Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1937, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1937, Blaðsíða 8
224 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Sá drukni: Eruð þjer kunnugur hjer í bænum? Vegfarandinn: Já, það held jeg nú. — Getið þjer þá sagt mjer, hve langt er að næsta ljóskers- staur! Svo þú fjelst aftur við prófið. — Já, hugsaðu þjer, hve jeg var óheppinn. Þeir spurðu mig að því sama og í fyrra! — Gerið þjer ekkert: orðið nema betla, Jerímías minn? í gamla daga unnuð þjer þó við og við. — Já, sjáið þjer til, prestur minn — maður lærir af reynsl- unni. — Já, jeg verð nú að segja það, að hafi mjer orðið einhver skyssa á, er jeg venjulega fvrstur til að hlæja sjálfur. — Skelfing hlýtur yður oft að vera skemt. Farþeginn (við bílstjórann) : Gætið þess nú að aka afar var- lega, sjerstaklega varlega, því jeg er með whiský-flösku í vasanum. — Ungfrú Jónína er miklu eldri en jeg hjelt. — Jæja? — Já, jeg spurði liana hvort hún hefði lesið Cicero og hún sagð- ist hafa lesið hann strax eftir að hann var gefinn út. Nýjasta skyrtutíska fyrir bridge-spilara. — Ilvað segirðu? Heldurðu að maðurinn þinn mundi sálast, ef þú værir honum ótrú? Já, kanske, mjer hefir sýnst hann vera hálf vesældarlegur síðustu vikurnar. — Þúsund ár — blessaður vertu, hvað er það fyrir jarð- fræðing? — Jæja, og mjer varð á að lána jarðfræðingi 100 krónur um daginn! — Láttu sjá, að þú getir orðið til einhvers nýtur, drengur — sæktu þrjá bjóra! — Afsakið, að jeg tek kanel- stengurnar, en það er nefnilega annar gestur, sein einnig hefir beðið um sætsúpu!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.