Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1938, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1938, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS 31 Brúðkaup Egyptalandskonungs o g Faridu. Til vinstri er skraut- spjald með mynd af konungs- hjónunum, til sýnis í Kairo. T. h. sjest Faró konungur aka í skrautvagni sínum um Kairó. — — — dýra Liechtensteinvíni, og sjá, að það er ástæðulaust að vera með ýfingar. I Liechtenstein þekkist hvorki kommúnismi nje nazismi, og aðrar öfgastefnur hafa aldrei náð að festa rætur í landinu. Þó oft liggi við að sjóði upp úr alt í kringum Liechtensteinbúa, hefir það engin áhrif á þá. Hernaðarráðstafanir íþyngja ekkert þjóðarbúinu, og landsmenn vita, að þeir lenda ekki í stríði við neinn, þar sem þeir hafa ekki yfir neinum her að ráða. Og þegar þar við bætist, að skatt- ar eru afar lágir og atvinnuleysi nær ekkert, er víst óhætt að kalla þetta litla dvergríki, sem flestum er ókunnugt: Hamingjulandið. (Lauslega þýtt). — Hvað sem öðru líður, þá hef- ir bsrnið hin löngu augnahðr yð- ar, frú. — Já, en hamingjan góða, Anna, takið þau af horium strax. Skákmót Reykjavíkur. I. flokkur 10. umferð 24. jan. Drotningarbragð. Hvítt: Guðm. S. Guðmundsson. Svart: Ingim. Guðmundsson. 1. d4, d5; 2. Rf3, (c4 er e. t. v. betra) 2.....Rf6; (c5 er venju- legra. Svart leikur þá drotning- arbragð) 3. c4, e6; 4. Rc3, Rbd7; 5. e3, (Venjulegra og betra er Bg5) 5....... Re4; (Ekki gott. Hvítt fær auðveldlega betri stöðu. Best var Be7.) 6. Bd3, f5; (Kost- ar peð. Svart átti ýmsa betri leiki, t. d. Bb4, Rf6, eða RxR. En svart er að keppa um efsta sætið og vill opna stöðuna.) 7. cxd, RxR, 8. pxR, pxp; 9. Bxp, Rf6; 10. BxB, DxB; (Ef HxB; þá Da4+) 11. c4, (Öruggara var að hróka) 11.....Bd6; 12. cxd, Rxp; 13. e4, Bb4+; 15. Kfl, (Betra var Bd2 og hróka stutt) 14.....Rc3? (Yfirsjón sem hefði getað kostað svart mann. Rb6 var eini leiltur- inn.) 15. Dd3, (Db3 var betra) 15.....c5; (Það er ekki unt að gera neitt til að bjarga manns- tapi. Hinn gerði leikur er þó e. t. v. líklegastur til þess að slá ryki í augu mótleikandans.) 16. a3, (Einfaldast og best var Bd2 og svart forðar ekki mannstapi. T. d. 16. Bd2, cxd; 17. Dxd4, Ba5!; 18. Hacl! og hvítt vinnur mann. Hvítt má ekki leika 18. De5+ og síðan DxB, vegna Dc4+ og mát í nokkrum leikjum) 16.......Ba5; 17. d5?, (Hvítt sjer ekki manns- tapið. Peðunum á d5 og e4 er ætl- að að vinna skákina, en staðan er hættulegri en ætla mætti.) 17.... c4!; 18. Dc2, 0—0; 19. Bd2H, (Örlagaríkur leikur. Kostar Guð- mund skákina og fyrstu verðlaun- in. Nauðsynlegt var h3.). Staðan eftir 19. leik hvíts. 19...... Hf8xf3!; 20. pxH, (í rauninni er ekkert að gera. Ef hvítt drepur ekki hrókinn, leikur svart 20. Hd3 og hefir þá unn- ið mann.) 20....... Dh3+; 21. Kel, (Ef Kgl, þá Re2 mát.) 21. .... Dxf3; (Ógnar De2 mát og DxH+.) 22. BxR, BxB; og svart vann. /

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.