Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1938, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1938, Blaðsíða 3
LERBrtK MORGUNBLAÐSTNS 27 sem frá byrjun voru hugsaðar að standa í sem nánustu sambandi við Eimskipafjelagið. Efnaleg sjálf- stæðisbarátta. En svo að vikið sje nú aftur að árinu 1913, þá var það áform stjórnar Stúdentafjelagsins, að nota fjelagið til að slá kröftug- lega til hljóðs fyrir efnalegri sjálfstæðisbaráttu.*) Eimskipa- málið var aðalliðurinn í þessari fyrirætlun, en síðan voru haldn- ir fundir, er snertu peningamál- in, viðskiftin, og járnbrautarmál- ið. (Fyrsti bíllinn kom ekki til landsins fyr en sumarið eftir). Voru fengnir áhugasömustu menn í þessum efnum til að ræða mál- in í fjelaginu og voru þessir helstir; Bjarni Jónsson frá Vogi, Benedikt Sveinsson ritstj., Björn Kristjánsson bankastjóri, Br. II. Bjarnason kaupm., Guðm. Björn- son landlæknir, Guðm. Hannesson próf., Indriði Einarsson skrifst.- stj., Jón Ólafsson ritstj., Jón Þorláksson landsverkfr., Ólafur Björnsson ritstj., Ól. G. Eyjólfs- son skólastj., Páll Torfason fjár- málaerindreki, Indriði Reinholt verkfr. frá Kanada, Sig. Hjörleifs- son alþm., Sveinn Björnsson mflm. og bæjarftr. og Þórður Sveinsson læknir. Áhugi fjelags- manna tak- markaður. En segja verður hverja sögu eins og hún gengur. -— Fundirnir voru að vísu fjörugir og lýstu miklum áhuga. En þeir báru kannske fullmikinn keim af að- komumönnum, og fjelagsmenn sjálfir höfðu í heild sinni fremur lítinn áhuga á þessari stefnu. Hið formlega sjálfstæði þjóðarinnar var ennþá ekki viðurkent, og van- máttarkendin lýsti sjer hjá stú- dentum eins og hún gerir altaf — í óeirð, stríðslöngun, gleiðgosa- *) Þetta má sjá á blöðum frá þessum tíma. Jeg sá þá um út- komu „Ægis“ 3.—9. tbl. 1913 fyr- ir ritstjórann Matth. Þórðarson útgerðarm. og setti þar nokkrar greinar um þessi efni. hætti og stóryrðum innbyrðis og ónotum í garð Dana, og var þó fyrirstaðan gegn sjálfstæðinu mögnuðust hjer heima. — Þessi óeirð snerist nú gegn fjelags- stjórninni, aðallega þó utan funda. Svaraði hún engu góðu til og fjell við kosningar á næsta aðalfundi. Aðal vandræða- málið árið 1913 — Sveinn Björnsson kom einu sinni með þá tillögu á þessum fundum, að fenginn yrði erlend- ur fjármálamaður til að koma skipulagi á fjármálin og marka þeim stefnu. Reynslan hefir nú sýnt, að þetta hefði ekki dugað, nema glöggskygn fjelags- og stjórnfræðingur hefði verið feng- inn um leið og tillögum beggja veríð fylgt smviskusamlega. — Árið 1913 var síðasta árið áður en hinir stóru hlutir fara að gerast, og þá var peningaleysið aðalhem- illinn á sjálfstæðismálunum. Ef menn hefði grunað hvað mikil peningaráð þjóðin fengi á næstu 25 árum, þá hefði ekki þótt þurfa að bera miklar áíiyggjur. — er óleyst þann daff í dag! Hafi fjármálin fyrir 25 árum verið örðugasta fyrirstaðan gegn því, að við þyrðum að heimta fult sjálfstæði, þá sýnast nú hin sömu vandræði vera að sprengja þá byggingu, sem síðan hefir ver- ið reist. í hinni efnalegu sjálf- stæðisbaráttu sýnumst við þrátt fyrir mikil umbrot ekki að vera komnir skrefi lengra en fyrir aldarfjórðungi. Munurinn er þó sá, að þessi tími, sem liðinn er, hefir skapað svo mikinn reynslu- forða og á að hafa aflað okkur það mikillar þekkingar, að nú væri alveg óþarft að stinga upp á því, að fá hingað útlendan fjár- málamann. — Það eru nógir til að vinna úr því efni, sem fyrir liggur — ef það væri til nokk- urs að gera það — ef það væri ekki nú sem sakir standa fyrir- fram sýnilegt, að það yrði bráð- ónýtt verk vegna hinnar röngu og hættulegu stjórnskipunar í landinu, sem ekki leyfir að nota neina hlutlausa þekkingu eða fræðilega afurð öðruvísi en sem barefli í flokkadeilum. Verkefni fyrir Stúdentafjelaffið. Á tímum þar sem tækni í öll- um efnum er að ryðja sjer til rúms, er þetta ástand þjóðinni bæði til skaða og ófremdar — einkum þegar þess er gætt, að hún er ekki stríðsþjóð og verðskuldar þar af leiðandi engan tilverurjett ef hún vill ekki eða kann ekki að hagnýta sjer friðinn og aðra hag- felda aðstöðu sína, sem vissulega er einstök í sinni röð. Þó að Stúdentafjelagið hafi vit- •anlega aldrei haft skilyrði til að taka á sig sjálft aðalerfiði þjóð- málanna, þá hefir það, sem fyr var sagt, oft ýtt kröftuglega við þeim, tekið þau á dagskrá sína og rætt þau á þann hátt, að það vakti jafnan athygli — og bá fyrst og fremst sjálfstæðismálið. Ef til vill hefir það dregið kraft vir fjelaginu nú fyrirfarandi, að sjálfstæðismálið var til lykta leitt og talið vera í tryggri liöfn. En þar sem aðsteðjandi hættur eru nú sem óðast að koma í ljós — mundi þá ekki endurvakið hið gamla viðfangsefni fyrir hið end- urreista Stúdentafjelag? Faðirinn: — Jæja, svo þú ætl- ar einu sinni enn í bíó. Getur þú nú ekki svona til tilbreytingar verið eitt kvöld heima og hjálp- að mjer með heimastílana þína? — Halló, hættið þessu. Þjer hafið ekki leyfi til að kasta 1. farrýmis bjarghring til 3. far- rýmis farþega!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.