Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1937, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1937, Blaðsíða 2
LBSBÓK MOftGUlfBLAÐSINfl Þegar Kaupmannahöfn stóð í björtu báli. Bruninn mikii í Kaupmanna- köín haustið 1728 lieiir orðið Is- lendingum minnistæður, einkum vegna þess að þá brann, sem kunn- ugt er, bókhlaða Arna Magnússon- ar og í’órst þar alimikið ómetan- legra íslenskra bandrita. En bve illa tókst til um slökkvi- starfið í þetta smn, segir nokkuð í eftirfarandi grein: Það skall burð nærn bælum að öll Kaupmannaböfn bryuni í brun- anum mikla þ. 20.—23. október 1728. En eins og oft vill verða, þegar um stórslys er að ræða, þá voru upptökin eða tilefnið næsta lítrð. Kertasteypari einn og kona bans toru óvarlega með eld við kerta- steypuna. En vafalaust befði fljótt tekist að stöðva útbreiðslu eldsins, ef borgarbúar befðu ekki staðið í þeirri bjargföstu trú, að aldrei gæti orðið um stórbruna að ræða þar í borg. Þó stórbrunar befðu undanfarin ér verið tíðir í öðrum borgurn landsins, trúðu menn því statt og stöðugt, að slökkvilið Hafnar væri svo ágætt, og befði svo góða aðstöðu með öllum þeim vatnssíkjum, brunnum, pumpum og gosbrunnum sem þar voru, að eldur breiddist þar aldrei út svo nokkru næmi. Fáir Hafnarbúar bafa því látið sjer til hugar koma að nokkur hætta væri á ferðum, er það frjett- ist um borgina að kvöldi þess 20. október 1728 að kviknað væri í húsi á Litla Sankti Clemensstræti, En því fór miður, að bvasst var af vestri, og stóð því frá brunan- um inn yfir borgina. En það sem verra var. Hið „ágæta slökkvilið" var í ljelegu ásigkomulagi það kvöld. Haldin bafði verið slökkvi- Bfing um daginn. Og nú sátu slökkviliðsmenn á knæpum bæjar- ins við að slökkva þorsta sinn eftir erfiði dagsins. Þegar loks tókst að safna þeim saman til dáða að nýju stóð hverfið umhverfis Litla Sankti Clemensstræti alt í björtu báli. I bverfi þessu voru yfirleitt lítil timburbús og engir eldvarnarmúrar á milli þeirra. Víða í hverfinu voru geymslubús þar sem geymd var tjara, bör og hampur. Jók þetta á eldhafið. Þá bætti það ekki úr skák, að slökkviliðsstjórinn, Preisler, var enginn maður til þess að standa í slíkum stórræðum, sem bjer báru að böndum, höfuðsmaður staðar- ins, Hans Styve, var veikur. En þá tók út yfir þegar menn komust að raun um, að vatnspípur í bverf- inu voru þurrar, af því verið var að gera við vatnsleiðsluna þar. Að vísu var stutt til vatns í varn- ardýki borgarinnar. En í því var saltvatn. 1 þá daga hjeldu menn að saltvatn dygði ekki til að slökkva eld. Þess vegna tók slökkviliðið það ráð að nota skolp og forarvatn af götunum fyrst í stað, með þeim árangri, að slökkvi slöngurnar fyltust brátt af leðju. Skömmu eftir að slökkvitilraun- ir byrjuðu voru sjóliðsmenn frá Hólminum boðaðir slökkviliðinu til aðstoðar. En þeir ljetu ekki sjá sig, hvernig sem á því stóð. En hermennina vildu menn ekki kalla, því menn óttuðust að í öllu þessu írafári myndu þeir grípa tækifærið og strjúka úr berþjón- ustunni. Og til þess að missa ekki hermennina út úr borginni var öll- um borgarhliðunum lokað. En þetta varð aftur til þess, að allur sá fjöldi sem þusti til borgarinnar úr nágrenninu, tii þess að aðstoða við slökkvistarf og björgun, komst ekki inn í borgina, á meðan mest reið á, og mestu hefði verið bægt að bjarga. Það var ekki að undra þó eldur- inn breiddist ört út. Kviknað bafði í klukkan að ganga 8 um kvöldið. En kl. 10 var Studiestræti, Sct Pjetursstræti og Larsbjörnsstræti í björtu báli. En nú bættist við ný íkviknun í Norðurgötu. Maður nokkur, sem kallaður bafði verið til slökkvi- starfs, bafði gleymt logandi tólg- arkerti á loftbita. Alt í einu dett- ur bonum í hug eldbættan frá kertinu og tekur til fótanna beim til sín. En það var um seinan. Kviknað var í búsinu svo þar varð við ekkert ráðið. Þegar upptök eldsins, er breiddi sig um borgina, voru orðin tvenn, fór ait slökkvistarf á ringulreið, og þeim fjellust gersamlega bend- ur, sem stjórna skyldu. Sem dæmi um ráðleysið og vitleysuna er það sagt, að lögreglustjórinn sjálfur, Himmerieb, var nærri brunninn inni í timburgeymslu einni. Er bann sá í bvert óefni var komið drakk bann sig útúr fullan inni í timburgeymslu, og sofnaði þar. En brátt barst eldhafið þangað, og náðist bann þá með naumindum út. Morguninn eftir, það var á fimtudegi, var kominn eldur í St. Petrikirkju, háskólann og bisk- upsgarðinn, og Frúarkirkja var í bættu. Þá sáu menn að nú væru eigi önnur ráð en gera varnarbelti til þess að stöðva útbreiðslu elds- ins, með því að sprengja upp bús. Nú var fengið stórskotalið til að skjóta niður búsin. En byssurnar reyndust eigi þess megnugar að rústa búsin. Þá var gripið til þeirra ráða að sprengja búsin með púðri. En svo mikið var fátið og furnið, er púður var sett undir stórbýsi eitt á borninu á Gamla- torgi og Norðurgötu, að það gleymdist alveg að segja íbúum bússins á hverju var von. Og það var hending sem rjeði því, að fólkið gat forðað sjer úr búsinu áður en það sprakk í loft upp. Skömmu síðar kviknaði í Frú- arkirkju. Þá sleptu menn sjer al- veg. Ríkti nú fullkomið stjórn- leysi um hríð. Hver hugsaði um að bjarga sjer og sínu. Slökkviliðs- menn hlupu frá dælunum bver heim til sín, til þess ef takast mætti að bjarga einhverju af eigum sínum. Húsgögn og aðrir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.