Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1937, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1937, Page 1
or3M®JÍ>Ia2>0íM0 20. tölublað. Sunnudaginn 23. maí 1937. XII. árgangur. isafulunrprrntsmiðja h.f. Meðal Múhameðstrúarmanna f Sýrlandi. Þeir lifa í trúarsælu og fasta í mánuð. Söfnuður fyrir utan kirkju í Nebk. Frásögn sr. Sigurd Geleff. Hingað er kominn danskur trúboði, sr. Sigurd Geleff, sem verið hefir í 14 ár austur í Sýrlandi. Ilann er starfsmaður Austurlandatrúboðsins danska, sem hefir 4 skóla þar í landi, spítala og lyfjabúð. Sr. Geleff hefir verið heima í Danmörku í rúmlega eitt ár, en fer aftur til Sýrlands ineð haustinu. Það kemur sjaldan fyrir að maður, sem kunnugur er þar um slóðir, sje hjer á ferð. Hefir blað- ið haft tal af sr. Geleff og hefir hann sagt eitt og annað um stað- hætti þar austur frá,sem hjer skal greina: — Kunnið þjer vel við yður í Sýrlandi?, spyrjum vjer sr. Geleff. — Já, það væri synd að segja annað. Jeg hlakka til að koma aftur þangað austur eftir. Þar er vitaskuld alt með öðrum svip en við Evrópubúar eigum að venjast. „Landið er undir frönskum yf- irráðum? — Svo á það að heita. En yfir- ráð Frakka eru yfirleitt lítið áber- andi þó Sýrlendingum sjálfum finnist þau vera alt of mikil. í Sýrlandi eru nú eiginlega tvö lýðveldi, hvert öðru óháð. Liban- on, sem nær yfir strandlengjuna meðfram Miðjarðarhafinu, og Lib- anon fjöllin, með höfuðborginni Beirut, og svo hið eiginlega Sýr- land, með höfuðborginni Damask- us, sem nær yfir hásljettuna aust- an við Libanon fjöll og alt austur til Mesopotamíu, sem nú er nefnd Irak. Miklu meira þjettbýli er í Lib- anon en í Sýrlandi, sem að miklu leyti er eyðimörk. — Er sæmileg kyrð í landinu og friður? — Síðan uppreisnin var þar 1925—’26 er nokkurnveginn frið- samt þar. En á þeim árum logaði alt í óeirðum, og menn fóru um landið með báli og brandi. Engin lögleg stjórn var, og vorum við útlendingarnir lengi vel alveg á valdi uppreisnarmanna. Eftirstöðvar frá óeirðum þess- um eru nú aðallega þær, að stiga- menn ræna ferðafólk við og við. Stigamenn þessir hafa flestir lagst út vegna þess, að þeir voru dæmd- ir í fangelsi fyrir morð og grip- deildir í óeirðunum 1925—’26, en hafa sloppið úr fangelsinu og fengið að leika lausum hala í landinu, án þess að fá möguleika til þess að gerast reglulegir borg- arar þjóðfjelagsins að nýju. — Ilvar er heimili vðar í Sýr- iandi? Undanfarin ár hefi jeg átt heima í bæ, sem heitir Nebk, 80

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.