Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1937, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1937, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 141 karlsins í kotinu. S. B. segir frá Hannesi gamla Hanssyni Hannes Hansson. allan við. En ef mig vantaði eina kind að kvöldi, þá var jeg barinn. Þau hjálpuðust að því hjónin að lemja mig — bæði tvö. Lemja mig! Fermingardaginn minn fann jeg andarhreiður með tólf eggjum. -Teg tók öll eggin og liafði heim með mjer. Þetta var um morgun- inn. Þegar jeg kom heim frá kirkj- unni var mjer borinn ýsusporður og eitt andaregg. Þetta va/- ferm- ingarveislan mín og öll næringin daginn þann — að undanskildu sakramentinu, sem ekki hissaði nú sjerlega hátt í mjer. En þetta var ekkert einsdæmi, því á Grjótlæk fjekk jeg mig aldrei, aldrei sadd- an. Um sumarið þoldi jeg við — en þegar haustaði að og húma tók og veturinn gekk í garð, þá kvaldi mig líka kuldinn., Skömmu eftir rjettir kom jeg dag einn neðan vir fjöru og fann nestispoka í „þjóðgötunni“. I skyndi lej'.sti jeg frá malnum til að ganga úr skugga um, hvað hann hefði að geyma. Fyrst varð f.vrir mjer heilt sauðarlæri, feitur bringukollur, tveir sviðakjammar, stórar iiskjur tneð smjöri og hálf pottkaka. -Jeg man hvern- ig öllu var raðað í malinn. betur en þó .jeg hefði fundið hann í inorgun. Á meðan jeg leit rannsakandi augum á þetta lostæti, er garnir inínar þráðu úr hófi fram, reið fram á mig ferðalangur, semjeg ekki þekti. Jeg spurði haún óðar, hvort hann vissi um nokkurn, er glatað hefði mal sínum, og kvað hann nei við því. Þegar jeg hafði skýrt þetta mál nánar fyrir hon- um, rjeði hann mjer til að njóta fundins fengjar, ef jeg fyndi eng- an eiganda að honum — og bætti við: Mjer sýnist þjer ekki veita af því, drengur minn. Sigrihrósandi dró jeg nú mal- iun heim með mjer og urðaði hann vel og vendilega í fletinu mínu — en þegar jeg ætlaði að vitja hans, var hann horfinn. Síð- an hefi jeg aldrei til hans spurt. En þetta var ekkert. Jeg hafði að sönnu svelt alt sumarið, — en með kuldanum og myrkrinu, frosthörkunum og vetrinum tók mig að hungra, hungra, hungra, og hungrið ætlaði að trylla mig. Dag eftir dag, viku eftir viku, var jeg látinn bera blautt þang neðan úr fjöru. Þangið var þurk- að og notað til eldsneytis. — Eftir fyrstu ferðina á morgn- ana var ekki þur þráður á mjer, og þannig varð jeg að halda áfram allan daginn, hvern- ig sem veður var. Ef jeg hefði ekki verið svo djarfur að skjót- ast við og við heím á bæi til að sníkja mjer bita, þá hefði jeg drepist, drepist eins og kvikindi — drepist úr hungri, eins og fað- ir minn. lokið mörgunstörfuiii mínujni að var á miðþorra. Jeg hafði í fjósinu á Grjótlæk og hvorki fengið vott nje þurt um morgun- inn, frekar en vant var. Nú lá næst fyrir að bera þang, og úti var slagveður mikið óg ofsarok. Jeg var vanur að fá einiiverja hungurlúsarkreistu ofan í mig áð ur en jeg byrjaði á þangburðin- um, en nú var mjer skipsð að fara umsvifalaust í þangið, því jeg væri búinn að svíkjast nógu lengi um og slæpast við verkin í morgun. Jeg gékk þegjandi fií, því jeg vissi sem var, að hjer voru öll orð óþörf og engrar miskunn- ar að vænta. En þegar jeg raoib- aði niður túnið varð mjer það á, að jeg leitaði mjer skjóls í hest- húsinu, á meðan ein krapahryðj- an var að líða hjá. Viðdvöiina í hesthúsinu notaði jeg til að pissa á vetlingaræflana mína og þíða þá. Það var skammgóður verm- ir, en það var nóg til þess, að jeg kom þeim upp. Jeg veit vel, að núna þykir þetta dónalegt — en svoua var það. Jeg segi það dvcg satt. Rjett í því að jeg var að bora upp á mig glóðvolgum vetlingun- um — og jeg naut þessa vls til hjartarótanna — snaraði húsmóðir in sjer inn í hesthúsið. Þar með var lokið sæludraum míuum — og vetlingarnir urðu aftur kald- ir! Svarblá í andlitinu og útblásin af fólsku ætlaði hún að vinda sjer beint að mjer og lúskra mjer. En* henni varð fótaskortur á miðri leið, svo hún fjell á nasirn- ar niður í blautan og ilmandi hrossaskítinn — og þegar hún bjdti sjer á fætur var hún auð- sjáanlega hálfu reiðari en nokkru sinni og rauk nú beint á jötuna, reif þar upp eitt jötubandið og barði mig með því út úr húsinu og skipáði mjer að fara tafarlaust eftir þanginu, eða — — —. Jeg flýði undan höggunum út úr dyrunum og leikurinn barst fram á svellrunninn og spegilhál-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.