Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1937, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1937, Blaðsíða 2
218 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS — Skrambi er hann góður, hí hí. Járngerður hló. — Hann ætti hara að vita! Hann tók ofan og heilsaði úr nokkurri fjarlægð. Hann var tals vert vandræðalegur. — Góðan dag. — Fallega rödd hafði hann líka; var yfir höfuð viðkunnanlegasti maður. — Góðan daginn, svaraði Járn- gerður. — Kemur maðurinn langt aðí Hann játti því, kom til henn- ar og heilsaði með handabandi. — Jeg er búinn að vera á ferðinni í allan dag, og jeg hugsaði kann- ske, að jeg gæti fengið að hvíla mig svolítið hjerna. Jeg er á leið norður í land til föðursystur minnar. — Föðursvstur, já einmitt. Og hvað heitir maðurinn með leyfi? — Jón Arnason. Jeg er málari, eða rjettara sagt ætlaði að verða það, en nú verð jeg að fara og hjálpa föðursvstur minni með verslunina. Þá verð jeg nú víst að leggja listina á hilluna. En ef yður langar til að fá laglega mynd af j’ður og bænum, þá er það vel- komið. Þjer getið bara látið mig fá mat og nesti í staðinn. — Mat getið þjer sjálfsagt feng ið. Járngerður gat ekki að sjer gert að brosa. — Viljið þjer ekki setja yður hjerna inn í stofuna, þá skal jeg vita, hvort jeg á ekki einhvern bita. Mynd, já — sann- arlega væri gaman að fá skilirí af bænum. Og dóttur mína hefir alt af langað til að láta mála af sjer mynd. Jón Árnason brosti dálítið hik- andi og horfði athugull á þessa þriflegu konu. Var nú þetta al- vara, eða bara spaug? Eftir að hafa barist áfram í tvö ár í höf- uðstaðnum, peninga- og allslaus, hafði hann ekki of mikið traust á hjálpsemi og góðvild manna við fátæka listamenn. En sannarlega virtist það ekki lítið betra út um sveitirnar, og því hefði hann ald- rei trúað. Hann trúði varla sínum eigin augum, þegra hann kom inn í stássstofuna. Þar var stórt borð, hlaðið dýrustu krásum; hann sá strax þrjá af lífrjettum sínum. Hann sneri sjer skelkaður að hús- móðurinni og hjelt að verið væri að leika á sig, en Járngerður brosti breiðlega og bað hann að gera svo vel. — Jeg vona að þjer forsmáið þetta ekki, sagði hún ofur blíð- mælt. Þetta hlýtur að vera draumur, eða þá að jeg er dauður og kom- inn til himnaríkis, liugsaði hann alveg steinhissa. — Þetta getur aldrei verið veruleiki! Járngerður settist að snæðingi með honum, og bað hann enn einu sinni að forsmá þetta ekki. Og það var ekki hægt að segja að hann gerði það. Hvort sem þetta var draumur eða galdrar, skyldi hann að. minsta kosti "jeta. Hann gerði matnum bestu skil. Hús- frevjan á Bala hafði aldrei á æfi sinni sjeð mann raða svona í sig. Það var ekki laust við að henni hrysi hugur við„ — að hafa svona mathák á fóðrum daglega væri síst gaman. En svo mintist hún strax hve ríkur hann var, og það róaði liana mikið. Þegar hann eftir langan tíma tók að gerast mettur, var hann líka málhreyfari. Hann sagði frá mörgu um sjálfan sig. Hann hafði komið með skipi frá Reykjavík í næsta kaupstað og eytt sínum síð- asta eyri í fargjaldið. — Jeg lærði svolítið að mála, en frænka mín vildi ekki styrkja mig, svo það er hreinasta furða, að jeg skuli ekki vera dauður úr hungri fyrir löngu síðan. Hún vildi að jeg tæki við matvöru- versluninni hennar á Akureyri, og þá átti jeg að erfa hana. En ann- ars fengi jeg ekki grænan eyri, því hún hefir ekkert vit á list, ha, ha. Og að síðustu varð jeg að láta undan, en hún veit ekkert um að jeg er á leiðinni, jeg ætla að koma henni á óvart, ha, ha! Það var aldeilis makalaust hvað maðurinn gat skrökvað, hugsaði Járngerður dálítið hneyksluð yfir svona gífurlegri hraðlýgni. Jæja, þetta var víst alt í gamni, og svona óguðlega ríkt fólk gat nú leyft sjer flest. Þegar þau voru búin að borða, kom Stína með kaffi. Hún var í grænum kjól úr útlendu efni, og þykka gula hárið var sett upp á dálítið úreltan hátt. Járngerður kynti þau eftir öllum kúnstarinn- ar reglum, og svo mundi hún alt í einu eftir einhverju, sem hún þurfti endilega að igera strax frammi í eldhúsi. — Þú verður að sjá um að gest- inum leiðist ekki, Stína, sagði hún og brosti blíðlega. — Þið getið talað um myndina, sem hann ætl- ar að mála af þjer, hí hí. Svo fór hún út og fól þau í hendur hinni náðugu forsjón. — Jón Árnason var nú algjörlega búinn að vinna bug á því sleni, sem hungrið og þreytan höfðu lagt á hann. Hann var að eðlis- fari kátur og fjörugur maður, og var nú kominn í það skap, að ekk ert gat komið honum á óvart nje fengið honum undrunar. Þar að auKi var hann ekki ónæinur fyrir kvenlegum töfrum, og Stína var verulega lagleg stúlka, þó hún væri sú stærsta og kraftalegasta, sem hann hafði sjeð. En hún var kvenleg í fasi, ræðin og óheimsk, og þau töluðu mjög skemitlega saman í nærri tvo tíma. Loksins kom húsmóðirin inn aftur. Hún spurði nær því auð- mjúklega, livort hann gæti verið svo lítillátur að notast við þessa stofu, meðan hann dveldist þar. — Við höfum ekki betra að bjóða, sagði hún eins og henni þætti mjög miður. — En við vild- um gjarna að þjer dvelduð hjerna dálítið og máluðuð svona ýmis- legt. Það var ekki alveg laust við að Jón Árnason yrði ofurlítið á báð- um áttum aftur. Miklar breyting- ar hlutu að hafa orðið á heimin- um upp á síðkastið! hugsaði hann og fjekk hrollkend í bakið. Ætli jeg sje annars ekki dauður? En húsfrú Járngerður gaf honum ekki tíma til þess að hugsa sig um. Hún skipaði dóttur sinni að sýna gestinum bæinn. — Það er nú sagt að við sitjum á bestu jörðinni hjerna í dalnum, sagði hún lítillát. — Og þeir, sem koma hingað, segja að hjer sje falleg útsýn og svoleiðis, bætti hún við. Þannig byrjaði æfintýralegasta vikan, sem Jón Árnason hafði lif- að. Honum fanst, tvo til þrjá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.