Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1937, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1937, Blaðsíða 2
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 162 þegar jeg fyrst ók eftir veginum í gegnum öll þorpin, sem lijetu þessum skrítnu nöfnum: Leje- bölle, Nyebölle, Tullebölle, Svale- bölle, Fleebölle o. s. frv. — 14 slíkar böl-lur á Langalandi. En jeg sem var íslendingur var ekki lengi að skilja, að bölle er sama orðið og þjýli hjá okkur og dreg- ið af ból, sem enn er óbreytt til í dönskunni. — „íslenskan er orðaríkust móðir, — ekki’ er vert að svíkja bræður góðir“, sagði Bólu-Hjálmar. Hvar sem jeg kem -meðal Lang- lendinga er að sjá efnalega vel- líðan, þrifnað og góð húsakynni, þó með gömlu lagi sje. Kornrækt er hjer í góðu lagi, en sjósókn er mikil við vesturströndina og veitt mikið af þorski, rauðspettum, ál o. fl. Þegar jeg kom hjer fyrir 3 vikum var hjer, og víða við Stóra- belti, landburður af þorski og höíðu menn ekki við að koma hon- um af sjer á markað, svo að verð- ið fjell niður í 10 aura pundið og allir átu þorsk. Þá höfðu kuld- arnir gengið og ísalög mikil í öll- um sundum og Kattagati, og einn ig landburður af þorski og síld á Jótlandsskaga. Jeg óttaðist þá, að þessar okkar íslensku höfuð- skepnur hefðu vilst til Danmerk- ur og haldið þar vera ísland með sínum hæfilega kulda. Eða var Þuríður sundafyllir gengin aftur og orðin hálfpartinn danskur ís- lendingur eins og jeg? En brátt snerist fiskgangan frá landinu, svo nú er aðeins reitingur, og „harmar hlutinn sinn, hásetinn“. * miðju Langalandi, þar sem heitir Tranekær (og við mundum kalla Trönumýri), er höll ein mikil og vegleg, og víggirt vel, með múrgröfum og skotgryfjum að gömlum sið. Slot þetta á Ahle- feldt-Láuritzen greifi og fylgir því að eign mikill þorri jarðnytja og bygginga hjer á eynni. En hvorttveggja er, að greifi þessi er nú aldraður og þrotinn að heilsu, og að eins. fer honum og öðrum hallargreifum hjer í Danmörku, að vegna hárra skatta treystist hann ekki að búa lengur í höllinni, með þeirri rausn sem til þarf, svo að nú hefir hún staðið auð í nokkur ár og endar sennilega bráðum sem almenningseign, til að notast fyr- ir fífl og fábjána. Það má sjálf- sagt nota þá mikíu byggingu til hælis og heilsubótar fyrir ein- hverja drottins vesalinga líkt og sum önnur aðalsmannaslot Dana liafa verið notuð til. Nóg er af vesöld, þó stórdugleg sjeu vísind- in. Nú er farið að tíðkast að byggja heilsuhæli, ekki einasta fvrir 'berklaveiki, heldur svo marga aðra slæma sjúkdóma, eins og t. d. krabbamein, taugasjúk- dóma, gigt, sykurveiki o. fl. Eitthvað allra tíðast finst mjer hjer að hitta æðakölkun, blóð- þrýsting, sykurveiki og offitu. — Það veitti ekki af sinni höllinni fyrir hvern þessara leiðu sjúk- dóma og koma aðalsmönnunum síðan öllum til vistar á kotunum framvegis, meðan þeir væru frísk- ir, svo að hallirnar væru einungis fyrir vesalingana. Eins og jeg mintist á hjer að framan eru húsakynni og þrifn- aður í góðu lagi hjer, eins og á Fjóni. En á Lálandi, þar sem jeg var um tíma í haust, og á Jót- landi, fanst mjer þvert á móti og standa víða langt að baki því, sem nú tíðkast heima á voru landi. anska alþýðufólkið er mjög auðvelt og vingjarnlegt í við móti, en daufari finnast mjer bænd ur og bændasvnir hjer en á Jót- landi. Yfirleitt hefir hjer í landi, ekki síður en heima, orðið feikna- mikil breyting til framfara í ment- un alþýðu og allri aðbúð og atorku á síð\ jtu áratugum. Jeg man glögt, þegar jeg sem ungur stúdent dvaldi sumartíma á Vestur-Jót- landi fyrir 40 árum síðan, hve alt var þar pokalegt, og peysulegt fólkið. Fátæktin var á víð og dreif um allar sveitir og auðsjeð, að margir lifðu við skort og óholl- ustu. Og margir efnaðri bændur og bændasynir lifðu líka við skor- inn skamt af menningarleysi og nirfilshætti. Og flestir voru þeir eins búnir, á svörtum og sorglega illa sniðnum fötum og kunnu ekki að ganga nema bognir og í hnykkj um, og allir með svarta, nokknð háa og uppmjóa skygnishúfu með löngu skygni, sem slútti fram yfir andlitið og gerði það skugga- legra. Tilsýndar, frá hlið að sjá, bar húfan hausinn ofurliða, svo að líktist fuglshaus, sumir sýndust vera skarfar, aðrir hrafnar og sumt, lómar. Og svo töluðu þeir afleitt hrognamál, með skrækjum og ringjum og gargi. Oftast voru þeir óþrifalegir, órakaðir eins og apakettir, og síréykjandi úr langri pípu, sem náði niður á bringu. Pípan var þung og hjekk út úr munninum, í föstu lialdi milli tannanna, dinglandi þar allan dag inn, og var mesta furða hvað tennurnar þoldu. Auðvitað var tóbakið mesti ruddi. Svona komu þeir mjer fyrir sjónir, sveitakarl- arnir í Danmörku í þá daga. Nú er það hinsvegar orðið þannig, að maður þekkjjr ekki sveitakarlana frá öðru myndarfólki. Alt eru sjentilmenn. Allir bera sigj manna lega og eru vel til fara, og pípu- skammirnar komnar á forngripa- söfn. Meðal Langlendinganna hefi jeg kunnað sjerlega vel við mig, og jeg hefi þótt heppinn meðala- læknir; og jeg hefi gaman af því, að taugaveikluðu kvenfólki hjer hefir orðið sjerlega gott af mix- túrum og dropum, sem þóttu gam- aldags og ónýtt gutl norður í Eyjafirði. — Hvað hefir þú í garðinum þínum ? — Grátitlinga, hænsni nábúans og hunda, sem maðurinn í næsta húsi á. Þjófurinn (við konu sína): Það er ljótt að sjá uppeldið á drengn- um. Hann kann ekki einu sinni að opna sardínudós, án þess að skilja eftir fingraför.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.