Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1937, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1937, Blaðsíða 4
220 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS upp við ána; þar sjer okkur eng- inn. Ætlarðu að koma? — Er yður alvara? spurði hún lágt. Hún var svo falleg þá, að hann langaði til að taka hana í faðm sjer aftur og kyssa hana. Það tók sinn tíma að tala um fyrir henni, en endirinn varð sá. að hún lofaði að hitta hann og láta hann mála sig. Þau ætluðu að byrja strax um kvöldið. Svo hittust þau á hverri nóttu, þegar allir sváfu, í hvammi upp við ána, stundarf jórðungs gang frá bænum. Hann valdi henni stöðu í blómabreiðu, hún átti að horfa út vfir landslagið — Osku- buska, sem bíður kóngssonarins. Hann b\’rjaði með fjöri og kappi, og fyrstu nóttina gekk alt vel. Hann efaðist ekki um, að þessi mynd myndi setja hann á bekk með fremstu listamönnum landsins. Já, svona náðargáfur voru ekki til þess fallnar að nota þær við afgreiðslu í búð! En svo fóru erfiðleikarnir að koma í ljós. Enn var hann fullur eldmóði, en þetta mishepnaðist saint hraparlega. Málverkið vildi ómögulega verða eðlilegt. Fyrsta teikningin, sem hafði verið all- góð, hvarf smátt og smátt, eftir því sem hann hjelt áfram. Svo eina nóttina strikaði hann með svörtu vfir alla myndina og kast- aði penslunum í ána. Svo fór hann til Evju, sem hafði staðið og horft á þessa viðurstygð eyðileggingar- innar, og tók um hönd hennar. — Jeg er ómögulegur málari, sagði hann dauflega. — Já, jeg vissi það, svaraði hún lágt. — Jæja? sagði hann, dálítið móðgaður. Svo hún gat meira að segja sjeð það! — Æ, jeg held það sje best að vera ekki að fúska við þetta lengur, hjelt hann áfram. — Jeg tek við versluninni og reyni að verða nýtur maður. En Eyja — vilt þú — gætirðu hugsað þjer að giftast mjer? Hún dró að sjer hendina og sneri sjer undan. — Ó, hvað það er ljótt af yð- ur að vera að spauga með svoleið- is hluti, hvíslaði hún. Hann heyrði að hún barðist við grátinn. —- Það er alls ekkert spaug — hvernig geturðu haldið það? Mjer þykir svo voða vænt um þig, Eyja. Það verður aldrei neitt úr mjer, ef jeg fæ þín ekki. Jeg hefði ald- rei haldið, að það væri liægt að elska svona heitt“. — Og þetta segið þjer við mig, — þjer, sem eigið að giftast henni Stínu! — Ef þjer bara vissuð — ó, jeg vil ekki lifa lengur! Hann stóð eftir, alveg orðlaus. Hvað gekk að henni, hvað var hún að segja? — Hann að giftast Stínu! Ekki þó hann ætti að velja milli hennar og höggstokksins! Nei, hann skyldi víst ekki gifta sig, úr því Eyja vildi hann ekki! Evja, yndislegasta, sætasta og guð dómlegasta stúlkan í öllum heim- inum; aldrei skyldi hann gleyma henni. Hann svaf þarna í hvamminum þessa nótt. Um níuleytið um morg uninn fór hann heim á bæinn til þess að sækja malinn sinn, og til þess að revna að fá að kveðja Eyju. Hann varð að fá að sjá hana einu sinni áður en hann fór. Þegar hann kom að stofuhorn- inu, hevrði hann raddir úti á hlað varpanum. Hann þekti róm Járn- gerðar, hún var óinjúk í máli. Hitt var karlmannsrödd, sem hon- um fanst hann endilega kannast við. Ilann stóð kyr og hlustaði. — Jeg vildi gjarna fá að vera hjer nokkra daga, sagði maður- inn; aðeins fáa daga. Jeg er mál- ari, og ef jeg gæti fengið mat og húsaskjól, þá skal jeg mála yður eða . . .“ Lengra komst liann ekki, því Járngerður greip fram í með þrumuraust: — Við hýsum ekki slæpingja og ónytjunga hjer. Reyndu bara að koma þjer burt sem fljótast, því annars siga jeg á þig hundunum? — Hvað heyri jeg, sigið þjer hundum á fólk? maldaði ókunni maðurinn í móinn. — Nú hefi jeg farið víða og alstaðar verið tekið vel á móti mjer. — En svona við- tökur . . . Jón Arnason hrökk við. Þessi háa. skræka rödd — það gat ekki verið neinn annar en Sveinn Kal- mar. Og hvað í ósköpunum vildi hann hingað, og hvað gekk að Járngerði — þetta fór að verða lielst til dularfult. Hann gekk fram á varpann. Þar stóð langur og ótjálegur maður, eldrauður í framan af reiði, og Járngerður fyrir framan hann, ógnandi eins og óveðursský. Þeg- ar hún sá Jón Árnason, varð hún öll eitt sólskinsbros, en hann sá það ekki, hann sló á öxl komu- mauns og sagði: — Sveinn, ert það þú? Hvern- ig í ósköpunum líturðu út, mað- ur ? Áður en útgerðarmaðurinn fjekk tíma til að svara, sneri Jón sjer að húsfreyjunni og hrópaði reiðilega: — Hvernig hagið þjer yður eig- inlega við gesti, sem koma hjer? Vitið þjer, hvern þjer ætlið að siga hundunum á? Það er Sveinn Kalmar, ríkasti maður landsins, og besti fjelagi, sem til er! Það varð stundarþögn. Járn- gerður leit á þá á víxl, andlit hennar varð illilegt og svo ljótt, að hrollur fór um báða karlmenn- ina. — Hver eruð þjer þá eiginlega? spurði hún loksins. — Jeg er sá, sem jeg hefi altaf sagst vera, svaraði Jón Árnason djarflega. Ilvað fyrir hefði komið, ef alt hefði fengið að hafa sinn gang, er ekki gott að vita. En í þessum svif um heyrðist gleðióp frá eldhús- dyrunum, og yndisleg dökkhærð stúlka kom þjótandi þaðan út og kastaði sjer um hálsinn á Jóni Árnasyni. — ð, góði, góði, sagði hún. Og svo bætti hún við: — Þú ert þá bara enginn. ríkisbubbi? Þú ert — ó, mjer þykir svo vænt um þig! — Evja . . . sagði liann, en svo þurfti hann að nota munninn til annara hluta. — Sveinn, sagði hann skömmu síðar. — Þú verður að lána mjer eitthvað af peningum, svo jeg og kærastan mín getum komist norð- ur ? — Með mestu ánægju, svaraði útgerðarmaðurinn. — Og heyrðu, má jeg ekki verða samferða? Jeg ætla líka norður. Við getum sím- að eftir bíl úr kauptúninu“. — Allright! svaraði Jón Árna- son.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.