Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1937, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1937, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 219 fyrstu. dagana, að alt sem skeði væri ekki veruleiki; það var í rauninni alt of gott, til að vera satt. Það var dekrað við hann á allan hugsanlegan hátt, hann fjekk kræsingar á hverjum degi, tvær dúnsængur til að sofa á og brúsa með heitu vatni í rúmið á kvöldin. Bóndinn sjálfur tók alt af ofan, þegar hann talaði við hann, og stóð grafkyr og lotning- arfullur á meðan. Vinnufólkið glápti á hann eins og naut á ný- virki, og hjelt sig altaf í hæfilegri fjarlægð. Húsfreyjan, hin svera og breddulega Járngerður á Bala, sjálfkjörin drotning allrar sveit- arinnar, var mjúk í máli eins og feimin jómfrú, og svo smeðjuleg, þegar þau töluðu saman, að hon- um lá við klýju. Og Stína var alt af nálægt honum, starði á hann í hrifningu tímunum saman, og var altaf full umhyggju og áhuga fyrir öllu, sem kom honum við. Honum fanst hann myndi ekki þurfa annað en að rjetta út litla- fingurinn, þá hjengi hún um háls hans og lofaði honum eilífri ást og trygð. Þegar frá leið, var ekki laust við að honum færi að leið- ast þessi frábæra umhyggja og góðsemi. Hann reyndi af fremsta megni að komast eftir, hvað þetta alt ætti að þýða„ en fann ekki neina ráðningu, sem virtist senni- leg. Hann fór líka smám saman að venjast þessu. Og svo einn góð an veðurdag — fjórða daginn hans á Bala — kom nokkuð fyrir, sem gaf honum alt önnur umhugs- unarefni. Hann hafði laumast burt frá Stínu, og fengið sjer langa skemti göngu um eftirmiðdaginn. Þegar hann kom heim á hlaðið aftur, heyrði hann þrumurödd, sem skammaðist ógurlega yfir ein- hverju. Hún kom úr eldhúsinu, að því er hann fjekk frekast heyrt, og hann þekti ekki betur en þetta væri frú Járngerður. Þetta átti hún þá til. Það fór um hann hroll- ur. Það var fátt, sem honum var ver við en reiðar kerlingar. Meðan hann stóð þarna högg- dofa og hlustaði, opnuðust eld- húsdyrnar og stúlka skaust út. Hún hljóp niðurliit yfir hlaðið og leit ekki á hann. — Þetta var ung stúlka, dökkhærð, há og grönn, klædd í verstu garma. Hann hafði ekki sjeð hana áður, en það var eitthvað við hana, sem undir eins vakti athygli hans og áhuga. Hún var ljómandi lagleg og vel vaxin; fataræflarnir gátu ekki leynt því. Honum datt alt í einu í hug að veita henni eftirför. Hún flýtti sjer að húsabaki og fór þar inn í gamlan, hrörlegan kofa. Hann nam staðar og hugsaði sig um augnablik, svo fór hann þangað inn á eftir henni. Það fyrsta sem hann sá, þegar augu hans vöndust myrkrinu, var óttaslegið stúlkuandlit, sem starði á hann stórum, dökkum augum. Hann starði á móti, án þess að geta komið upp nokkru orði lengi vel; hann hafði nefnilega aldrei á æfi sinni sjeð neitt svo fallegt. Hiin var dökk á brún og brá og hafði indælt ávalt andlit, rjett nef og yndislegan munn — í stuttu máli svo fullkomið andlit, sem maður fær aðeins einstöku sinnum að sjá í draumum sínum. — Hvað heitirðu? spurði hann loksins. Hún deplaði augunum í ákafa, og nú fyrst sá hann, að þau flutu í tárum. — Góða besta, sagði hann, gripinn af skyndilegri blíðu. — Liggur illa á þjer? Hef- ir einhver verið vondur við þig? Hvað heitirðu? — Jeg heiti Ejga, hvíslaði hún. — Ó, þjer megið ekki segja nein- um að þjer hafið sjeð mig. Járn- gerður hefir bannað mjer að fara út úr eldhúsinu, ef þjer eruð ná- lægt, og hótað að reka mig í burtu, ef jeg ljeti yður sjá mig. Ó, það er svo andstyggilegt, að þjer trúið því ekki. Hún sló mig áðan af því jeg braut bolla, og allan daginn rífst hún og skamm- ast. Ef jeg bara þyrði að drekkja mjer í ápni, en jeg þori það nú ekki, ó! Þar með byrjaði hún að gráta aftur, him fól andlitið í höndum sjer og titraði öll af gráti. Hann hafði aldrei sjeð aðra eins eymd, og sá ekki annað ráð vænna, en að taka hana í faðm sjer og hughreysta hana. Það tókst öllum vonum framar. Þegar hún hafði grátið svolitla stund, fór hún að brosa. Hún þurkaði fallega andlitið sitt með svuntu- horninu og sagði: — Þetta ætti Járngerður að vita, að jeg hafi bara talað við yður og svoleiðis. Sú held jeg yrði blíð! — Já, en góða mín, af hverju er hún svona vond við þig? Ertii í vist hjá henni eða hvað? Geturðu ekki bara gengið í burtu? — Ónei, því er nú ver. Hún tók mig að sjer í gustukaskyni, þegar foreldrar mínir dóu, og fær ekk- ert meðlag með mjer af sveitinni, sjáið þjer til. Jeg kom hingað tólf ára, en jeg varð nú að vinna fyr- ir mat mínum samt. Og jeg fjekk aldrei nein ný föt, og aldrei að skemta mjer neitt. Og nú er jeg átján ára. Jeg verð víst að vera hjá henni alla mína æfi, ó! Hún laut höfði og augu henn- ar fyltust af tárum aftur. Og með- an hún stóð þarna — falleg og sorgmædd stúlka í rifnum og ó- hreinum fötum — komst Jón Arnason í óskaplega listamanns- stemningu. — Eyja, hvíslaði hann frá sjer numinn. — Jeg verð að fá að mála þig! Hann sá þegar myndina í anda, þá bestu, sem nokkru sinni hefði verið máluð á Islandi. „Oskubuska" átti hún að heita. — Mála — mig? sagði hún skelfd. — Ætlið þjer að mála mig? — Ójá, það ætla jeg! Og það skal verða alveg einstakt mál- verk. — Góða mín, leyfðu mjer að mála þig! — Nei, — hún hristi angurvær höfuðið. — Jeg vildi það svo sem hjartans gjarna, þjer eruð svo góður. En það er ekki hægt. Jeg á aldrei frí, og Járngerður ber mig til óbóta, ef hún fær að vita, að jeg hefi talað við yður. Ónei, — og hvað á líka að gera með að mála stelpu eins og mig? , Hann svaraði engu, horfði bara á hana og fjekk aldrei nóg af því. — Aldrei frí! endurtók hann eftir stutta þögn. — Þú átt þó frí á nóttunni. Enginn þarf að vita um neitt — við getum hitst

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.