo flokka, Hansen og jeg og Hassel og Wisting. Þegar annar flokkur- inn svaf átti hinn að gera athug- anir. Hver vaka var 6 klukku- stundir. Veðrið var ágætt, þó ekki væri alveg heiður himinn allan tímann. Annað slagið kom ljett gufukend slæða yfir himininn en hvarf brátt aftur. Þessi skýja- slæða var ekki svo þjett að hún brygði fyrir sól. Við sáum altaf til sólar. En það var eins og loftslags- skilyrðin væru háð eiphverjum truflunum. Þannig kom það fyrir að hæð sólarinnar breyttist ekki tímunum saman þangað til alt í einu var eins og hún tæki undir sig stökk. Nú voru gerðar athuganir hverja einustu klukkustxmd allan sólarhringinn. Það var ákaflega einkennilegt að fara inn í tjaldið kl. 6 síðdegis og koma svo út aft- ur kl. 12 á miðnætti og verða þess var að sólin virtist vera í nákvæm- lega' sömu hæð. Og svo loks að fara aftur inn í tjaldið kl. 6 að margni og sólin var þá enn í sömu hæð. Auðvitað hafði hæðin breyst en svo lítilfjörlega að það varð ekki skynjað með berum augum. Okkur sýndist sólin fara yfir him- ininn nákvæmlega í sömu hæð. Tíminn, sem jeg hefi annað slagið nefnt er reiknaður eftir há- degisbaugnum um „Framheim“. Við hjeldum áfram að reikna tím- ann eftir honum. Athuganirnar sýndu okkur bráðlega að við vær- um ekki á sjálfu heimskautinu, en svo nærri því sem við gætum von- að að ná með tækjum okkar. Athuganirnar, sem Alexander yfirkennari er nú að reikna út, og árangur þeirra verður birtur síðar í þessari bók. Hinn 18. desember kl. 12 á há- degi höfðum við lokið athugunum okkar, og það er áreiðanlegt að við höfðum gert það sem hægt var að gera. Til þess ef unt væri að komast nokkrum millimetrum nær sjálfu heimskautinu, fóru þeir Hansen og Bjaaland 4 kvartmílur eða 7 kíló- metra í stefnu hins nýfundna Mered. Bjaaland kom sjer alveg á ó- vart þennan dag meðan við sátum að snæðingi. Enginn hafði haldið ræðu á þessari ferð, en nú leit út fyrir að Bjaaland fyndist vera kominn tími til þess og hjelt yf- ir okkur ljómandi snotra ræðu. En þó varð jeg fyrst alvarlega undrandi þegar hann að loknu máli sínu rjettir fram vindlaveski fult af vindlum og býður öllum. Vindil á pólnum! Jú,þökk sje þjer. En það er ekki alt búið enn. Þegar vindlarnir höfðu gengið milli allra voru 4 eftir. Jeg komst við þegar hann rjetti mjer veskið með vindlunum, og mælti um leið •. „Og þetta gef jeg þjer til minn- ingar um heimskautið“. Jeg hefi geymt þetta veski vel og jeg ætla að geyma það sem eitt af hinum fögru táknum um ein- lægni fjelaga minna á þesari ferð. Vindlunum skifti jeg seinna milli okkar, aðfangadagskvöld jóla, og þannig eignaðist jeg einnig sýni- legt tákn þeirrar stórhátíðar. Að loknum þessum hátíðahöld- um á heimskautinu hófst undir- búningur undir burtförina. Fyrst var litla tjaldið reist, sem við fluttum með okkur, ef svo skyldi fara, að við yrðum að skifta okkur í tvo hópa. Þetta tjald hafði hinn duglegi seglasaumari okkar, Rönne, gert, og það var úr mjög þunnu vindheldu efni. Það var grábrúnt og skar vel úr við hinn hvíta snæflöt. Við tjaldstöngina var fest önnur stöng svo að öll hæð hennar varð kringum 4 metr- ar. Á tjaldtoppinn var fest lítið, norskt flagg og undir því flagg- ræma, sem á var málað nafnið „Fram“. Tjaldið var styrkt með stögum alt í kring. 1 tjaldinu — í dálitlum poka — skildi jeg eftir brjef til hans hátignar konungs- ins, með skýrslu um það sem við höfðum framkvæmt. Leiðin heim var löng og það gat svo margt komið fyrir, sem gerði okkur ókleift að skýra frá ferð okkar. Jafnhliða þessu brjefi skrifaði jeg stuttan pistil til Scotts, sem jeg bjóst við að yrði fyrsti maður til að finna staðinn. Meðal þess, sem við skildum eftir var sextant, 3 hreindýrshúðföt, snjóskór, vetlingar og ýmislegt fleira. Þegar öllu þessu var komið fyrir fórum við hver um sig inn í tjaldið til þess að skrifa nöfn okk- ar á plötu, sem var fest við tjald- stöngina. Þá barst okkur ham- ingjuósk fjelaga okkar með ár- angurinn, því á tvær gular leður- pjötlur, sem voru saumaðar á tjaldið undir stögunum stóð: „Til hamingju með ferðina — og ■—

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.