Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1937, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1937, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 107 Brúðan, sem gekk aftur. (Smásaga). ARIN líða og minninganna fjöld um stóra og smáa við- burði daglega lífsins hrúgast upp í meðvitundinni og birgja niðri atburði, svo þeir týnast manni, þangað til alt í einu að smáatvik geta eins og vakið upp endur- minningarnar frá dauðum. Þannig leiftraði löngu gleymd endurminning alt í einu upp í hug skoti Bob Rivers, leynilögreglu- mannsins, er frú Sweeney tók brúðuna, rjetti drenghnokkanum hana og ýtti honum út úr dyrun- um um leið og hún sagði: — Farðu nú út, dengsi minn, og leiktu þjer að brúðunni á með- an jeg er að tala við ókunnuga manninn. Bob Rivers hafði rent augunum eitt augnablik á brúðuna. Það var í raun og veru varla hægt að nefna hana því nafni, svo var hún skítug og rifin og ólöguleg. En samt minti hún hann á brúðu, sem hann hafðl einu sinni átt og sem frek vinstúlka hans hafði hnuplað frá honum. Og það var engin önnur en frú Sweeney. En langt var síðan þetta var. — María, sagði hann svo, Ert þú gift Abe Sweeney? Hún leit á hann. Ómögulegt var að sjá, að hún gleddist yfir end- urfundi þeirra. — Jeg þekti þig strax, sagði hún. Hvað er erindi þitt hingaðt Bob Rivers leit í kringum sig í stofunni. Þar var ekkert sjer- staklega eftirtektavert. Stofan var ósköp blátt áfram. — Er maðurinn þinn ekki heima? sagði hann — í stað þess að svara spurningu hennar. — Nei, hann hefir ekki verið heima í viku, sagði hún afundin. Hann fór til Chicago. — Hvenær fór hann? Getiu' þú gefið mjer utanáskrift hans? Hún hvesti á hann augun og sagði síðan: — Hann fór á föstudaginn var. Bob leit enn í kringum sig og sagði svo: — Þú hefir vistlegt heimili hjer, María. Má jeg fá að skoða mig dálítið um hjer? Kuldalegt bros ljek um varir hennar er hún gaf honum leyfi til þess. En brátt var Bob Rivers kom- inn út á götuna og mætti þar drengnum, Jimmy Sweeney, með hina skítugu og rifnu brúðu í hendinni. Hann var ekki vel hirt- ur. En verri var brúðan. Nokkrum dögum seinna kom Bob Rivers aftur til frú Sweeney. Heimsóknin öll og samtalið var hjer um bil alveg eins og í fyrra skiftið. — Ert það þú aftur, sagði frú- in, er Bob kom, án þess að sýna nokkra hrifningu í rómnum. Og aftur sagði hún drengnum að fara út með brúðuna, meðan hún væri að tala við ókunnuga mann- inn. — Ertu enn kominn til að hitta manninn minn? sagði hún svo. Jeg hefi engar fregnir af honum. Það þykir mjer að vísu einkenni- legt, því jeg er að komast í pen- ingavandræði. — Jæja, svo þú ert að komast í vandræði með peninga? sagði Bob. Það var leiðinlegt. Heldurðu að þú hafir engin ráð ? bætti hann við og deplaði augunum snöggvast. Hún ypti öxlum og sneri sjer undan. — Jeg skil ekki hvað þú ert að fara, sagði hún svo. Eða vilt þú líta á íbúðina einu sinni til? Hann játaði því. En í þetta skifti tók það mjög stutta stund fyrir honum. Brátt var hann kominn út á gangstjettina og horfði þar á drenginn hennar frú Sweeney, þar sem hann dingl- aði brúðunni sinni, er var ennþá tuskulegri en síðast. Bob Rivers brosti. Var hann að hugsa um brúðuna, sem ungfrvi Mary Perkins hnuplaði frá hon- um, hún, sem nú hjet frú Sween- ev? Þegar Bob Rivers hringdi dyra bjöllunni hjá frú Sweeney í þriðja sinn, hafði hann pakka undir hendinni. Hann varð dálít- ið skrítinn á svipinn, er hún ætl- aði að senda drenginn í þriðja sinu út með brúðuna sína. — Bíddu við, drengur minn, sagði hann og rjetti honum pakk- ann. Manstu ekki eftir því, María, er þú eitt sinn tókst frá mjer brúðu, er við ljekum okkur saman sem krakkar? Hún var nærri því eins skítug eins og þessi. Nú ætla jeg að endurgjalda þetta á mína vísu, og hjer er hrein og falleg brúða handa þjer, drengur minn. Svo fæ jeg þína í staðinn. — Nei, nei, hrópaði frú Sween- ey upp yfir sig. Hana færð þú ekki. Og him ætlaði að þrífa skít- ugu brúðuna af drengnum. En Bob varð fljótari til. Og nú varð hann að taka á öllum kröftum og slengja frúnni frá sjer. Svo reif hann opnar útidyrnar, en tveir einkennisbúnir lögregluþjónar komu inn. — Setjið á hana handjárnin. skipaði Bob, og gekk síðan að borðinu. — Þegar jeg sá dreng- inn þinn með brúðuna, sagði hann þá, datt mjer í hug brúðan, sem þú stalst frá mjer, er þú varst saklausari en þú ert nú. Hún var mikils virði fyrir mig. Nú skulum við athuga, hvort þessi er ekki nokkuð mikils virði líka. Hann tók upp hmíf og fór að spretta brúðunni upp. Brátt hrundu glitrandi demantar niður á borðið. — Átti jeg ekki von á, sagði hann. Þarna eru demantarnir, sem stolið var í Maiden Lane um daginn. Við þektum það á því, hvernig innbrotið var framið, að Abe Sweeney hafði verið þar á ferð. Þegar hann var tekinn fast- ur hafði hann ekki demantana, svo þeir hlutu að vera hjer. Þú hafðir dálæti á brúðum. Og svo er auðsjáanlega enn. Sagan end- urtekur sig. Alt gengur aftur, — jafnvel brúður.-------

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.