Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1937, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1937, Blaðsíða 1
bék 0T§uuhlábBmB 11. tölublað. Sunnudaginn 21. mars 1937. XII. árgangur. l*»folukrprenUmÍSJm h.f. Amundsen við Suðurheimskautið Nú t'órum við Hanssen að bisa við sitthvað, sem þurfti að kom- ast í lag, og svo þurftuni við altaf að vera viðbúnir að halda uppi athugununum, sem við unn- um nú að í fjelagi, til þess að fá eins nákvœma staðarákvörðun og gerlegt var. Fyrsta athugunin færði okkur heim sanninn um, hve þetta var nauðsynlegt. Það kom sem sje í ljós, að af þessari ágætu athugun — í stað þess að gefa meiri hæð en miðnætur-athugunin — kom út minni hæð og þannig hlaut okkur að verða ljóst að við höfðum komist út af hádegis- baugnum, sem við hjeldum að við hefðum farið eftir. Nú var fyrst og fremst undir því komið að geta ákvarðað norð- ur-suðurlínu okkar og breiddarstig svo við síðan gætum ákvarðað staðinn, sem við vorum á. Til allr- ar blessunar leit nt fyrir að veðrið myndi haldast óbreytt. Á hverjum klukkutíma, frá því kl. 6 um morg uninn þangað til kl. 7 um kvöldið, mœldum við sólarhæðina og með þessum athugunum funduni við nokkurnveginn áreiðanlega breidd arstig okkar og stefnu hádegis- baugsins. Kl. 9 um morguninn fórum við að búast við fjelögum okkar hvað úr hverju. Eftir okkar útreikn- ingi áttu þeir að hafa lokið ferð- inni — þessum 40 kílómetrum. — En það var þó ekki fyr en kl. 10 að Hanssen kom auga á fyrsta svarta dílinn úti í sjóndeildar- hringnum, og svo leið ekki á löngu áður en annað og þriðji díllinn kom í ljós. Okk,ur ljetti fyrir brjósti hvert sinn sem við komum auga á einhvern þeirra. Þeir komu nálega allir samtímis aftur til tjaldsins. Við skýrðum þeim nú frá bráðabirgða niðurstöðum at- hugana okkar. Það leit út fyrir að tjaldstaðurjnn okkar væri ea. 89° 54'. 30" s.br. og að sjálft heimskautið væri orðið ,,innan girðingar". Við hefðum nú vel getað látið okkur lynda þessi úrslit, en af því veðrið var svo gott og bjart, og útlit var á að það hjeldist, og af því að matarforðinn reyndisl við nána eftirgrenslan ríkulegur, ákváðum við að ganga þessa 10 kílómetra, sem eftir voru og taka staðarákvörðun eins uærri sjálfn heimskautinu og frekast væri unt. En meðan við vorum að þinga um þetta gengu ferðalangarnir okkar til hvílu — ekki eiginlega vegna þess að þeir væru þreyttir, heldur af því að þetta átti nú einu sinni svo að vera. — En við Hanssen hjeldum áfram athugummum. Seinnipart dagsins fórum við aftur nákvæmlega yfir matarforð- ann og snerum okkur svo að því að ræða um framtíðina. Niður- staðan varð sú að við hefðum nóg- an mat fyrir okkur sjálfa og hiind- ana í 18 daga. Hundunum 16, sem eftir lifðu, skift í tvo hópa, 8 í Roald Amundsen. livorn, og dótinu, sem \ar á steða líjaalands. var skift á sleða Hans- sens og Wistings. Sleðinn sem skil- inn var eftir, var reistur upp á endann í snjóniun og var fyrir- taks mið. Vegmælirinn, sem var sknifaður á sleðann, var látinn eiga sig. Við höfðum tvo aðra og það var alveg nóg handa okkur á heimleiðinni. Allir vegmælarnir liöfðu reynst tnjög nákvæmir. Tveir tómir matarkassar voru líka skildir eftir. Jeg skrifaði á kassa- fjöl með blýanti frásögn um, að tjald okkar „Holheim" væri í norð-vestur % vestur eftir kompás 5y2 mílu (10 kílómetra) frá sleð anum. Eftir að hafa gengið frá öllu þessu á einum og sama degi lögðumst við ánægðir til hvflu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.