Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1937, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1937, Blaðsíða 6
110 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sig, og á eftir sótti að hoiium mik- ið þunglyndi með iðrun og efa- semdum. En Katharina var ekki einasta fær um að matreiða handa honum eins og honum fjell best, hún fann líka þegar þunglyndis- köstin nálguðust. Þá gerði hún boð fyrir bestu vini þeirra heim í klaustrið, án þess hann vissi af, og hauð einmitt þeim, sem best gátu glatt hann og dreift áhyggj- um hans, efndi til veislu og glað- værðar, ellegar undirbjó skemti- ferðir út í sveit með þeini. Búsýslukona mikil. Húsmæður eru vanar að spyrja hvaðan peningar þeir koma, er þær þurfa til heimilisins. En þetta var erfitt mál. Lúther helst ekki á neinu, og bað svo vini sína að hjálpa sjer um það, sem hann þurfti til þess að halda uppi greiða og gestrisni. Kjörfurstinn sendi þeim villikjöt og vín. Aðrir gáfu þeim kálfa eða grísi, og enn aðrir sendu smjör. ost, grænmeti og ávexti. En húsmóðuriuni líkaði þetta ekki. Hún átti erfitt með að veita stóru heimili forstöðu, en vera háð gjöfum manna sitt úr hvorri átt- inni. í Nimbschen hafði hún lært hvað hægt var að hafa upp úr landbúnaði, með jarðrækt og bú- peningsrækt. Hún gat ekki þolað til lengdar að vera svona ósjálf- bjarga. Því yar það, að þegar bróðir hennar flosnaði upp af föð- urleifð þeirra, þá fjekk Katharina komið því í kring. að þau kevptu jörðina. Lífsregla Lúthers var: Gef þeim, sem biður, og snú eigi frá þeim, sem vill lána. En Katharinu fjellu betur í geð orðin: „Hver af yður, sem ætlar að byggja turn, setur sig fyrst niður og reiknar, hvort hann hafi nóg til þess að ljúka við hann, svo eigi allir spotti hann og segi: Þessi maður byrjaði að höggva, en hann var eigi þess megnugur að fullkomna verkið“. Hún leit svo á, að þegar menn ættu fyrir börnum að sjá, þá yrðu menn að koma sjer þannig fyrir, að þeir gætu staðið á eigin fót- um. Og hún fjekk búsforráð á Zuelsdorf, og áhöfn á jörðina. Hún náði líka eignarhaldi á dá- litlum skógi, svo hún gat fengið þar nægan eldivið, og hún leigði jörðina Boas, því þar var dáltíil fiskitjörn. Hún gerði miklar endurbætur á jörðinni, sem góð búkona, ljet byggja þvottahús og baðstofu, brugghús, hesthús og fjós, svína- stall og hænsnagarð. Hún gróður- setti vínvið, ræktaði hör, til þess að geta spunnið og ofið í sængur- föt heimilisius. Armæða og dauði. En svo komu veikindi á heim- ilið og dauðinn barði að dyrum. Verst fjell þeim lijónum er þau mistu dóttur sína Magdalenu, 14 ára gamla. Hún var augasteinn þeirra, engill í mannsmynd. Frá- fall hennar varð foreldrunum svo þungbært, að þau ætluðu vart að geta afborið það. Nu leið að því, að heilsa Lúthers bilaði alveg, og þunglyndið ásótti haun meira og meira. Eitt af því, sem jók á áhyggj- ur hans var það, að stúdentalífið í Wittenberg fjekk alt annað snið og stefnu, en liann hafði gert sjer vonir um. Það var árið 1546, að Lúther varð að fara að heiman til þess að koma sættum á í landamerkjamáli milli tveggja bræðra, er voru vin- ir hans. Það voru greifarnir af Mansfield. Þeir gerðu báðir til- kail til þess að eiga sama fjallið. Hann var á heimleið íir þeirri ferð, er hann veiktist í Eisleben. Honum hafði tekist að koma sætt- um á. Hann skrifaði til konu sinn- ar: ,,Alt hefir gengið að óskum, kæra Kata. Jeg vonast eftir að vera kominn heim til þín eftir fáa dagft“. En þegar hún fjekk orðsending þessa, lá hann meðvitundarlaus á banabeði. Allar lækningatilraunir urðu árangurslausar. Hann leið út af í dauðann áður en varði. Við banabeð hans voru synir hans þrír, Coelsius hirðprestur og Al- breeht greifi, svo og nokkrir fleiri vina hans. Síðustu orð hans voru: „Faðir í þínar hendur fel jeg minn anda. Þú hefir endur- leyst mig, þú tryggi Guð“. Nú komu mikil mæðuár fyrir Katharinu, með ófriði og drepsótt- um. Vonir hennar brugðust. Heim- ilið varð hún að flýja. Fjárþröng hennar var mikil og varð hún að leita á náðir ýmsra. M. a. leitaði hún styrks hjá Kristjáni þriðja Danakonungi, en hann hafði styrkt Lúther í þakkarskyni fyr- ir að Lúther annaðist kenslu danskra prestaefna. Og þegar pestin kom á fjölment heimili hennar, varð hún að flýja barn- anna vegna. En á þeirri ferð varð him fyrir slysi. Vagnhestur fæld- ist, og slengdist hún úr vagnin- um. Hún slasaðist svo mikið inn- vortis, að hún dó 3 vikum síðar eftir miklar þjáningar. En meðau hún lá banaleguna las hún mikið í heilagri ritningu og bað fyrir böruum sínum og þjóð sinni. \æn kona. Eitt sinn hjelt Lúther ræðu í brúðkaupi. Þá hafði hann verið giftur í mörg ár. Þá vitnaði hann í orð Salomons, hvernig fyrir- myndar húsmóðir sje: Væna konu, liver hlýtur hana? Hún er mikils meira virði en perlur. Hjarta manns hennar treystir henni, og ekki vantar að honum fjenist. Hún gjörir honum gott og ekkert ilt alla æfidaga sína. Hún sjer um ull og hör og vinnur fúslega með höndum sínum. Hiin er eins og kaupförin, sækir björgina langt að. Hún fer á fætur fyrir dag, skamtar heimilisfólki sínu og segir þernum sínum fyrir verkum. Hún hefir augastað á akri og kaupir hann. af ávexti handa sinna plantar hún víngarð. Hiin girðir lendar sínar krafti og tekur sterklega til armleggj- unum. Hún finnur, að atvinna hennar er arðsöm, á lampa hennar sloknar eigi um nætur. Hún rjettir út hendurnar eftir rokknum,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.