Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1937, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1937, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 165 Menning Austurlanda. Austrænir þjóðflokkar hafa jafnan gefið líkamlegri menning lítinn gaum. Um þá sið- menningu, sem í aðalatriðum er miðuð við tímanlega vellíðan, láta þeir Vesturlandabáa eina um. . A Vesturlöndum úir og grúir alt í læknum, sem leika listir sínar á líkama fólks, — en í Asíu morar alt í sálarlæknum, sem gefa sig eingöngu að andlegum lækningum. í meðvitund Austurlandabúa er Buddha hinn mikli meistari, er með sjálfstamningu sinni dregur lir áhrifum tilfinningalífsins og þokar mönnum með því nær hinu eftirsótta óminni, eða algleymis- ástandi — inn á það svið meðvit- undarlífsins, þar sem þrautir og þjáningar, nautn og sæla eru ó- þekt fvrirbrigði. egar betur er aðgætt eru Asíu- menn á ýmsa lund miklu frjálslyndari í trúarskoðunum sín- um en við, sem í vestrinu búum, og trúum. í Kína er það t. d. al- gengt, að í hofunum sjeu helgi- myndir af Kristi, Muhamed, Buddha, og fleiri trúarbragðahöf- undum. Og Kínverjar færa öllum þessum guðum fórnir, af því það er skoðun þeirra, að allir þessir menn hafi unnið menningu allra þjóða mikið gagn. Hið sama á sjer stað um Japani, Malaya-biia, og marga aðra þjóðflokka þar eystra. Indverjar eru aftur á móti tölu- vert íhaldssamir í trúarskoð- unum sínum, því þar hefir Mu- hameds-trúin náð svo mikilli út- breiðslu og tekið þjóðina alla svo- föstum tökum — en, eins og kunn- ugt er, þá er Múhameds-trúin allra trúarbragða einstrengings- legust. Muhameds-trúar menn halda því beinlínis til streitu, að allir aðrir en þeir sjeu villutrúar- menn, sem eigi að útrýma af jörð- inni með blóði og brandi. Evrópumenn, s'em koma í fyrsta sinn til Japan, undrast það rnjög, að Japanir, sem kosta kapps um að afla sjer, og innleiða heima fvrir, vestræna menningu, skuli enn vera ,,ásatrúarmenn“, eða skurðgoðadýrkendur. En sje þetta athugað betur niður í kjölinn, þá er guðstrú Japana öllu fremur trú- in á forfeðurna og sálir hinna framliðnu en tilbeiðslu guðanna sjálfra. Sannfæringin um „lífið eftir dauðann" er þar miklu rótgrónari skoðun en í Vesturlöndum, og þessi feðratilbeiðsla er til ómetan- legs gagns fyrir innbyrðis sam- heldni og alt þjóðlíf Japana. Ihinu stórglæsilega Shinto-hofi í Osaka hanga í lofthvelfing- um þess 122 ljósker til minningar um þá 122 keisara, sem talið er, að setið hafi á veldisstóli í Japan. Og í allar þær aldir, sem logað hefir á þessum ljóskerum er talið fullsannað, að aldrei liafi slokkn- að á neinu þessara ljósa, Enda er þolinmæði og þrautseigja Austur- landabúans vfirnáttúrlegt fyrir- brigði á mælikvarða okkar Ev- rópumanna, — og ljóskera keisar- ans mun framvegis verða vandlega gætt um margar ókomnar aldir. En þó þessi sálnagæsla í Aust- urlöndum gangi fyrir er þó síður en svo, að læknavísindunum sje þar enginn gaumur gefinn. I lyflæknisfræði standa Austur- landabúar okkar skör framar. Þeir hafa öldum saman kunnað að búa til lyf, sem við höfum ekki þekkt fyr en á allra síðustu árum. Fyrir nokkrum áratugum hefðum við ekki hikað við að segja, að áhrif hinna austrænu lyfja væru hreiu- ustu galdrar. En nú þekkjum \’ið þau sjálf af eigin reynd. I klaustrum Buddha-trúar manna hafa austræn læknavísindi átt flesta sína færustu menn. Radium og áhrif þess hafa Aust- urlandabtiar þekt um þúsundir ára — og tígrisdýrsklóin, tákn hinnar buddhisku bannfæringar, er í eðli sínu ekkert annað en tígrisdýrs- kló, eða heil loppa, sein útgeislun- arefni, blandað radíum, hefir ver- ið komið fvrir í. Þessari eitruðu kló læða svo prestartiir að nætur- þeli og koma fyrir yfir fleti „hins ölvaða manns“, þannig, að út- geislunin fellur á brjóst hans og færanna. Af þessu kemur rauði bletturinn á brjóstið — en það er tákn eilífrar útskúfunar. veikir með því alla starfsemi líf- Hinir fjölmörgu örkumla munkar Buddha-klaustr- anna, sem eru með visna og skræln- aða fiugur, hendur og handleggi, bera þess ljósan vott, að innan klaustursveggjanna eru þessi út- geislunarefni höfð mikið um hönd. Þessara einkenna er þegar farið að gæta á vestrænum læknum, sem fengist hafa við radium. í japanskri lvfjabúð eru krús- irnar færri en í evrópískum lyfja- biiðum. En innihald hinna austur- lensku lyfjakrúsa er þeim mun sterkara og áhrifameira en þau lyf, sem við eigum að venjast, Hin rómuðu. ,,patent“-meðul Englendinga, sem lækna jafnt lík- þorn, magaveiki og krabbamein, svipar nokkuð til austurlenskra lyfja — en austurlensk lækninga- lyf eru mest megnis hægðameðul, settl saman úr deyfandi og kvala- stillandi efnum. Eins og mönnum er hulinn upp- runi mannlegra dygða og siðgæða þessa synduða heims, vita þeir líka fátt eitt um uppruna s.júkdóma simia — og sennilega eru flestir þeirra ímyndun ein. Til að vinna bug á slíkum, ímynduð- um kvillum gera „patent“ -meðul- in alla jafna mest gagn og það eru þau sem mesta aðdáun hljóta. Aug- lýsingar slíkra meðala annast, neytendurnir sjálfir, framleið- endunum að kostnaðarlausu. Þó margar kínverskar og jap- anskar konur fái nú mentað upp- eldi, þá trúa þær eigi að síður á seiðmagn lyfjanna og að fyrir til- verknað þeirra fæði þær hrausta mannvænlega syni, svo þær haldi ástum manna sinna. Eru því lífs- veigar og ástamjöður þar stöðugt í miklu áliti meðal kvenþjóðarinnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.