Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1937, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1937, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGTTNBLADSE'JS Í43 VOÐINN OG VÖRNIN. i. Ef mannkynið á að geta lifað rjett, verfSur að byrja á þvi að lita rjettar á lífið og af meiri víðsýni en hingað til. Grískur maður, dr. Antoníú, birti í ágúst 1914 spádóm, sem skráður hafði verið árið áður, og þar sem sögð var fyrir styrjöldin mikla 1914—18 og hvernig gang-' ur hennar mundi verða í aðalat- riðum. Nú getur sama blaðið, sem þetta er haft eftir (Light 1. apríl þ. á.), um 10 ára gamla telpu, Gertrude Cielon, sem í miðils- ástandi spáir mjög stórkostlega. Koma allar hennar spár þar niður, að hrœðileg ógæfa vofi yfir mann kyninu og að ekkert geti bjarg- að, nema „iðrun í sekk og ösku“. Virðast þau bjargráð heldur ó- efnileg. Segir hið margfróða blað, að úr mörgum áttum öðrum hafi á þessum síðustu tímum komið fram svipaðar feiknspár, „en til tallrar hamingju fylgir þeim það fyrirheit, að hinum yfirvofandi voða geti orðið afstýrt, ef menn aðeins geti vitkast svo, að þeir átti sig á því, hvað þeim hefir yf- irsjest“. Er þess mjög að vænta, á þeim tímum sem nú eru, að mjög sje spáð og ógurlega mjög, og þó ekki án vonar, og mætti nefna slíkt aldaskiftaspár. II. Jeg er eins sannfærður um það nú og jeg var í apríl 1914, að hinn mesti voði sje yfirvofandi, og þó enn ógurlegra um að litast nú en þá. Er mjer nú margt ljós- ara í þessum efnum en var fyrir 23 árum, og jeg tel ekki nokkurn vafa á því, að þar sem spárnar segja, að voðanum megi afstýra, þá er það rjett, þó að það sje hins vegar mjög lítilsvert sem þær segja um það, hvernig þetta geti orðið. En það er það, sem segja má með vissu, ef vjer getum stuðst við nokkurn skilning á hinn löngu sögu lífsins á jörðu vorri, einsog jarðfræðin kennir oss hana, og dálitla þekkingu á hinni furðulegu sögu lífsins í al- heimi, einsog stjörnufræðin kenn- ir oss hana því miður ekki enn- þá. Vjer hjer á jörðu þurfum að geta þegið þá hjálp, sem íbúar stjarnanna eru af svo miklum áhuga að leitast við að veita oss til þess að komast á rjetta lífs- braut. En það samband, sem til ]>ess er í.auðsynlegt, getur ekki tekist, fyr en vjer lærum að líta fullkomlega náttúrufræðilega á ýmsar þær verur, sein taldar hafa verið lifa á einhverjum óefnisleg- um og með öllu óskiljanlegum til- verusviðum. Vjer þurfuin með öðrum orðuin að skilja, að það eru íbúar stjarnanna, sem vjer eignm að fá samband við, og að þar sein stjörnuheimurinn er, þar er vor eigin framfarabraut um ómælaniegar aldir. Helgi Pjeturss. Loðnuveiðar(frh) þó umfram alt reyna að halda þeim áfram, og reyna til þrautar hvort um framtíð væri að ræða á þessu sviði fyrir vertíðarútgerð Hornafjarðar, eða ekki. Jeg keypti nú nót og byrjaði veiðar strax og Austfjarðabátar komu. Nokkuð aflaðist, en gekk tregt að selja til beitu. Útgerðar- menn voru hálftortrygnir, sem vonlegt var, þar sem um algerlega óreynda nýjung var að ræða. En loðnan vann sjer traust, smátt og smátt, er einn og einn bátur, sem beitti með nýju síli, fór að fiska mun betur en hinir, sem höfðu aðra beitu. Jafnframt fór jeg smám saman að verða af með meira og meira af sílinu á dálitlu verði, sem ekki veitti af, því dýrt var að vera löngum bundinn við veiði þessa um hávertíðina, og halda menn við hana, en oft aflað- ist lítið eða ekkert. Þó voru lengi nokkrir, sem ekki fengu trú á þessari nýju beitu og beittu áfram með síld, en einnig þeir ljetu flestir sann- færast áður en þessari vertíð lauk. Ef litið er á það, að þetta var aðeins önnur vertíðin, sem þessi nýja beita var reynd, er ó- hætt að segja, að vonum framar hafi þetta gengið vel. Þegar nokkuð var liðið á þessð vertíð gerðist það, að útgerðar- maður af Austfjörððum hafði með sjer hingað netpoka, sem líktist stórum háf. Poka þennan lagði liann í álinn, sem liggur að sjó- húsabryggjunni á Höfn, og er hann dró hann upp aftur eftir eina nótt, voru í honum 1—2 tunn ur af loðnu. Um nóttina hafði verið norðanstormur og loðnan leitað í hlje undir Hafnartangan- um, og eitthvað af henni lent í pokanum. Maðurinn, sem gerði þessa tilraun, var Jakob Jakobs^ son frá Norðfirði, hægur maður, gætinn og greindur vel, eins og ætt hans frá Vatnsnesi. Hann sagði í garnni og alvöru: „Þetta eru gullpeningar“. Sumir vantrú- aðir glottu við, eins og þeir vildu segja: „Verði honum að góðu“. Þennan dag fjekk Kobbi 10 skippund af þorski á loðnuna sína. Eskfirðingarnir, Kristján Jónsson og Tómas Magnússon, sem fyrstir manna urðu til þess að nota hina nýju beitu, og þar með ljá þessari þörfu nýjung stuðning og fylgi, öfluðu 7 skp. hvor þennan sama dag á síli frá mjer. En á frosnu síldina feng- ust áftur á móti aðeins 2 skp. að meðaltali á bát þennan dag. Eftir því sem lengra leið á ver- tíð þessa fjölgaði stöðugt þeim, sem beita vildu með loðnu, og eft- irspurn eftir henni jókst. Gaf það byi í seglin mjer og njínum mönn um, sem veiði þessa stunduðum, og nokkuð í aðra hönd fyrir erfiði og tilkostnað. Þó gladdi hitt meir, hversu tiltölulega fljótt sú tilætl- un náðist, að fá sjómenn til þess að reyna þessa líklegu og ódýru beitu, og að hún hafði ekki brugð ist þeim vonum, sem jeg gerði mjer um hana. Og í þessi vertíð- arlok var svo komið, að það var alment álit manna, að loðnan væri hin besta beita. (Niðurl.). Daily Telegraph segir frá því, að Carol Rúmenakonungur liafi stofnað bókaútgáfu, sem hann veitir sjálfur forstöðu, og opnað nýtísku bókabúð, þar sem bæk- ur forlagsins eru seldar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.