Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1938, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1938, Side 4
30S LESBÓK MORGUNBLAÐSINS SKIN OG SKUGGAR SÍLDVEIÐANNA 1938 Eftir Sigurð Bjarnason stud. jur., frá Vigur. Síldin hafði sjest vaða á Gríms- eyjarsundi 0» víðar. Nokkrir bátar höfðu fengið dágóðan afla og veðrið var sæmilegt. Menn þótt- ust þess því all-vissir, að þessi dutlungafulli kostafiskur, sem eng- inn veit með vissu hvaðan kemur eða hvert fer,- gerir menn ríka og tatæka og upphefur og niðurlægir. væri kominn og áframlialdandi veiði væri trygg. Þessi vissa eða von manna varð þess svo vald- andi að síldveiðiflotinn bjóst á veiðar mjög í fyrra lagi. Vjelbátar, línuveiðagUfuskip og togarar bjuggust úr höfn og inn- an skamms er allur flotinn kom- inn á vettvang fyrir Norðurlandi. Tíðin er köld og umhleypinga- söm. Þann 27. júní fennir niður í sjó á Siglufirði og vindur er kaldur af norðaustri. Verksmiðjurnar standa tómar, landverkamennirnir sem næst auð- um höndum, og hinar handfimu siglfirsku síldarstúlkur líta með ugg fram á tíðina. En júní er ekki einu siuni enn- þá liðinn og þá er of snemt að örvænta um komu síldarinnar. Og verksmiðjuverkamanninum síldarspekulantinum og síldar- stúlkunni kemur saman um það, að síldin, þessi hjargvættur í hall ærum, hljóti að koma. Og menn aðhyllast þetta álit og lifa í trú en ekki í skoðun um það að úr rætist. ★ En hvað er að gerast fyrir utan landsteinana? Hvernig er á þessum tíma þeirri baráttu varið, sern vonir og vel- farnaður svo margra byggjast á? 160 ísl. vjelbátar og gufuskip eru dreifð um svæðið frá Langa- nesi að austan og vestur um ísa- fjarðardjúp. Á þessum 160 skipum er ca. 3000 manna áhöfn. Alltir þessi floti er á sífeldu ferðalagi meðfram allri norðurströndinni. I gær hefir sjest. síldarpeðra við Langanes og nú stímar fjöldi hinn^ stærri skipa þangað í von um feng. En það er kalt í lofti og sjó og þegar austur kemur reyn- ist þar engin síltl og útlitið dap- urlegt. Nokkur skip „kasta“ á kríu og mor, en fá ekkert. f dag sjest svo til síldar við Vestfirði. Flutningaskip og færeysk fiski- skip hafa sjeð síld vaða þar og nú er stefnt í vestur til þess að höndla hnossið. En enn verður förin ár- angurslaus og mikilli olíu og kol- um hefir verið kynt til ónýtis. Þannig líður tíminn, og rosknir og reyndir sjómenn minnast naum- ast slíkrar óáranar. Flotinn leitar, menn vona og geta ekkert nema vonað. Um borð gengur lífið sinn vana- gang. Hver dagurinn er öðrum líkur., Sama veðráttan, kuldi og norðangjóstur helst, og skapar fjölmörgum sjómönnum áhyggjur og kvíða. Hver „vakt“ tekur við af annari og þannig líður heill mán uður af hinu stutta og dýrmæta íslenska síldveiðisumri. Með hverri klukkustund, hverjum sólarhring og viku þess, sem liðið hefir, hafa versnað afkomurnöguleikar fjölda heimila í iandinu, raunar allrar þjóðarinnar. Ilafið, gullkistan, sem aldrei tæmist, hefir um stund kipt að sjer sinni örlátu hendi. ★ En eftir hvert jel eða skúr kem- ur skin. Lægðirnar fyrir sunnan grynka og eyðast og veðráttan batnar. Það hlýnar í lofti og í sjó. Og það birtir jafnharðan yfir geði fólksins, sem búið er að bíða síld- arinnar og sumarsins á annan mánuð. Trúin og vonin um það að úr rætist stvrkist og verður að vissu við fyrstu frjettirnar um það, að verulegt síldarmagn hafi sjest all- víða. Síldin er komin. Hún gýs nvi alstaðar upp. Við Selsker fyrir Ströndum, á Skagagrunni og á Skjálfanda. Sjórinn er svartur af síld. Hvarvetna er líf og starf. Með- fram öllu Norðurlandi er unnið dag og nótt. Skipin fvlla sig, landa og fylla sig á ný. ★ Við skulum fylgjast einn ein- asta dag með því starfi, sem unnið er þessa annadaga þarna fyrir Norðurlandinu, á Skjálfanda eða við Tjörnes. Kl. 2.15 eftir mið- nætti erum við ,.ræstir“ út. Sá sem á vakt stóð hrópar í lúgar- irm, „klárir í bátana“. Hver stekk- ur fram úr sinni koju og á ör- skömmum tíma eru allir komnir á dekk. Ef til vill höfum við verið búni að sofa í eina klst. eða svo, en nú veður síldin og fer að eng- um lögum um svefn og værð. Nótabátunum er „fírað“ og þarna rjett hjá er torfan, sem „kallinn“ (svo kalla togarasjó- menn alment í fullri virðingu skip- stjóra sinn) í brúnni hefir auga- stað á. Við hröðum okkur niður í bát- ana, vjelarnar eru settar í' gang og okkur er slept frá skipinu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.