Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1937, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1937, Blaðsíða 6
86 segja alla þá tíð, er Clausen versl- aði í Ólafsvík. Æfilok Svansins urðu þau, að hann rak upp í fjör- una í Ólafsvík, eitt haustið, er hann ætlaði að fara að halda til íitlanda hlaðinn vörum. Á hverju vori biðu hjeraðsbúar nveð óþreyju eftir að Svanurinn kæmi. Þegar að sást til hans færð- ist nýtt líf í alla, líkt og hann færði með sjer sól og sumar eftir langan og harðan vetur. tlngum mönnum fanst það einskonar æfin- týri að fá að komast í það, að skipa upp úr Svaninum. Allir kepptust um að fá að vinna uin borð í skipinu, til þess að þeir gætu sjeð vörurnar seni best og hvernig þeim væri fvrir komið. Allir vissu það. að neðst í ski]>- inu voru margar brennivínstunnUr og að þær mynduðu nokkurskon- ar stíu, sem rúgurinn var geymd- ur í. Að standa í rúginum á sokka- leistunum, rúginum. sem þeir áttu máske einhverntíma eftir að m»la, og moka honum upp í poka, það var hámarkið í æfintýrinu. Það tók vanalega 6 daga að af- ferma Svaninn og koma í hann seglfestu. Um hásumarið stundaði Svanurinn jafnan fiskveiðar, en fór svo til útlanda á haustin, hlað- inn íslenskum afurðum. Clausen keypti svo að segja all- an fisk, sem veiddist á Sandi og var hann fluttur inn í ólafsvík á vorin. Þeir, sem unnu við þessa flutninga fengu eina krónu í kaup af hverju hundraði, er þeir fluttu. Auk þess fekk skipshöfnin, áður en hún lagði á stað út eftir, tvær flöskur af brennivíni og svo marg ar kringlur að það væri ein á mann. Margt bendir til þess, að Clau- sen hafi verið óspar á brennivínið. Það var gömul hefð að verslunin gæfi hverjum bát eina flösku af brennivíni, í fyrsta skiftið, sem hann rjeri á vertíðinni og svo var einnig í vertíðarlok. Á hverju að- fangadagskvöldi var öllum ábú- endum ólafsvíkur færð sín brenni- vínsflaskan hverjum. Meðan Clausen verslaði í Ólafs- vík brunnu verslunarhúsin, og sumir segja tvisvar, en um það skal jeg ekkert fullyrða. Um brun- ann var þetta kveðið: LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Ula hittast óhöpp slík, illa svo til bar það; illa brann í Ólafsvík, illur skaði var það. H. A. Clausen var ekki nema nokkur ár í Ólafsvík. Við verslunina voru margir verslunarstjórar og stundum ærið ör skifti, og var Torfi Thorgrím- sen þeirra lengst. Vigant, sonur Clausens var verslunarstjóri þar nm tíma og helt hanu sig mjög að sið heldri manna erlendis. Ljet hann bvggja sjerstaka útbyggingu við íbúðarhúsið, svokallaða lágu- stofu, og hjelt hann þar veislur og ýmiskonar gleðskap. Mun um það leyti oft hafa verið fjörugt með Ólsum, því Vigant var fjör- maður mikill og eigi mun kona hans heldur hafa legið á liði sínu, en hún var dönsk að ætt og hafði áður verið leikkona. Hans A. Clausen var vfirleitt talinn góður viðureignar og veitti hann ýmsum nauðsynjamálum þorpsins mikinn stuðning. Eitt sinn seldi H. A. Clausen skip út að Gufuskáluin og fekk fyrir það 200 ríkisdali. 1 fyrsta skifti, sem skipinu var róið þaðan, fórst það með allri áhöfn. Þessi atburður fekk svo á Clausen, að hann gaf alt fjeð, er hann fekk fvrir skipið til Ekknasjóðs ólafs- víkur, er hann hafði stofnað nokkru áður. Árið 1857 var fyrst gerð tilraun með að stofna skóla í Ólafsvík, og lofaði Hans A. Clausen þá þegar að gefa til hans 300 ríkisdali. Það drógst þó um langt skeið að hægt yrði að koma upp skólanum, en þegar til þess kom, gengu þeir Torfi Thorgrímsen og Holger Clausen þar best fram. Það mun hafa verið haustið 1887 að skólinn tók til starfa, og var fyrstur kennari þar Jóhannes Stefánsson, sem nú er kaupmaður hjer í Revkjavík. Clausensverslun í ólafsvík hætt- ir r.iett eftir 1890 og kaupir hana þá Sigurður E. Sæmundsen og var Einar Markússon verslunarstj. hjá honum. Þau ár, sem Einar Mark- ússon dvaldi í Ólafsvík sem versl- unarstjóri hjá Sæmundsen og Bændaversluninni, er stofnuð var skömmu seinna, stóð hagur ólafs- víkur í mestum blóma, og hafa kunnugir sagt mjer að Einar hafi ekki átt litla hlutdeild í því. OKKRU eftir aldamótin, þeg- ar Miljónafjelagið hætti, keyptu Proppé-bræður Ólafsvíkur- verslun og ráku hana þar til 1925. Lengst af síðan hefir Finnbogi G. Lárusson frá Búðum stundað þar verslun og gerir enn í dag. Auk þeirra verslana, sem nú hafa verið nefndar, má nefna verslun Jóns borgara Árnasonar, er hætti nokkru fyrir aldamót, verslun Garðars Gíslasonar og Kaupfjelag Ólafsvíkur, sem enn er starfandi. 1 Ólafsvík hafa starfað margs- konar fjelög, er hafa átt sinn hlut í því að drepa deifðina og drung- ann í þorpinu, auk þess, sem þau hafa unnið að ýmsum almennum velferðarmálum. t desember 1890 var stofnað þar svonefnt Æfingaf jelag. Madama Jóhanna Jóhannsdóttir, kona Jóns Árnasonar borgara, en móður- systir Sigurðar Kristófers Pjeturs- sonar, flutti þar merkilegan fyrir- lestur, er hún nefndi „Sparið e^r- irinn, þá kemur krónan“. Þessi fyrirlestur fjallaði aðallega um nauðsyn þess, að stofnaður yrði sparisjóður í Ólafsvík. Jóhanna átti því frumkvæðið að því, að Sparisjóður ólafsvíkur var stofn- aður, og studdi það mál manna best. Þess munu ekki mörg dæmi hjer á landi, að kvenfólk hafi beitt sjer fyrir slíkum peninga- stofnunum. Ólsarar höfðu frá öndverðu orð- ið að sækja kirkju að Fróðá, en 1892 fengu þeir því komið til leið- ar, að kirkja yrði reist í Ólafsvík. Síra Helgi Árnason, er síðar var á Kvíabekk. var fyrstur búsettur prestur í Ólafsvík. Lengst af höfðu Ólsar orðið að sækja lækni inn í Helerafellssveit eða Stvkkishólm, en nokkru fvrir aldamótin var þó sýslunni skift í tvö læknisdæmi og átti annar læknirinn að hafa aðsetur sitt í ólafsvík. Gísli Pjetursson á Evr- arbakka var fyrstur lækna í Ól- afsvfk. Árið 1929 var Fróðárheiði gerð bílfær og hefir Ólafsvík síðan getað haft bílasamband við suður- sveitirnar og Reykjavík.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.