Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1938, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1938, Blaðsíða 4
28 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Jlíræður sjómaður talar um sjómensku við Faxaflóa. Viltu koma með mjer og heilsa upp á níræðan sjó- mann? Hann heitir Sigurður Jónsson og er ávalt kendur við Bygðarenda, bæ, sem hann bygði hjer inni í Skuggahverfi árið 1879. Þá mátti heita að þar væri bygðarendi, Reykjavík næði ekki lengra. Helgastaðir var eini bærinn, sem þá stóð innar. Nú á Sigurður heima á Laugaveg 147, svo sem 10 mín- útna gang frá Bygðarenda, og þó er þar ekki bygðarendi nú á dögum. Margt hefir breyst, en Reykjavík mest. Snemma andaði kalt um Sig- urð. Fárra nátta gamlan bar móðir hans hann í fanginu á ísi yfir Skerjafjörð suður að Hjallalandi á Álftanesi, til föð- ur síns, er þar bjó. En 12 ára gamall fluttist Sigurður norður að Klömbrum í Húnavatnssýslu og fór þá að vinna fyrir sjer. Þá byrjaði sjómenska hans. 17 ára varð hann formaður og var síðan formaður á öllum teg- undum opinna skipa hjer við Faxaflóa, þangað til hann hætti sjómensku hálfáttræður. Tókst honum jafnan giftusamlega, var manna veiðnastur og gætnast- ur, og hendi aldrei neitt slys. Hann er kátur og ern, þrátt fyrir háan aldur, og hefir margs að minnast. — Nú kunna menn ekki leng- ur að fiska hjer í „bugtinni", segir hann kýmilega. Menn þekkja ekki lengur miðin, og þótt þeir komist á þau, þá vita þeir ekki hvenær á að fiska þar. Það er nú mismunandi á hverjum stað eftir því hvernig stendur á sjó, hvernig straum- ar eru og á hvaða tíma sólar- hrings er. Með kostgæfni og sí- feldum athugunum höfðu gömlu sjómennirnir kynt sjer þetta. Og af miðum í landi vissu þeir upp á hár hvar fiskivænlegt var á hverjum tíma árs. Þeir þektu botninn í honum Faxa- flóa með öllum sínum hraunum, gjótum, álum, hryggjum og leirum, engu síður en þeir þektu landslagið hjerna umhverfis Reykjavík. En nú er farið að skopast að okkur gömlu mönn- unum fyrir þessa þekkingu. Það er hlegið að okkur fyrir það að hafa „fiskað eftir fjöllunum“, og sagt, að í staðinn fyrir mið eigi maður að hafa með sjer vatnsfötu í róðrana, sökkva upp í henni og skoða sjóinn, sem í hana kemur. Á því geti maður sjeð hvort fiskur er þar undir niðri. Ójá, þetta eru nú vís- indin, sem eiga að koma í stað- inn fyrir okkar þekkingu. Og svo er enginn veðurglögg- ur maður til lengur. Menn leggja það ekki á sig að taka eftir loftfarsbreytingum, en treysta á veðurspána. — Það voru til veðurglöggir menn áð- ur. Einhver sá veðurglöggvasti, sem jeg man, var Jörgen Þor- geirsson, sem lengi reri hjá mjer. Einu sinni kallaði jeg hann snemma morguns, en hann var úrillur og neitaði að róa. Kvaðst þó skyldi koma niður í lendingu eftir nokkra stund. Þegar hann kom, var skollið á norðvestan stórviðri og við hættum við róðurinn. — Tvö skip reru þennan morgun, Sigurður Jónsson. áttæringur, sem Joh. Olsen átti og skip, sem Rafn Sigurðsson átti. Fyrir því var Gísli Björns- son á Bakka. Bæði skipin fór- ust. — Stundum fekk maður nú vont á sjónum ogversteinu sinni rjett eftir þrettándann. Þá fór- um við sjö á sex manna fari frá Vörum í Garði til Reykjavíkur og höfðum 85 í hlut af fiski innan borðs. Þann dag fóru 16 menn í sjóinn á þeirri leið. Þá fórst Auðunn frá Vatnsleysu og allir hans menn, á áttæring. — Já, jeg byrjaði sjómensk- una þegar jeg var 12 ára gam- all. Ekki reri jeg nú samt fyrst heldur safnaði krækling til beitu, skar úr og beitti og fyrir það fekk jeg hlut. Þá veiddist vel á Skaga- strönd á haustin og fallegur var fiskurinn, feitur og snjó- hvítur, frystur og hertur á rám, því að þá var fiskur aldrei salt- aður. Afli fyrir norðan mink- aði mikið þegar kræklinginn þraut og menn fóru að nota ljósabeitu. Það er um að gera að hafa góða beitu. Það sá jeg fljótt, og byrjaði fyrstur manna á því að veiða sandsíli til beitu. Á það fiskaði jeg þótt aðrir yrðu ekki varir. Einu sinni náði jeg í dálítið af síli hjá Viðey, og á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.