Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1937, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1937, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINB 85 250 ára. Eftir Lúðvík Kristjánsson. sína í Ólafsvík, eru þar sex gras- býli og þrjár þurrabúðir og má nokkuð af því marka, að þar hafi ekki verið mannmargt í þann tíma. íbúarnir stuuda aðallega sjóróðra allan tíma ársins nema hásumarið, því að þá fara þurrabúðamenn- irnir í kaupavinnu inn í Dalasýslu og norður í Miðfjörð, en þeir sem aftur á móti hafa grasnyt hirða um hana. Um haust- og vorvertíð ganga venjulega sex og sjö bátar og eru hlutir liáseta að jafnaði 3—4 stór-hundruð. Afkoma Óls- ara er ekki verri en annarsstaðar á Nesinu, hvað húsakynni, fæði og klæðnað snertir. Viðsjárverð- ast þykir Plum, að ungbörn þurfi að alast upp án þess að fá nokkra mjólk. Segir hann að í Ólafsvík sje enginn nautpeningur, svo telj- andi sje, og að þess vegna sje mjög örðugt að fá mjólk og að hún sje afar dýr ef hún fáist. Þurrabúða- mennirnir eru fátækir og barn- margir og hafa þess vegna ekki efni á að kaupa mjólk handa hverju barni fyrir 20 fiska á mán- uði, en um lægra verð er ekki að ræða. (Hjer er átt við að hver fiskur vegi 1 kg. harður). Þannig er þá ástatt í Ólafsvík nokkru fyrir aldamótin 1800. VAÐ verslun Plums snerti, þá gekk hún ærið misjafnt og lágu til þess ýmsar orsakir. Tvívegis misti hann skip sín ldað- in vörum og varð þá fvrir miklu tjóni, þótt nokkuð af farminum bjargaðist í bæði skiftin. Um þess- ar mundir sigldu „spekulantar“ all-mikið á Ólafsvíkurhöfn, og revndu þeir að draga verslunina til sín, að svo miklu leyti, sem þeir gátu. Um Plum verður ekki sagt, að hann væri kaupmaður þungur, eins og mælt var eftir einn Hofsóskaupmanninn, því að hænn var mjög hjálpsamur og greiðvikinn og tapaði fyrir það miklu fje. Alt það sem nú hefir verið nefnt, studdi mjög að því, að ætíð var þungur róður fjár- hagslega hjá Plum þau árin, sem hann stundaði verslun í Ólafsvík. Veturinn 1794—1795 dvaldi Plum í Danmörku, en setti þá fyrir verslunina Kristján bróður sinn. Skömmu eftir áramótin ætl- aði Kristján íit á Sand við annan mann, en er þeir voru á leiðinni undir Enninu, fjell grjótskxiða úr fjallinu og varð Kristján undir henni og rotaðist. Það sem eftir var vetrar var verslunin lokuð og ekki opnuð aftur fyrr en Plum kom heim sumarið eftir. Plum keypti jafnan mikið af fiski og var hann oftast sjálfur við að verka hann. Á sumrin var oft erfitt að fá fólk í vinnu og gekk því fiskverkunin stundum síður en skyldi. í Keflavík á Sandi ljet Plum reisa fiskgeymsluhús og keypti hann allan fisk af Söndurum, sem þeir vildu selja og ljet verka hann þar út frá. Plum hafði enga versl- un á Sandi, nema hvað hann seldi lítið eitt af tóbaki og brennivíni. Allur sá fiskur, sem verslunin keypti í Rifi var verkaður þar. Plum keypti alla tíð feiknin öll af íslensku prjónlesi og segir hann sjálfur svo frá, að hann hafi selt 150 þús. vetlinga auk sokka og háleita þau þrettán árin, sem hann verslaði. Verður ekki annað sagt, en að fólk hafi verið ólatt á að taka í prjónana sína. Mjer þykir ekki ósennilegt að mönnum þvki fróðlegt að hevra skýrslu þá, sem er yfir vörur þær, er Plum flutti til landsins, þau ár er hann verslaði og set jeg hana hjer: Fiskikrókar 48 þús., brennivín 40 þús. 1., brauð, ýmsar tegundir, 514 tunnur (hver tunna 40 kg.), rúgur 1092 tunnur, bygg 190 tunn- ur, járn 164 skpd., steinkol 144 tunnur, veiðarfæri 5401 kg., rúg- mjöl 2734 tunnur (hver tunna 80 kg-), bygg 176 tunnur, mjöður 2062 1., salt 603 tunnur, tóbak, ýmsar tegundir, 12050 kg., tjara 60 tunnur, baunir 160 tunnur, grjón 164 tunnur. Auk þess, sem hjer hefir verið nefnt, seldi Plum ýmsar aðrar vörur, þótt í litlum stíl væri. Af þeirri kynningu, sem jeg hefi af Jakob Plum gegnum bækur lians, virðist mjer að það muni hafa verið vænsti karl, en ekki mjög til stórráðanna. Bók hans Reiseiagttagelser j Ingialdshools- og Frodersogn, ber það með sjer, að hann hafi gert sjer mikið far um að kynnast íslendingum sem best, og ber hann þeim söguna vel að flestu leyti. M aldamótin 1800 hættir Plum verslun sinni í Ólafs- vík og kaupir hana þá Holger P. Clausen og rekur hann hana þar til 1825, að sonur hans, Hans A. Clausen, tekur við henni. H. A. Clausen flytur til Ólafsvíkur 1829. Heimili Clausens er stórt og myndarlegt og eru þar 1835 16 manns. Meðal þeirra, sem hús- vitjunarbókin getur um er mág: kona Clausens og er hún þar köll- uð stofujómfrú. Um Það bil er H. A. Clausen byrjaði verslun í Ólafsvík, eru þar 86 manns og eru þar ' af 23 börn. Verslun Clausens var stór og umfangsmikil. Hann átti sjálfur skip, er hann hafði í förum, og fluttu þau allar vörur hans til Ólafsvíkur. Eftir því sem mjer er kunnugt, voru það aðallega tvö kaupför, sem komu til Ólafsvíkur og hjetu þau Svanur og Þykkvi- bær. Auk þess, kom þangað salt- skip á hverju ári, er kallað var Kurer. Þykkvibærinn fjell all- fljótt úr sögunni, en Svanurinn var aftur á móti í förum svo að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.